„Betri heima en á parketinu í Safamýri“ Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2021 08:01 Þorgrímur Smári Ólafsson með dóttur þeirra Karenar Knútsdóttur sem vel gæti átt eftir að láta til sín taka í handboltanum þegar fram líða stundir. Stöð 2 „Á meðan hún stendur sig á parketinu eins og hún gerði í síðasta leik að þá er þetta þess virði. Þú þarft að vinna svolítið fyrir því að fá þessar pásur frá krakkanum,“ grínast Þorgrímur Smári Ólafsson sem er heimavinnandi húsfaðir á meðan að Karen Knútsdóttir blómstrar á toppi Olís-deildarinnar. Karen á ríkan þátt í góðu gengi Framara það sem af er leiktíð og það var létt yfir handboltaparinu þegar íþróttafréttakonan Svava Kristín Gretarsdóttir heimsótti það í síðustu viku. Engu að síður er staðan alvarleg hjá Þorgrími Smára sem glímir við meiðsli sem gætu bundið enda á feril hans. Klippa: Þorgrímur Smári óviss með framtíðina í handboltanum „Ég fékk ekki góða dóma hjá lækni. Örnólfur [Valdimarsson] skar mig upp og hann talar um að ég eigi að hætta í handbolta, og hætta í öllum hlaupum reyndar. „Þú mætir í liðskipti hjá mér í framtíðinni,“ segir hann, svo ég veit ekki hvernig ég á að taka því heldur,“ segir Þorgrímur og bætir við: „Ég myndi ekki endilega vera ósáttur yfir að þurfa að hætta núna. Þegar maður er orðinn 31 árs og lítur til baka þá er maður alveg sáttur þó að maður hafi aldrei unnið neitt, þannig lagað. Maður á fullt af góðum vinum og minningarnar úr klefanum og af vellinum eru það sem maður lítur til baka vegna og brosir yfir.“ „Meira púsluspil þegar hann byrjar að æfa“ Karen segir að það myndi vissulega flækja málin ef þau Þorgrímur myndu bæði geta sinnt handboltaíþróttinni af fullum krafti, nú þegar þau eiga litla stúlku saman. „Það er auðvitað gott að vera búin að hafa hann hérna heima og þetta verður meira púsluspil þegar hann byrjar að æfa líka. En ég set þá pressu á hann líka. Hann þarf að standa sig ef hann ætlar að fá að byrja að æfa aftur,“ segir Karen létt. „Toggi er að standa sig gífurlega vel í þessu verkefni og ég held að hann sé betri hérna heima en á parketinu í Safamýri. Ég ætla að hvetja hann til að vera áfram hérna,“ segir Karen sem með „hjálp“ frá kórónuveirufaraldrinum missti aðeins af þremur leikjum í barneignarleyfi sínu áður en hún sneri aftur til leiks í fyrra. Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fram Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Fleiri fréttir Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Sjá meira
Karen á ríkan þátt í góðu gengi Framara það sem af er leiktíð og það var létt yfir handboltaparinu þegar íþróttafréttakonan Svava Kristín Gretarsdóttir heimsótti það í síðustu viku. Engu að síður er staðan alvarleg hjá Þorgrími Smára sem glímir við meiðsli sem gætu bundið enda á feril hans. Klippa: Þorgrímur Smári óviss með framtíðina í handboltanum „Ég fékk ekki góða dóma hjá lækni. Örnólfur [Valdimarsson] skar mig upp og hann talar um að ég eigi að hætta í handbolta, og hætta í öllum hlaupum reyndar. „Þú mætir í liðskipti hjá mér í framtíðinni,“ segir hann, svo ég veit ekki hvernig ég á að taka því heldur,“ segir Þorgrímur og bætir við: „Ég myndi ekki endilega vera ósáttur yfir að þurfa að hætta núna. Þegar maður er orðinn 31 árs og lítur til baka þá er maður alveg sáttur þó að maður hafi aldrei unnið neitt, þannig lagað. Maður á fullt af góðum vinum og minningarnar úr klefanum og af vellinum eru það sem maður lítur til baka vegna og brosir yfir.“ „Meira púsluspil þegar hann byrjar að æfa“ Karen segir að það myndi vissulega flækja málin ef þau Þorgrímur myndu bæði geta sinnt handboltaíþróttinni af fullum krafti, nú þegar þau eiga litla stúlku saman. „Það er auðvitað gott að vera búin að hafa hann hérna heima og þetta verður meira púsluspil þegar hann byrjar að æfa líka. En ég set þá pressu á hann líka. Hann þarf að standa sig ef hann ætlar að fá að byrja að æfa aftur,“ segir Karen létt. „Toggi er að standa sig gífurlega vel í þessu verkefni og ég held að hann sé betri hérna heima en á parketinu í Safamýri. Ég ætla að hvetja hann til að vera áfram hérna,“ segir Karen sem með „hjálp“ frá kórónuveirufaraldrinum missti aðeins af þremur leikjum í barneignarleyfi sínu áður en hún sneri aftur til leiks í fyrra.
Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fram Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Fleiri fréttir Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Sjá meira