Fótbolti

Ingibjörg söng Mariuh Carey lag til bikarsins inn í klefa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mariah Carey og íslensku bikarmeistararnir í Noregi, þær Ingibjörg Sigurðardóttir og Amanda Andradóttir.
Mariah Carey og íslensku bikarmeistararnir í Noregi, þær Ingibjörg Sigurðardóttir og Amanda Andradóttir. Samsett/Getty og @vifdamene

Ingibjörg Sigurðardóttir og félagar hennar í Vålerenga urðu í gær norskir bikarmeistarar annað árið í röð.

Kvennalið Vålerenga hafði aldrei unnið stóran titil áður en Ingibjörg kom til liðsins en hefur nú unnið þrjá af fjórum mögulegum undanfarin tvö tímabil.

Tvær íslenskar landsliðskonur eru í Vålerenga liðinu því auk Ingibjargar spilar einnig hin unga Amanda Andradóttir með liðinu. Þetta var fyrsti titill hinna átján ára gömlu Amöndu með Vålerenga.

Það var auðvitað gaman inn í klefa eftir leik og þar var Ingibjörg svo sannarlega í fararbroddi.

Vålerenga birti skemmtilegt myndband á miðlum sínum þar sem má sjá Ingibjörg með bikarinn á meðan hún og liðsfélagar hennar synga Mariuh Carey lag til bikarsins.

Það er bara fyrsti nóvember í dag og því enn október þegar stelpurnar tóku lagið en það var Mariuh Carey lagið sígilda „All I Want For Christmas Is You“.  Jólin komu nefnilega snemma hjá Vålerenga stelpunum í ár.

Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×