Alfreð um erfiða tíma undanfarna mánuði: „Fyrir hausinn er þetta rosalega erfitt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2021 20:40 Alfreð í leik helgarinnar. Sebastian Widmann/Getty Images Alfreð Finnbogason sneri aftur í byrjunarlið Augsburg með látum um helgina. Hann ræddi endurkomuna við Ríkharð Óskar Guðnason sem og mögulega endurkomu í íslenska landsliðið. „Held að það sé hárrétt orð til að lýsa tilfinningunni. Þó að ég hefði ekki skorað hefði ég verið gríðarlega ánægður með sigurinn og vera í byrjunarliðinu en maður neitar því ekkert að sem sóknarmaður vill maður skora og langt síðan ég skoraði síðast. Langt síðan ég byrjaði inn á síðast þannig þetta var í rauninni hálfgerður draumadagur,“ sagði Alfreð aðspurður hvort það hefði ekki verið léttir að skora loksins. „Ég neita því ekkert að á svona erfiðum tímum og þegar þú færð svona slæmar fréttir eftir slæmar fréttir og kemst aldrei af stað þá koma neikvæðar hugsanir en kúnstin er að leyfa þeim að fara sem fyrst og reyna vera jákvæður, það er ekkert annað sem kemur til greina. Maður þarf að vinna vel í sínum hlutum því það er ekkert auðvelt að vera í ræktinni á hverjum degi að gera einhverjar hundleiðinlegar æfingar og allir liðsfélagarnir fara út að æfa.“ „Fyrir hausinn er þetta rosalega erfitt og því gerir það þetta enn skemmtilegra þegar maður kemur aftur og maður kann að meta það mikið meira að vera heill heilsu.“ Var að spila fyrstu 90 mínúturnar í deildinni frá því í nóvember 2019 „Vorum með bikarleik á miðvikudag þar sem ég átti að spila örlítið til að komast af stað. Ég kem inn í hálfleik og það endar í framlengingu svo það endaði í tæpum 80 mínútum. Planið var ekki að fara í 90 mínútur fjórum dögum seinna, planið var að spila 60-70 mínútur en svo komu upp önnur meiðsli og margir sem spiluðu 120 mínútur fyrr í vikunni sem þurftu að fara fyrr út af svo ég náði að kvelja mig í gegnum leikinn og það var mikil þreyta eftir leik, ég verð að viðurkenna það.“ „Ég hef 1-2 daga til að ná mér. Það verður ekkert auðveldara með aldrinum að ná sér eftir leiki en svo byrjum við að æfa aftur á miðvikudag og þá hefst undirbúningur fyrir næsta leik.“ Varðandi framhaldið „Eins og staðan er núna líður mér mjög vel. Ég er ekki með nein minniháttar meiðsli, oft á tíðum þegar ég hef verið að koma til baka hef ég ekki alveg verið 100 prósent, maður er þá með einhver smávægileg meiðsli ennþá.“ „Ég er bara með mjög gott teymi í kringum mig, er búinn að byggja upp ákveðnar hefðir og er í sambandi við góða aðila sem hjálpa mér í þessum efnum. Þrátt fyrir að það hafi gengið illa þá trúi ég að ég hafi verið að gera margt rétt þó ég hafi ekki verið að fá verðlaun fyrir það. Er í raun og veru bara að bæta ofan á það hér og þar, er nokkuð viss um að það muni borga sig til baka á næstu mánuðum og árum.“ Varðandi landsliðshópinn sem verður tilkynntur í vikunni „Ég ætla bara að leyfa landsliðsþjálfaranum að tilkynna hópinn. Ég hef ekki náð að tala við hann, er bara rétt að komast af stað. Eins og þú sagðir þá er langt síðan ég spilaði 90 mínútna leiki. Ég hef átt fín samtöl við þjálfarateymið síðan þeir tóku við, ég hef bara ekki verið heill þegar hóparnir eru valdir upp á síðkastið.“ „Mikilvægast fyrir mig er að byrja á grunninum, það er að standa mig með mínu liði. Leiðin í landsliðið er að standa sig með sínu liði. Það er ekki öfugt, að þú sért í landsliðinu bara út af einhverju sem þú gerðir fyrir þremur árum. Fyrir mig er mikilvægast að byrja á grunninum spila þrjá, fjóra eða fimm leiki í röð og fá tilfinninguna að maður sé fótboltamaður aftur.“ Alfreð Finnbogason í leik með íslenska landsliðinu.Getty/Laszlo Szirtesi „Ég held að ég muni örugglega ræða við þá í þessari viku. Held það sé bara faglegt að leyfa landsliðsþjálfaranum að tilkynna hvað fór fram í því samtali. Ég ætla ekki að vera segja neitt hérna áður en ég hef rætt við þá. Mér finnst það rétta boðleiðin, að ræða við þá og í kjölfarið mun landsliðsþjálfarinn tilkynna hvað er best að þessu sinni.“ „Ég get ekki breytt því sem er búið að gerast. Tek ákveðinn lærdóm úr því. Einn lærdómur er að taka góðar ákvarðanir, það er svona það sem kemur með reynslunni. Eina sem ég get gert er það sem ég hef alltaf gert, vera 100 prósent í þessu, lifa eins og fagmaður og þá er ég nokkuð viss um að það séu betri tímar framundan,“ sagði Alfreð Finnbogason að endingu. Klippa: Bjartsýnn Alfreð ræddi endurkomuna við Rikka G Fótbolti Þýski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Sjá meira
„Held að það sé hárrétt orð til að lýsa tilfinningunni. Þó að ég hefði ekki skorað hefði ég verið gríðarlega ánægður með sigurinn og vera í byrjunarliðinu en maður neitar því ekkert að sem sóknarmaður vill maður skora og langt síðan ég skoraði síðast. Langt síðan ég byrjaði inn á síðast þannig þetta var í rauninni hálfgerður draumadagur,“ sagði Alfreð aðspurður hvort það hefði ekki verið léttir að skora loksins. „Ég neita því ekkert að á svona erfiðum tímum og þegar þú færð svona slæmar fréttir eftir slæmar fréttir og kemst aldrei af stað þá koma neikvæðar hugsanir en kúnstin er að leyfa þeim að fara sem fyrst og reyna vera jákvæður, það er ekkert annað sem kemur til greina. Maður þarf að vinna vel í sínum hlutum því það er ekkert auðvelt að vera í ræktinni á hverjum degi að gera einhverjar hundleiðinlegar æfingar og allir liðsfélagarnir fara út að æfa.“ „Fyrir hausinn er þetta rosalega erfitt og því gerir það þetta enn skemmtilegra þegar maður kemur aftur og maður kann að meta það mikið meira að vera heill heilsu.“ Var að spila fyrstu 90 mínúturnar í deildinni frá því í nóvember 2019 „Vorum með bikarleik á miðvikudag þar sem ég átti að spila örlítið til að komast af stað. Ég kem inn í hálfleik og það endar í framlengingu svo það endaði í tæpum 80 mínútum. Planið var ekki að fara í 90 mínútur fjórum dögum seinna, planið var að spila 60-70 mínútur en svo komu upp önnur meiðsli og margir sem spiluðu 120 mínútur fyrr í vikunni sem þurftu að fara fyrr út af svo ég náði að kvelja mig í gegnum leikinn og það var mikil þreyta eftir leik, ég verð að viðurkenna það.“ „Ég hef 1-2 daga til að ná mér. Það verður ekkert auðveldara með aldrinum að ná sér eftir leiki en svo byrjum við að æfa aftur á miðvikudag og þá hefst undirbúningur fyrir næsta leik.“ Varðandi framhaldið „Eins og staðan er núna líður mér mjög vel. Ég er ekki með nein minniháttar meiðsli, oft á tíðum þegar ég hef verið að koma til baka hef ég ekki alveg verið 100 prósent, maður er þá með einhver smávægileg meiðsli ennþá.“ „Ég er bara með mjög gott teymi í kringum mig, er búinn að byggja upp ákveðnar hefðir og er í sambandi við góða aðila sem hjálpa mér í þessum efnum. Þrátt fyrir að það hafi gengið illa þá trúi ég að ég hafi verið að gera margt rétt þó ég hafi ekki verið að fá verðlaun fyrir það. Er í raun og veru bara að bæta ofan á það hér og þar, er nokkuð viss um að það muni borga sig til baka á næstu mánuðum og árum.“ Varðandi landsliðshópinn sem verður tilkynntur í vikunni „Ég ætla bara að leyfa landsliðsþjálfaranum að tilkynna hópinn. Ég hef ekki náð að tala við hann, er bara rétt að komast af stað. Eins og þú sagðir þá er langt síðan ég spilaði 90 mínútna leiki. Ég hef átt fín samtöl við þjálfarateymið síðan þeir tóku við, ég hef bara ekki verið heill þegar hóparnir eru valdir upp á síðkastið.“ „Mikilvægast fyrir mig er að byrja á grunninum, það er að standa mig með mínu liði. Leiðin í landsliðið er að standa sig með sínu liði. Það er ekki öfugt, að þú sért í landsliðinu bara út af einhverju sem þú gerðir fyrir þremur árum. Fyrir mig er mikilvægast að byrja á grunninum spila þrjá, fjóra eða fimm leiki í röð og fá tilfinninguna að maður sé fótboltamaður aftur.“ Alfreð Finnbogason í leik með íslenska landsliðinu.Getty/Laszlo Szirtesi „Ég held að ég muni örugglega ræða við þá í þessari viku. Held það sé bara faglegt að leyfa landsliðsþjálfaranum að tilkynna hvað fór fram í því samtali. Ég ætla ekki að vera segja neitt hérna áður en ég hef rætt við þá. Mér finnst það rétta boðleiðin, að ræða við þá og í kjölfarið mun landsliðsþjálfarinn tilkynna hvað er best að þessu sinni.“ „Ég get ekki breytt því sem er búið að gerast. Tek ákveðinn lærdóm úr því. Einn lærdómur er að taka góðar ákvarðanir, það er svona það sem kemur með reynslunni. Eina sem ég get gert er það sem ég hef alltaf gert, vera 100 prósent í þessu, lifa eins og fagmaður og þá er ég nokkuð viss um að það séu betri tímar framundan,“ sagði Alfreð Finnbogason að endingu. Klippa: Bjartsýnn Alfreð ræddi endurkomuna við Rikka G
Fótbolti Þýski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Sjá meira