Einn besti knapi landsins braut á þrettán ára stúlku árið 1993 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2021 23:46 Jóhann Rúnar Skúlason er ekki lengur landsliðsmaður Íslands í hestaíþróttum. Rut Sigurðardóttir Jóhann Rúnar Skúlason, landsliðsmaður í hestaíþróttum, hefur verið rekinn úr landsliðinu vegna þess að hann á að baki dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari árið 2019 og var hestafólk verulega ósátt við að hann komst ekki í efstu þrjú sætin í kjöri íþróttamanns ársins. Mannlíf hefur fjallað um knapann undanfarið en Jóhann Rúnar er búsettur í Danmörku. Þar kom fram að hann hefði nýlega hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi og sömuleiðis dóm fyrir kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku árið 1993. Stjórn Landsambands hestamannafélaga og landsliðsnefnd tóku í dag þá ákvörðun að vísa Jóhanni Rúnari úr landsliðinu. „Ákvörðunin er tekin í ljósi nýtilkominna upplýsinga um dóm sem landsliðsmaðurinn hlaut fyrir kynferðisbrot, en stjórn sambandsins og landsliðsnefnd hafði ekki verið kunnugt um dóminn.“ Áfall fyrir íslenskan hestaheim Landsliðsmaðurinn er ekki nafngreindur í tilkynningunni en ljóst að um Jóhann Rúnar er að ræða. Áfallið er vafalítið mikið í hestaheiminum enda hefur Jóhann verið eitt helsta andlit íslenskrar hestamennsku um árabil. Segja má að hann hafi unnið allt sem hægt er að vinna í íþróttinni og sé einn besti knapi Íslandssögunnar. Árið 2019 varð hestafólk verulega ósátt að hann varð þrátt fyrir afrek sín á árinu ekki í efstu sætum í kjöri íþróttamanns ársins. Kynferðisbrotið átti sér stað árið 1993 samkvæmt upplýsingum Mannlífs sem hefur dóminn undir höndum. Var hann fundinn sekur um að hafa brotið á þrettán ára stúlku sem kom inn í verslun ásamt vinum sínum að skoða myndbandsspólur. Jóhann Rúnar var 24 ára á þessum tíma. Fram kemur í dómnum að eftir lokun verslunarinnar hafi hún farið með honum í bíl og þar hafi hann brotið á stúlkunni. Var Jóhann Rúnar dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot sitt. Óverjandi að dæmdir kynferðisbrotamenn séu fulltrúar Íslands Stjórn Landsambands hestamanna telur óverjandi að þeir sem hafi gerst sekir um og eða hlotið refsidóm fyrir alvarlegt kynferðisbrot séu í landsliðshópnum og komi fram sem fulltrúar LH fyrir Íslands hönd, hvort sem er hér á landi eða á erlendri grundu. „Er slíkt til þess fallið að skaða ímynd LH, landsins og hestaíþróttarinnar í heild, einnig er það andstætt þeim gildum sem LH stendur fyrir, en sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi.“ Minnt er á að LH sé sérsamband innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), en samkvæmt lögum ÍSÍ er óheimilt að velja einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma vegna kynferðisbrota til starfa innan íþróttahreyfingarinnar, gildir þetta bæði um þá einstaklinga sem starfa sem sjálfboðaliðar og launþegar. „Stjórn LH hefur m.a. litið til þessarar reglu við ákvörðun sína um að vísa landsliðsmanninum úr landsliðshópnum. Auk þess hefur verið litið til sambærilegar reglu sem samþykkt var á FEIF þingi 2019 og er að finna í viðauka 9 í lögum LH.“ Þá kemur fram að á vettvangi LH og ÍSÍ fari nú fram vinna við endurskoðun reglna og umgjarðar er varðar ofbeldis- og kynferðisbrot og hvaða skilyrði iðkendur þurfi að uppfylla sem keppa fyrir hönd sambandsins. Hestar Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Hestaíþróttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Mannlíf hefur fjallað um knapann undanfarið en Jóhann Rúnar er búsettur í Danmörku. Þar kom fram að hann hefði nýlega hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi og sömuleiðis dóm fyrir kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku árið 1993. Stjórn Landsambands hestamannafélaga og landsliðsnefnd tóku í dag þá ákvörðun að vísa Jóhanni Rúnari úr landsliðinu. „Ákvörðunin er tekin í ljósi nýtilkominna upplýsinga um dóm sem landsliðsmaðurinn hlaut fyrir kynferðisbrot, en stjórn sambandsins og landsliðsnefnd hafði ekki verið kunnugt um dóminn.“ Áfall fyrir íslenskan hestaheim Landsliðsmaðurinn er ekki nafngreindur í tilkynningunni en ljóst að um Jóhann Rúnar er að ræða. Áfallið er vafalítið mikið í hestaheiminum enda hefur Jóhann verið eitt helsta andlit íslenskrar hestamennsku um árabil. Segja má að hann hafi unnið allt sem hægt er að vinna í íþróttinni og sé einn besti knapi Íslandssögunnar. Árið 2019 varð hestafólk verulega ósátt að hann varð þrátt fyrir afrek sín á árinu ekki í efstu sætum í kjöri íþróttamanns ársins. Kynferðisbrotið átti sér stað árið 1993 samkvæmt upplýsingum Mannlífs sem hefur dóminn undir höndum. Var hann fundinn sekur um að hafa brotið á þrettán ára stúlku sem kom inn í verslun ásamt vinum sínum að skoða myndbandsspólur. Jóhann Rúnar var 24 ára á þessum tíma. Fram kemur í dómnum að eftir lokun verslunarinnar hafi hún farið með honum í bíl og þar hafi hann brotið á stúlkunni. Var Jóhann Rúnar dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot sitt. Óverjandi að dæmdir kynferðisbrotamenn séu fulltrúar Íslands Stjórn Landsambands hestamanna telur óverjandi að þeir sem hafi gerst sekir um og eða hlotið refsidóm fyrir alvarlegt kynferðisbrot séu í landsliðshópnum og komi fram sem fulltrúar LH fyrir Íslands hönd, hvort sem er hér á landi eða á erlendri grundu. „Er slíkt til þess fallið að skaða ímynd LH, landsins og hestaíþróttarinnar í heild, einnig er það andstætt þeim gildum sem LH stendur fyrir, en sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi.“ Minnt er á að LH sé sérsamband innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), en samkvæmt lögum ÍSÍ er óheimilt að velja einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma vegna kynferðisbrota til starfa innan íþróttahreyfingarinnar, gildir þetta bæði um þá einstaklinga sem starfa sem sjálfboðaliðar og launþegar. „Stjórn LH hefur m.a. litið til þessarar reglu við ákvörðun sína um að vísa landsliðsmanninum úr landsliðshópnum. Auk þess hefur verið litið til sambærilegar reglu sem samþykkt var á FEIF þingi 2019 og er að finna í viðauka 9 í lögum LH.“ Þá kemur fram að á vettvangi LH og ÍSÍ fari nú fram vinna við endurskoðun reglna og umgjarðar er varðar ofbeldis- og kynferðisbrot og hvaða skilyrði iðkendur þurfi að uppfylla sem keppa fyrir hönd sambandsins.
Hestar Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Hestaíþróttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira