Ákall til stjórnvalda – bæta þarf ástandið á Bráðamóttöku Hópur sjúkraliða á bráðadeild Landspítala skrifar 1. nóvember 2021 08:01 Mikil umræða hefur verið um Bráðamóttökuna síðustu daga og vikur. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa ritað greinar, farið í viðtöl í fjölmiðlum og lýst ástandinu. Sjúkraliðar sem starfa á Bráðamóttökunni vilja gjarnan leggja sitt af mörkum í þessari umræðu. Sjúkraliðar sinna nærhjúkrun Starf sjúkraliða á Bráðamóttöku felst meðal annars í því að taka á móti sjúklingum, skrá upplýsingar, mæla blóðþrýsting, hita og fylgjast með líkamsástandi skjólstæðinga sem oft er óstöðugt. Sömuleiðis fellst starf sjúkraliða í að aðstoða einstaklinga við allar athafnir daglegs lífs, eins og að nærast og klæðast, og þegar fólk þarf aðstoð á salerni og viðhalda líkamlegu hreinlæti. Sjúkraliðar sinna svokallaðri „bedside“ hjúkrun, stundum má segja að þeir séu augu og eyru hjúkrunarfræðinga og lækna. Það eru því oft á tíðum þeir sem taka fyrst eftir þegar breytingar verða á líðan fólks sem þarf að bregðast strax við. Þá gegna sjúkraliðar mikilvægu hlutverki þegar greina á ástand einstaklingsins. Þeir aðstoða við rannsóknir, meðal annars með því að framkvæma ómskoðun á þvagblöðru, taka hjartalínurit, sinna sýnatökum og koma þeim í viðeigandi farveg til greiningar. Jafnframt eru sjúkraliðar í miklum samskiptum við skjólstæðinga og huga að andlegri líðan þeirra, og aðstandendum sem oft eru í miklu uppnámi, og þurfa upplýsingar og andlegan stuðning. Starf sjúkraliða er bæði gefandi og krefjandi en þegar álagið er viðvarandi mánuðum saman, og þegar þegar engin orka er eftir þegar heim er komið, er orðið tímabært að grípa til aðgerða. Það er ógn við lífsgæðum fólks þegar gengið er með þessum hætti á starfsorkuna. Þegar teknar eru margar aukavaktir vegna manneklu, þegar skrefateljarinn sýnir að þú gengur að minnsta kosti 8 til 10 kílómetra á vakt, og þegar þú finnur að enginn tími gafst til að nærast, þá hlýtur það á endanum að bjóða hættunni heim. Í slíku starfsumhverfi verða meiri líkur en minni að starfsfólk geri mistök. Óviðunandi aðstæður fyrir alla Það er ekki góð líðan þegar við sjúkraliðar stöndum frammi fyrir að hafa ekki komist yfir þau verkefni sem þurfti að sinna. Það er niðurlægjandi upplifun að geta ekki aðstoðað fólk á salerni þegar þess þarf vegna anna. Það er ekki mannsæmandi fyrir skjólstæðinga okkar að bíða eftir aðstoð á salerni en því miður er staðreyndin sú að oft þarf að forgangsraða verkefnum og þá er þetta útkoman sem enginn er sáttur við. Þetta eru átakanlegar aðstæður þegar vitað er að fólkið okkar þarf andlega hvatningu, en það gefst enginn tími til að veita hana, eða þegar bjóða þarf fólki að liggja á göngunum, fyrir allra augum í ástandi sem krefst hjúkrunar og sérstakrar nærgætni, og gangast undir rannsóknir þar sem fólk þarf að afklæðast fyrir allra augum til að framkvæma tilteknar mælingar. Við reynum vissulega að skýla fólki með skilrúmum en þau veita takmarkað skjól fyrir nekt og sannarlega heyrist allt sem sagt er. Við sjúkraliðar sinnum störfum okkar af alúð og búum að faglegri færni og þekkingu til að til að veita skjólstæðingum Bráðamóttökunnar góða og faglega þjónustu. Hins vegar þegar álagið er eins og hér er líst verður verklagið annað. Starfsumhverfið stuðlar þá ekki að því að sjúkraliði geti boðið upp á þá faglegu hjúkrunarþjónustu sem skjólstæðingurinn á rétt á samkvæmt lögum og þarfnast þegar hann stendur frammi fyrir áskorunum á erfiðustu tímum lífs síns. Þessar aðstæður sem okkur eru skapaðar á Bráðamóttökunni geta bæði haft alvarlegar afleiðingar fyrir skjólstæðinga og okkur sem vinnum í þessu umhverfi. Eitthvað þarf að gera til að breyta þessu ástandi á Bráðamóttökunni, bæði fyrir starfsmenn og skjólstæðinga hennar. Svona gengur þetta einfaldlega ekki lengur. Við skorum á stjórnvöld til að taka þessu ákalli heilbrigðisstétta alvarlega og breyta ástandinu í kerfinu sem er alls ekki mannsæmandi fyrir neinn. Ástandið er raunverulega hættulegt. Höfundar eru sjúkraliðar á Bráðamóttökunni í Fossvogi. Andrea Huld Joelsdóttir Anna Margrét Vestmann Þorbjarnardóttir Ásta Hrönn Wendel Guðmundsdóttir Daniela Ruiz Díana Mjöll Stefánsdóttir Elfa Maria Magnusdóttir Elva Björt Sigtryggsdóttir Guðrún Svava Þorsteinsdóttir Hrefna Líf Norðfjörð Ingibjörg Anna Björnsdóttir Ingibjörg Jónína Steindsdóttir Íris Ósk Davíðsdóttir Jenný Ágústa Abrahamsen Jóna Hjálmarsdóttir Júlía H. Gunnarsdóttir Katarzyna Chudzik Kristín Gyða Smáradóttir Margrét Lilja Pétursdóttir Matthildur Ósk Matthíasdóttir Neil Kenneth Ólafía Bergþórsdóttir Rakel Anna Knappett Sigrún Finnsdóttir Sigurbjörg H. Hafsteinsdóttir Þorsteinn Húni Hlynsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um Bráðamóttökuna síðustu daga og vikur. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa ritað greinar, farið í viðtöl í fjölmiðlum og lýst ástandinu. Sjúkraliðar sem starfa á Bráðamóttökunni vilja gjarnan leggja sitt af mörkum í þessari umræðu. Sjúkraliðar sinna nærhjúkrun Starf sjúkraliða á Bráðamóttöku felst meðal annars í því að taka á móti sjúklingum, skrá upplýsingar, mæla blóðþrýsting, hita og fylgjast með líkamsástandi skjólstæðinga sem oft er óstöðugt. Sömuleiðis fellst starf sjúkraliða í að aðstoða einstaklinga við allar athafnir daglegs lífs, eins og að nærast og klæðast, og þegar fólk þarf aðstoð á salerni og viðhalda líkamlegu hreinlæti. Sjúkraliðar sinna svokallaðri „bedside“ hjúkrun, stundum má segja að þeir séu augu og eyru hjúkrunarfræðinga og lækna. Það eru því oft á tíðum þeir sem taka fyrst eftir þegar breytingar verða á líðan fólks sem þarf að bregðast strax við. Þá gegna sjúkraliðar mikilvægu hlutverki þegar greina á ástand einstaklingsins. Þeir aðstoða við rannsóknir, meðal annars með því að framkvæma ómskoðun á þvagblöðru, taka hjartalínurit, sinna sýnatökum og koma þeim í viðeigandi farveg til greiningar. Jafnframt eru sjúkraliðar í miklum samskiptum við skjólstæðinga og huga að andlegri líðan þeirra, og aðstandendum sem oft eru í miklu uppnámi, og þurfa upplýsingar og andlegan stuðning. Starf sjúkraliða er bæði gefandi og krefjandi en þegar álagið er viðvarandi mánuðum saman, og þegar þegar engin orka er eftir þegar heim er komið, er orðið tímabært að grípa til aðgerða. Það er ógn við lífsgæðum fólks þegar gengið er með þessum hætti á starfsorkuna. Þegar teknar eru margar aukavaktir vegna manneklu, þegar skrefateljarinn sýnir að þú gengur að minnsta kosti 8 til 10 kílómetra á vakt, og þegar þú finnur að enginn tími gafst til að nærast, þá hlýtur það á endanum að bjóða hættunni heim. Í slíku starfsumhverfi verða meiri líkur en minni að starfsfólk geri mistök. Óviðunandi aðstæður fyrir alla Það er ekki góð líðan þegar við sjúkraliðar stöndum frammi fyrir að hafa ekki komist yfir þau verkefni sem þurfti að sinna. Það er niðurlægjandi upplifun að geta ekki aðstoðað fólk á salerni þegar þess þarf vegna anna. Það er ekki mannsæmandi fyrir skjólstæðinga okkar að bíða eftir aðstoð á salerni en því miður er staðreyndin sú að oft þarf að forgangsraða verkefnum og þá er þetta útkoman sem enginn er sáttur við. Þetta eru átakanlegar aðstæður þegar vitað er að fólkið okkar þarf andlega hvatningu, en það gefst enginn tími til að veita hana, eða þegar bjóða þarf fólki að liggja á göngunum, fyrir allra augum í ástandi sem krefst hjúkrunar og sérstakrar nærgætni, og gangast undir rannsóknir þar sem fólk þarf að afklæðast fyrir allra augum til að framkvæma tilteknar mælingar. Við reynum vissulega að skýla fólki með skilrúmum en þau veita takmarkað skjól fyrir nekt og sannarlega heyrist allt sem sagt er. Við sjúkraliðar sinnum störfum okkar af alúð og búum að faglegri færni og þekkingu til að til að veita skjólstæðingum Bráðamóttökunnar góða og faglega þjónustu. Hins vegar þegar álagið er eins og hér er líst verður verklagið annað. Starfsumhverfið stuðlar þá ekki að því að sjúkraliði geti boðið upp á þá faglegu hjúkrunarþjónustu sem skjólstæðingurinn á rétt á samkvæmt lögum og þarfnast þegar hann stendur frammi fyrir áskorunum á erfiðustu tímum lífs síns. Þessar aðstæður sem okkur eru skapaðar á Bráðamóttökunni geta bæði haft alvarlegar afleiðingar fyrir skjólstæðinga og okkur sem vinnum í þessu umhverfi. Eitthvað þarf að gera til að breyta þessu ástandi á Bráðamóttökunni, bæði fyrir starfsmenn og skjólstæðinga hennar. Svona gengur þetta einfaldlega ekki lengur. Við skorum á stjórnvöld til að taka þessu ákalli heilbrigðisstétta alvarlega og breyta ástandinu í kerfinu sem er alls ekki mannsæmandi fyrir neinn. Ástandið er raunverulega hættulegt. Höfundar eru sjúkraliðar á Bráðamóttökunni í Fossvogi. Andrea Huld Joelsdóttir Anna Margrét Vestmann Þorbjarnardóttir Ásta Hrönn Wendel Guðmundsdóttir Daniela Ruiz Díana Mjöll Stefánsdóttir Elfa Maria Magnusdóttir Elva Björt Sigtryggsdóttir Guðrún Svava Þorsteinsdóttir Hrefna Líf Norðfjörð Ingibjörg Anna Björnsdóttir Ingibjörg Jónína Steindsdóttir Íris Ósk Davíðsdóttir Jenný Ágústa Abrahamsen Jóna Hjálmarsdóttir Júlía H. Gunnarsdóttir Katarzyna Chudzik Kristín Gyða Smáradóttir Margrét Lilja Pétursdóttir Matthildur Ósk Matthíasdóttir Neil Kenneth Ólafía Bergþórsdóttir Rakel Anna Knappett Sigrún Finnsdóttir Sigurbjörg H. Hafsteinsdóttir Þorsteinn Húni Hlynsson
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar