Rætt um peninga og raunverulegar aðgerðir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 18:08 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heilsar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, á loftslagsráðstefnunni í Glasgow. AP Forsætisráðherra segir jákvætt að umræðan á loftslagsráðstefnunni í Glasgow snúist að miklu leyti um peninga og raunverulegar aðgerðir. Íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir um sex hundruð milljarða króna í grænum lausnum á næstu níu árum. Katrín Jakobsdóttir fór yfir markmið Íslands í loftslagsmálum á COP26 í dag og í ávarpinu sagði hún ljóst að núverandi markmið allra ríkja dugi ekki til þess að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum - og þar með standa við markmið Parísarsáttmálans. Markmiðin þurfi að uppfæra. Þá kynnti hún nýjar og umhverfisvænar lausnir á Íslandi. „Ein og við erum að sjá á Hellisheiði þar sem verið er að nýta tækni og hugvit og dæla kolefni niður í jarðveginn; það verið að fanga kolefni úr andrúmsloftinu.“ Góðar fréttir fyrir verkefni á borð við einmitt það voru boðaðar í dag þegar þrettán íslenskir lífeyrissjóðir tilkynntu að þeir ætla að fjárfesta fyrir um 580 milljarða króna í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverfisvænum lausnum á næstu níu árum. Þetta er gríðarleg aukning frá því sem verið hefur og gæti hlutur grænna fjárfestinga margfaldast í eignasafni lífeyrissjóðanna. „Þetta er auðvitað eitt af því sem er mjög mikið til umræðu hér. Hvert peningarnir eru að fara. Því við höfum staðið frammi fyrir því töluvert lengi að það er í raun og veru meira fé sem er að renna til óendurnýjanlegra orkugjafa en endurnýjanlegra.“ Á ráðstefnunni í dag tilkynnti auðjöfurinn Jeff Bezos einnig um stóra fjárfestingu en hann ætlar að verja tveimur milljörðum Bandaríkjadala, eða um 250 milljörðum króna, í að græða landsvæði og styrkja umhverfisvæna matvælaframleiðslu. Aðspurð hvort umræður á ráðstefnunni séu líklegar til að skila árangri segir Katrín jákvætt að þær snúi meira en áður að raunverulegum aðgerðum. „Ef maður miðar við Parísarráðstefnuna er umræðan meira aðgerðamiðuð og það er meira verið að horfa til þess hverju aðgerðirnar skila. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn þar til annað kemur í ljós en ég skynja allavega mikinn og einbeittan vilja hjá mörgum til að ná árangri,“ segir Katrín. COP26 Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir fór yfir markmið Íslands í loftslagsmálum á COP26 í dag og í ávarpinu sagði hún ljóst að núverandi markmið allra ríkja dugi ekki til þess að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum - og þar með standa við markmið Parísarsáttmálans. Markmiðin þurfi að uppfæra. Þá kynnti hún nýjar og umhverfisvænar lausnir á Íslandi. „Ein og við erum að sjá á Hellisheiði þar sem verið er að nýta tækni og hugvit og dæla kolefni niður í jarðveginn; það verið að fanga kolefni úr andrúmsloftinu.“ Góðar fréttir fyrir verkefni á borð við einmitt það voru boðaðar í dag þegar þrettán íslenskir lífeyrissjóðir tilkynntu að þeir ætla að fjárfesta fyrir um 580 milljarða króna í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverfisvænum lausnum á næstu níu árum. Þetta er gríðarleg aukning frá því sem verið hefur og gæti hlutur grænna fjárfestinga margfaldast í eignasafni lífeyrissjóðanna. „Þetta er auðvitað eitt af því sem er mjög mikið til umræðu hér. Hvert peningarnir eru að fara. Því við höfum staðið frammi fyrir því töluvert lengi að það er í raun og veru meira fé sem er að renna til óendurnýjanlegra orkugjafa en endurnýjanlegra.“ Á ráðstefnunni í dag tilkynnti auðjöfurinn Jeff Bezos einnig um stóra fjárfestingu en hann ætlar að verja tveimur milljörðum Bandaríkjadala, eða um 250 milljörðum króna, í að græða landsvæði og styrkja umhverfisvæna matvælaframleiðslu. Aðspurð hvort umræður á ráðstefnunni séu líklegar til að skila árangri segir Katrín jákvætt að þær snúi meira en áður að raunverulegum aðgerðum. „Ef maður miðar við Parísarráðstefnuna er umræðan meira aðgerðamiðuð og það er meira verið að horfa til þess hverju aðgerðirnar skila. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn þar til annað kemur í ljós en ég skynja allavega mikinn og einbeittan vilja hjá mörgum til að ná árangri,“ segir Katrín.
COP26 Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira