Viðskipti innlent

Lilja kemur frá Lands­bankanum til Play

Atli Ísleifsson skrifar
Lilja Pálsdóttir.
Lilja Pálsdóttir. Play

Lilja Pálsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fjár- og áhættustýringar hjá Play.

Í tilkynningu frá félaginu segir að Lilja verði hluti af stjórnendateymi fjármálasviðs PLAY og muni bera ábyrgð á daglegum rekstri fjár- og áhættustýringar. 

„Hún mun leiða greiningu og mat á áhættuþáttum í starfsemi félagsins og taka þátt í mótun og framtíðarsýn sviðsins.

Hún kemur til PLAY frá Landsbankanum þar sem hún hefur starfað sem sérfræðingur í áhættustýringu frá 2018. Fyrir það var hún viðskiptastjóri lögaðila í eignastýringu bankans. Þar áður starfaði Lilja í gjaldeyris- og afleiðumiðlun hjá Arion banka, markaðsviðskiptum hjá Glitni og við innkaupastýringu og hrávöruvarnir hjá Skeljungi.

Ásamt því að vera með B.Sc og M.Sc gráður í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands þá er Lilja einnig með próf í verðbréfamiðlun og ACI,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×