„Læknar eru að drukkna í klínískri vinnu og hafa ekki rými til vísindastarfs“ Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2021 10:00 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans, segist líða mjög illa með þá stöðu sem vísindastarf innan Landspítalans sé komin í. Hann hafi nánast öskrað sig hásan við það að vara við þróun sem nú hefur raungerst. Vísir/Vilhelm „Það vantar miklu meiri áherslu og kraft frá yfirstjórn Landspítalans að eitt af meginmarkmið spítalans sé virkilega að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð. Þá þarf náttúrulega reksturinn og annað að snúast um það að styrkja og hlúa að vísindunum. Þetta er grafalvarleg staða.“ Þetta segir Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans, um bága stöðu vísindastarfs á Landspítalanum. Stjórn Læknaráðs Landspítalans lýsti á dögunum yfir þungum áhyggjum af stöðunni, en spítalinn vermir nú botnsætið meðal norrænu háskólasjúkrahúsanna þegar kemur að tilvitnunum, en skipaði efsta sætið um aldamótin. Spítalinn sé nú kominn langt undir heimsmeðaltal. Vísindin fái áþreifanlegri stöðu innan skipurits LSH Björn Rúnar segir að prófessorar við spítalann hafi ítrekað bent á mikilvægi þess að vísindin fái meiri og áþreifanlegri stöðu innan skipuritsins og að læknadeild Háskóla Íslands þurfi að hafa meira að segja þegar kemur að æðsta stjórnunarlaginu á spítalanum. „Að hinn akademíski þáttur verður að vera skýrari og meiri kraftur settur í hann. Í gegnum árin hefur ekki vantað að fólk hafi haft metnað og vilja til að gera betur. Þannig var metnaðarfull og framsækin vísindastefna sett fram á spítalanum árið 2007. Þá var stefnt að tvöföldun í afköstum 2012 og að þá yrðu framlög til vísinda um þrjú prósent af heildarrekstrarkostnaði spítalans. Þá var þetta undir einu prósenti. Við erum ennþá undir einu prósenti. Fyrir um fimm árum voru sett ný markmið um að vera komin í þrjú prósent 2020. Nú er árið 2021 og við erum enn í 0,9 prósentum.“ Meira öryggi og meiri framþróun Björn Rúnar segir ljóst að það verði að margfalda framlögin til vísindastarfs á spítalanum. „Ef við berum okkur saman við önnur háskólasjúkrahús á Norðurlöndum þá er þetta frá því að vera sex til átta prósent í það minnsta og upp í átta til tólf prósent á Karolinska í Stokkhólmi, eftir því hvernig það er reiknað. Við stöndum því langt á eftir öðrum háskólasjúkrahúsum hvað þetta snertir.“ Hann segir að málið hafi verið sér og mörgum öðrum prófessorum mjög hugleikið í um áratug. Hann segir að fyrrverandi forstjóri hafi sett saman hóp sem hafi átt að snúa þessari þróun við. Því miður hafi hins vegar ekki komið mikið út úr þeirri vinnu. „Menn vita það að tilvist háskólasjúkrahúsa er gríðarlega mikilvæg fyrir þróun heilbrigðisþjónustunnar í hverju landi fyrir sig. Ekki bara þróunina heldur líka að tryggja öryggi. Það hefur verið mjög skýr lína milli þess að því meira sem spítalar afkasta í vísindum og kennslu því meira öryggi og meiri framþróun er á viðkomandi stofnun. Björn Rúnar segir að spítalinn og heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands þurfi að snúa sterkari bökum saman.Vísir/Vilhelm Þegar menn eru að bera saman háskólastofnanir og sjúkrahús um heiminn þá er þetta einn af grunnþáttum þess sem er metinn þegar verið er að reyna að „ranka“ þau og setja upp lista yfir bestu heilbrigðisstofnanir í heimi. Það flotta fyrir okkur var að við sameiningu sjúkrahúsanna í kringum árið 2000 þá vorum við eitt besta háskólasjúkrahúsið á Norðurlöndunum þegar verið var að taka mið af tilvitnanastuðlum og við vorum þá á topp hundrað listanum yfir bestu háskólasjúkrahús í heimi. Staða okkar í dag er sú að við komumst ekki einu sinni á topp 500 í heiminum á SCImago-listanum. Þar erum við í 644. sæti. Það er hræðilegt.“ Björn Rúnar segir að sömu sögu sé að segja af öðrum listum. Allt sé á sömu leið: Landspítalinn hefur hrapað niður lista. „Þetta eru svakalegar tölur. NordForsk gerði sömuleiðis óháða úttekt á spítalanum – sem Magnús Gottferðsson [prófessor og yfirlæknir í smitsjúkdómum] fjallaði um í nýlegri grein í Vísbendingu – og þar kemur fram að við förum úr því að vera í efsta sæti um síðustu aldamót, þegar kemur að tilvísunarstuðlum, í það að vera í langneðsta sæti þegar tímabilinu lauk 2011 til 2014.“ Læknar að drukkna í klínískri vinnu Björn Rúnar segir að það vanti miklu meiri áherslu og kraft frá yfirstjórninni að eitt af meginmarkmiðum spítalans sé að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð. „Þá þarf náttúrulega reksturinn og annað að snúast um það að styrkja það og hlúa að vísindunum. Það er margt mjög vel gert í vísindastarfi innan spítalans. Við höfum alveg mjög flott vísindafólk í öllum greinum sem eru að gera mjög flotta hluti. En við þurfum að hlúa miklu betur að þessu fólki og veita því betri kjör og aðstöðu til að stunda vísindi. Læknar eru að drukkna í klínískri vinnu og hafa ekki rými til vísindastarfs. Þeir fá hvorki tíma né pláss til að stunda vísindi. Þetta er grafalvarlegt.“ Björn Rúnar segir að það vanti miklu meiri áherslu og kraft frá yfirstjórninni að eitt af meginmarkmiðum spítalans sé að vera virkilega háskólasjúkrahús í fremstu röð.Vísir/Einar Björn Rúnar segir hluta af vandamálinu sömuleiðis vera að það þurfi fleiri stöður inn á sjúkrahúsið til að hægt sé að sinna vinnunni inni á deildum. „Þannig skapast meira svigrúm fyrir unga fólkið sem er oft prímusmótorinn í því að keyra vísindin áfram og eru þá í verkefnum hjá okkur sem eldri eru. Það vantar nú tilfinnanlega. Á spítalanum eru ekki nógu margar stöður fyrir unga fólkið, deildarlækna. Þeir ná varla að sinna klínísku vinnunni. Hvernig eiga þeir þá að getað stundað rannsóknir líka? Þetta er spurning um áherslu í fyrsta lagi og hitt, að stjórnvöld og yfirstjórn spítalans sýni það í verki að þetta skipti máli. Við erum á alvarlegum stað í dag og ég held að fólk átti sig ekki alveg á hversu alvarlegt þetta er. Hver króna sem varin er til vísindastarfa skilar sér margfalt, margfalt til baka, jafnvel í beinhörðum peningum en ekki síður í aukinni þekkingu og velferð.“ Kominn á botninn og getum spyrnt okkur upp Björn Rúnar segir að spítalinn og heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands þurfi að snúa sterkari bökum saman, um þetta markmið að styrkja heilbrigðisvísindi og halda þeim á þeim stalli sem öll vilji að vísindin séu á. „Ég er viss um að það sé ekki sá einasti maður sem vill ekki vísindunum vel. Velviljinn er hins vegar ekki nóg. Verkin þurfa að fylgja. Mér líður mjög illa með þetta, hef gert það í mörg ár. Ég er búinn að tala og nánast að öskra mig hásan við það að vara við þessari þróun sem nú hefur raungerst. En það góða við að komast á botninn er að þá er maður kominn með fast land undir fótinn og þá er hægt að spyrna sér upp aftur. Nú er tækifæri að bindast höndum saman að setja styrkari stoðir undir þetta og setja meira fjármagn inn og árangurstengja þetta. Að það fjármagn sem þeir fá skili árangri. Ég held að ef Háskóli Íslands og Landspítalinn snúi sterkt bökum saman, að byggja þetta upp, þá held ég að við gætum horft fram á bjarta framtíð.“ Landspítalinn Háskólar Skóla - og menntamál Vísindi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu vísindastarfs á Landspítala Stjórn Læknaráðs Landspítalans hefur lýst yfir þungum áhyggjum af bágri stöðu vísindastarfs á spítalanum, en hann vermir nú botnsætið meðal norrænu háskólasjúkrahúsanna þegar kemur að tilvitnunum og er kominn langt undir heimsmeðaltal. 29. október 2021 07:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Þetta segir Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans, um bága stöðu vísindastarfs á Landspítalanum. Stjórn Læknaráðs Landspítalans lýsti á dögunum yfir þungum áhyggjum af stöðunni, en spítalinn vermir nú botnsætið meðal norrænu háskólasjúkrahúsanna þegar kemur að tilvitnunum, en skipaði efsta sætið um aldamótin. Spítalinn sé nú kominn langt undir heimsmeðaltal. Vísindin fái áþreifanlegri stöðu innan skipurits LSH Björn Rúnar segir að prófessorar við spítalann hafi ítrekað bent á mikilvægi þess að vísindin fái meiri og áþreifanlegri stöðu innan skipuritsins og að læknadeild Háskóla Íslands þurfi að hafa meira að segja þegar kemur að æðsta stjórnunarlaginu á spítalanum. „Að hinn akademíski þáttur verður að vera skýrari og meiri kraftur settur í hann. Í gegnum árin hefur ekki vantað að fólk hafi haft metnað og vilja til að gera betur. Þannig var metnaðarfull og framsækin vísindastefna sett fram á spítalanum árið 2007. Þá var stefnt að tvöföldun í afköstum 2012 og að þá yrðu framlög til vísinda um þrjú prósent af heildarrekstrarkostnaði spítalans. Þá var þetta undir einu prósenti. Við erum ennþá undir einu prósenti. Fyrir um fimm árum voru sett ný markmið um að vera komin í þrjú prósent 2020. Nú er árið 2021 og við erum enn í 0,9 prósentum.“ Meira öryggi og meiri framþróun Björn Rúnar segir ljóst að það verði að margfalda framlögin til vísindastarfs á spítalanum. „Ef við berum okkur saman við önnur háskólasjúkrahús á Norðurlöndum þá er þetta frá því að vera sex til átta prósent í það minnsta og upp í átta til tólf prósent á Karolinska í Stokkhólmi, eftir því hvernig það er reiknað. Við stöndum því langt á eftir öðrum háskólasjúkrahúsum hvað þetta snertir.“ Hann segir að málið hafi verið sér og mörgum öðrum prófessorum mjög hugleikið í um áratug. Hann segir að fyrrverandi forstjóri hafi sett saman hóp sem hafi átt að snúa þessari þróun við. Því miður hafi hins vegar ekki komið mikið út úr þeirri vinnu. „Menn vita það að tilvist háskólasjúkrahúsa er gríðarlega mikilvæg fyrir þróun heilbrigðisþjónustunnar í hverju landi fyrir sig. Ekki bara þróunina heldur líka að tryggja öryggi. Það hefur verið mjög skýr lína milli þess að því meira sem spítalar afkasta í vísindum og kennslu því meira öryggi og meiri framþróun er á viðkomandi stofnun. Björn Rúnar segir að spítalinn og heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands þurfi að snúa sterkari bökum saman.Vísir/Vilhelm Þegar menn eru að bera saman háskólastofnanir og sjúkrahús um heiminn þá er þetta einn af grunnþáttum þess sem er metinn þegar verið er að reyna að „ranka“ þau og setja upp lista yfir bestu heilbrigðisstofnanir í heimi. Það flotta fyrir okkur var að við sameiningu sjúkrahúsanna í kringum árið 2000 þá vorum við eitt besta háskólasjúkrahúsið á Norðurlöndunum þegar verið var að taka mið af tilvitnanastuðlum og við vorum þá á topp hundrað listanum yfir bestu háskólasjúkrahús í heimi. Staða okkar í dag er sú að við komumst ekki einu sinni á topp 500 í heiminum á SCImago-listanum. Þar erum við í 644. sæti. Það er hræðilegt.“ Björn Rúnar segir að sömu sögu sé að segja af öðrum listum. Allt sé á sömu leið: Landspítalinn hefur hrapað niður lista. „Þetta eru svakalegar tölur. NordForsk gerði sömuleiðis óháða úttekt á spítalanum – sem Magnús Gottferðsson [prófessor og yfirlæknir í smitsjúkdómum] fjallaði um í nýlegri grein í Vísbendingu – og þar kemur fram að við förum úr því að vera í efsta sæti um síðustu aldamót, þegar kemur að tilvísunarstuðlum, í það að vera í langneðsta sæti þegar tímabilinu lauk 2011 til 2014.“ Læknar að drukkna í klínískri vinnu Björn Rúnar segir að það vanti miklu meiri áherslu og kraft frá yfirstjórninni að eitt af meginmarkmiðum spítalans sé að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð. „Þá þarf náttúrulega reksturinn og annað að snúast um það að styrkja það og hlúa að vísindunum. Það er margt mjög vel gert í vísindastarfi innan spítalans. Við höfum alveg mjög flott vísindafólk í öllum greinum sem eru að gera mjög flotta hluti. En við þurfum að hlúa miklu betur að þessu fólki og veita því betri kjör og aðstöðu til að stunda vísindi. Læknar eru að drukkna í klínískri vinnu og hafa ekki rými til vísindastarfs. Þeir fá hvorki tíma né pláss til að stunda vísindi. Þetta er grafalvarlegt.“ Björn Rúnar segir að það vanti miklu meiri áherslu og kraft frá yfirstjórninni að eitt af meginmarkmiðum spítalans sé að vera virkilega háskólasjúkrahús í fremstu röð.Vísir/Einar Björn Rúnar segir hluta af vandamálinu sömuleiðis vera að það þurfi fleiri stöður inn á sjúkrahúsið til að hægt sé að sinna vinnunni inni á deildum. „Þannig skapast meira svigrúm fyrir unga fólkið sem er oft prímusmótorinn í því að keyra vísindin áfram og eru þá í verkefnum hjá okkur sem eldri eru. Það vantar nú tilfinnanlega. Á spítalanum eru ekki nógu margar stöður fyrir unga fólkið, deildarlækna. Þeir ná varla að sinna klínísku vinnunni. Hvernig eiga þeir þá að getað stundað rannsóknir líka? Þetta er spurning um áherslu í fyrsta lagi og hitt, að stjórnvöld og yfirstjórn spítalans sýni það í verki að þetta skipti máli. Við erum á alvarlegum stað í dag og ég held að fólk átti sig ekki alveg á hversu alvarlegt þetta er. Hver króna sem varin er til vísindastarfa skilar sér margfalt, margfalt til baka, jafnvel í beinhörðum peningum en ekki síður í aukinni þekkingu og velferð.“ Kominn á botninn og getum spyrnt okkur upp Björn Rúnar segir að spítalinn og heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands þurfi að snúa sterkari bökum saman, um þetta markmið að styrkja heilbrigðisvísindi og halda þeim á þeim stalli sem öll vilji að vísindin séu á. „Ég er viss um að það sé ekki sá einasti maður sem vill ekki vísindunum vel. Velviljinn er hins vegar ekki nóg. Verkin þurfa að fylgja. Mér líður mjög illa með þetta, hef gert það í mörg ár. Ég er búinn að tala og nánast að öskra mig hásan við það að vara við þessari þróun sem nú hefur raungerst. En það góða við að komast á botninn er að þá er maður kominn með fast land undir fótinn og þá er hægt að spyrna sér upp aftur. Nú er tækifæri að bindast höndum saman að setja styrkari stoðir undir þetta og setja meira fjármagn inn og árangurstengja þetta. Að það fjármagn sem þeir fá skili árangri. Ég held að ef Háskóli Íslands og Landspítalinn snúi sterkt bökum saman, að byggja þetta upp, þá held ég að við gætum horft fram á bjarta framtíð.“
Landspítalinn Háskólar Skóla - og menntamál Vísindi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu vísindastarfs á Landspítala Stjórn Læknaráðs Landspítalans hefur lýst yfir þungum áhyggjum af bágri stöðu vísindastarfs á spítalanum, en hann vermir nú botnsætið meðal norrænu háskólasjúkrahúsanna þegar kemur að tilvitnunum og er kominn langt undir heimsmeðaltal. 29. október 2021 07:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu vísindastarfs á Landspítala Stjórn Læknaráðs Landspítalans hefur lýst yfir þungum áhyggjum af bágri stöðu vísindastarfs á spítalanum, en hann vermir nú botnsætið meðal norrænu háskólasjúkrahúsanna þegar kemur að tilvitnunum og er kominn langt undir heimsmeðaltal. 29. október 2021 07:45