Modi tilkynnti um kolefnishlutleysi Indlands árið 2070 Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 22:47 Modi, forsætisráðherra Indlands, á COP26-ráðstefnunni í Glasgow. Vísir/EPA Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti nokkuð óvænt um nýtt markmið þjóðar sinnar um kolefnishlutleysi fyrir árið 2070 á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow í dag. Eitt helsta markmið fundarins er að setja stefnuna á kolefnishlutleysi árið 2050 en ekki var búist við að Indverjar ætluðu að taka undir það. Indland er þriðji stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum um þessar mundir. Í aðdraganda ráðstefnunnar sem hófst í Glasgow í gær höfðu indverskir embættismenn talað um að þeir hefðu ekki hug á að taka þátt í markmiði um kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Mikilvægara væri að ákveða hvernig hægt væri að draga úr losun á næstu árum og áratugum. Modi tilkynnti um kolefnishlutleysismarkmið Indlands í blálok ávarps síns á ráðstefnunni í dag. Það sætti tíðindum því Indverjar hafa ekki áður sett sér markmið um að losun gróðurhúsalofttegunda verði nettó hlutlaus, eða að hún verði ekki umfram það magn kolefnis sem er bundið í landinu. Gangi markmið Indverja og annarra þjóða eftir verja Indverjar tuttugu árum á eftir Bandaríkjamönnum og Evrópubúum að ná kolefnishlutleysi og tíu árum á eftir Kínverjum. Þrátt fyrir að Indland sé um þessar stundir þriðji stærsti losandi heims hefur landið aðeins losað rúm þrjú prósent af öllum þeim gróðurhúsalofttegundum sem mannkynið hefur spúið út í andrúmsloft jarðar í gegnum tíðina og bera þannig tiltölulega litla ábyrgð á þeim loftslagsbreytingum sem nú eiga sér stað og eru fyrirsjáanlegar. Indverjar eru fleiri en milljarður talsins og er losun þar miðað við höfðatölu margfalt lægri en í þróaðri ríkjum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að árið 2019 hafi losun þar verið um 1,9 tonn af koltvísýringi á mann, borið saman við 15,5 tonn á hvern Bandaríkjamann og 12,5 tonn á hvern Rússa. Ætla að framleiða helming orkunnar á vistvænan hátt innan tíu ára Modi setti fram fleiri fyrirheit á COP26-ráðstefnunni. Sagði hann Indland stefna á að endurnýjanlegir orkugjafar framleiði helming alrlar orku í landinu fyrir árið 2030. Dregið verði úr losun um milljarð tonna fyrir þann tíma. Til þess að það náist þarf umbyltingu á orkukerfi Indlands en það framleiðir nú um helming af raforku sinni með því að brenna kolum, verstu uppsprettu gróðurhúsalofttegunda. COP26 Loftslagsmál Indland Tengdar fréttir Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49 COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Indland er þriðji stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum um þessar mundir. Í aðdraganda ráðstefnunnar sem hófst í Glasgow í gær höfðu indverskir embættismenn talað um að þeir hefðu ekki hug á að taka þátt í markmiði um kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Mikilvægara væri að ákveða hvernig hægt væri að draga úr losun á næstu árum og áratugum. Modi tilkynnti um kolefnishlutleysismarkmið Indlands í blálok ávarps síns á ráðstefnunni í dag. Það sætti tíðindum því Indverjar hafa ekki áður sett sér markmið um að losun gróðurhúsalofttegunda verði nettó hlutlaus, eða að hún verði ekki umfram það magn kolefnis sem er bundið í landinu. Gangi markmið Indverja og annarra þjóða eftir verja Indverjar tuttugu árum á eftir Bandaríkjamönnum og Evrópubúum að ná kolefnishlutleysi og tíu árum á eftir Kínverjum. Þrátt fyrir að Indland sé um þessar stundir þriðji stærsti losandi heims hefur landið aðeins losað rúm þrjú prósent af öllum þeim gróðurhúsalofttegundum sem mannkynið hefur spúið út í andrúmsloft jarðar í gegnum tíðina og bera þannig tiltölulega litla ábyrgð á þeim loftslagsbreytingum sem nú eiga sér stað og eru fyrirsjáanlegar. Indverjar eru fleiri en milljarður talsins og er losun þar miðað við höfðatölu margfalt lægri en í þróaðri ríkjum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að árið 2019 hafi losun þar verið um 1,9 tonn af koltvísýringi á mann, borið saman við 15,5 tonn á hvern Bandaríkjamann og 12,5 tonn á hvern Rússa. Ætla að framleiða helming orkunnar á vistvænan hátt innan tíu ára Modi setti fram fleiri fyrirheit á COP26-ráðstefnunni. Sagði hann Indland stefna á að endurnýjanlegir orkugjafar framleiði helming alrlar orku í landinu fyrir árið 2030. Dregið verði úr losun um milljarð tonna fyrir þann tíma. Til þess að það náist þarf umbyltingu á orkukerfi Indlands en það framleiðir nú um helming af raforku sinni með því að brenna kolum, verstu uppsprettu gróðurhúsalofttegunda.
COP26 Loftslagsmál Indland Tengdar fréttir Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49 COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49
COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19