Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að mennirnir hafi orðið uppvísir að því að stela úlpum úr verslun Bláa lónsins í síðustu viku og hafi öryggismyndavélar sýnt að þangað hafi þeir lagt leið sína nokkrum sinnum áður í sama tilgangi.
„Andvirði fatnaðarins sem stolið var hleypur á hundruðum þúsunda króna.
Lögreglan á Suðurnesjum handtók sex manns í kjölfarið. Rannsókn hennar leiddi í ljós að mikið magn meints þýfis fannst í fórum fólksins, að mestu fatnaður og ilmvötn. Um var að ræða dýra merkjavöru.
Mennirnir tveir voru í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 1. nóvember sem framlengt var í gær til 8. nóvember.
Ekki er unnt að veita frekari upplýsinga um málið að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni.