Hvetja Guðmund til að segja sig úr stjórninni Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 19:44 Starfsfólk á skrifstofu Eflingar ályktaði um stjórnarhætti formannsins í sumar. Einn stjórnarmanna reyndi að fá upplýsingar um þá ályktun en aðrar stjórnarmenn hvetja hann nú til að segja af sér. Vísir/Vilhelm Meirihluti stjórnar stéttarfélagsins Eflingar hvetur Guðmund Baldursson til þess að segja sig úr stjórninni. Hann sakaði Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins, um leynimakk og að halda upplýsingum vanlíðan starfsfólks Eflingar frá stjórninni í dag. Sólveig Anna tilkynnti að hún ætlaði að segja af sér formennsku í Eflingu í Facebook-færslu seint í gærkvöldi. Sakaði hún starfsfólk á skrifstofu Eflingar um að hrekja sig úr embætti vegna þess að það dró ekki til baka gagnrýni á stjórnarhætti hennar frá því í sumar. Í ályktun starfsfólksins sem trúnaðarmenn lögðu fram frá því í júní var því meðal annars haldið fram að Sólveig Anna hefði haldið „aftökulista“. Hún sagði Guðmund Baldursson, einn stjórnarmanna Eflingar, hafa reynt að fá ályktun starfsfólksins afhentan og farið með málið í fjölmiðla. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar og bandamaður Sólveigar Önnu, sagðist ætla að fylgja henni frá félaginu. Guðmundur sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði Sólveigu Önnu hafa haldið lykilupplýsingum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan skrifstofufólksins. Hann hélt því fram að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar. Aðrir stjórnarmenn sendu frá sér yfirlýsingu nú í kvöld þar sem þeir hafna því að stjórnin hafi nokkru sinni fengið ályktun starfsfólksins frá trúnaðarmönnum. Stjórnin fjalli um mál sem séu lögð fyrir hana en einstakir stjórnarmenn eigi ekki að krefjast umfjöllunar um mál sem varða starfsmenn og gögn um þá sem þeir hafi ekki óskað eftir. „Slík vinnubrögð eru að okkar mati ekki eðlileg heldur ofríki,“ segir í yfirlýsingu meirihluta stjórnar Eflingar sem ellefu stjórnarmenn skrifa undir. Segja Guðmund hafa ófrægt sig áður Mótmæla stjórnarmennirnir ellefu því að Guðmundur hafi rætt opinberlega um mál félagsins og vísað í umræður á stjórnarfundum. Það segja þeir trúnaðarbrest við stjórn félagsins. Saka stjórnarmennirnir Guðmund um að hafa „ófrægt“ aðra stjórnarmenn á opinberum vettvangi áður með ásökunum um að þeir bæru ekki hag félagsmanna fyrir brjósti. Dregur stjórnarmeirihlutinn hollustu Guðmundar við Eflingu í efa í ljósi þess að hann hafi talað fyrir því að hagsmunum hópbifreiðastjóra væri betur borgið með stofnun eigin félagsins. „Við hvetjum Guðmund til að segja sig úr stjórn Eflingar og láta verða af hugmyndum sínum um stofnun nýs klofnings-stéttarfélags [sic],“ segir í yfirlýsingunni. Undir yfirlýsinguna skrifa þau Agnieszka Ewa Ziółkowska, Ólöf Helga Adolfsdóttir, Eva Ágústsdóttir, Daníel Örn Arnarsson, Felix Kofi Adjahoe, Innocentia Fiati, Kolbrún Valvesdóttir, Michael Bragi Whalley, Stefán E. Sigurðsson, Zsófía Sidlovits ogJóna Sveinsdóttir. Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks. 1. nóvember 2021 19:10 Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sólveig Anna tilkynnti að hún ætlaði að segja af sér formennsku í Eflingu í Facebook-færslu seint í gærkvöldi. Sakaði hún starfsfólk á skrifstofu Eflingar um að hrekja sig úr embætti vegna þess að það dró ekki til baka gagnrýni á stjórnarhætti hennar frá því í sumar. Í ályktun starfsfólksins sem trúnaðarmenn lögðu fram frá því í júní var því meðal annars haldið fram að Sólveig Anna hefði haldið „aftökulista“. Hún sagði Guðmund Baldursson, einn stjórnarmanna Eflingar, hafa reynt að fá ályktun starfsfólksins afhentan og farið með málið í fjölmiðla. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar og bandamaður Sólveigar Önnu, sagðist ætla að fylgja henni frá félaginu. Guðmundur sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði Sólveigu Önnu hafa haldið lykilupplýsingum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan skrifstofufólksins. Hann hélt því fram að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar. Aðrir stjórnarmenn sendu frá sér yfirlýsingu nú í kvöld þar sem þeir hafna því að stjórnin hafi nokkru sinni fengið ályktun starfsfólksins frá trúnaðarmönnum. Stjórnin fjalli um mál sem séu lögð fyrir hana en einstakir stjórnarmenn eigi ekki að krefjast umfjöllunar um mál sem varða starfsmenn og gögn um þá sem þeir hafi ekki óskað eftir. „Slík vinnubrögð eru að okkar mati ekki eðlileg heldur ofríki,“ segir í yfirlýsingu meirihluta stjórnar Eflingar sem ellefu stjórnarmenn skrifa undir. Segja Guðmund hafa ófrægt sig áður Mótmæla stjórnarmennirnir ellefu því að Guðmundur hafi rætt opinberlega um mál félagsins og vísað í umræður á stjórnarfundum. Það segja þeir trúnaðarbrest við stjórn félagsins. Saka stjórnarmennirnir Guðmund um að hafa „ófrægt“ aðra stjórnarmenn á opinberum vettvangi áður með ásökunum um að þeir bæru ekki hag félagsmanna fyrir brjósti. Dregur stjórnarmeirihlutinn hollustu Guðmundar við Eflingu í efa í ljósi þess að hann hafi talað fyrir því að hagsmunum hópbifreiðastjóra væri betur borgið með stofnun eigin félagsins. „Við hvetjum Guðmund til að segja sig úr stjórn Eflingar og láta verða af hugmyndum sínum um stofnun nýs klofnings-stéttarfélags [sic],“ segir í yfirlýsingunni. Undir yfirlýsinguna skrifa þau Agnieszka Ewa Ziółkowska, Ólöf Helga Adolfsdóttir, Eva Ágústsdóttir, Daníel Örn Arnarsson, Felix Kofi Adjahoe, Innocentia Fiati, Kolbrún Valvesdóttir, Michael Bragi Whalley, Stefán E. Sigurðsson, Zsófía Sidlovits ogJóna Sveinsdóttir.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks. 1. nóvember 2021 19:10 Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks. 1. nóvember 2021 19:10
Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31