180 nemendur úr Fellaskóla, Landakotsskóla, Langholtsskóla, Laugalækjarskóla, Norðlingaskóla Réttarholtsskóla og Ölduselsskóla tóku þátt.
Þau sýndu hæfileika sína á sviði sviðslista í frumsömdum atriðum sem þau hafa samið sérstaklega fyrir stóra sviðið í Borgarleikhúsinu vegna Skrekks.
Seinni undanúrslitakvöldin tvö fara fram næstu tvö kvöld og lokakeppnin sjálf þann 8. nóvember. Sýnt verður beint frá lokakvöldinu á RÚV líkt og venjan hefur verið síðustu ár.