Rætt um peninga og raunverulegar aðgerðir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 18:08 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heilsar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, á loftslagsráðstefnunni í Glasgow. AP Forsætisráðherra segir jákvætt að umræðan á loftslagsráðstefnunni í Glasgow snúist að miklu leyti um peninga og raunverulegar aðgerðir. Íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir um sex hundruð milljarða króna í grænum lausnum á næstu níu árum. Katrín Jakobsdóttir fór yfir markmið Íslands í loftslagsmálum á COP26 í dag og í ávarpinu sagði hún ljóst að núverandi markmið allra ríkja dugi ekki til þess að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum - og þar með standa við markmið Parísarsáttmálans. Markmiðin þurfi að uppfæra. Þá kynnti hún nýjar og umhverfisvænar lausnir á Íslandi. „Ein og við erum að sjá á Hellisheiði þar sem verið er að nýta tækni og hugvit og dæla kolefni niður í jarðveginn; það verið að fanga kolefni úr andrúmsloftinu.“ Góðar fréttir fyrir verkefni á borð við einmitt það voru boðaðar í dag þegar þrettán íslenskir lífeyrissjóðir tilkynntu að þeir ætla að fjárfesta fyrir um 580 milljarða króna í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverfisvænum lausnum á næstu níu árum. Þetta er gríðarleg aukning frá því sem verið hefur og gæti hlutur grænna fjárfestinga margfaldast í eignasafni lífeyrissjóðanna. „Þetta er auðvitað eitt af því sem er mjög mikið til umræðu hér. Hvert peningarnir eru að fara. Því við höfum staðið frammi fyrir því töluvert lengi að það er í raun og veru meira fé sem er að renna til óendurnýjanlegra orkugjafa en endurnýjanlegra.“ Á ráðstefnunni í dag tilkynnti auðjöfurinn Jeff Bezos einnig um stóra fjárfestingu en hann ætlar að verja tveimur milljörðum Bandaríkjadala, eða um 250 milljörðum króna, í að græða landsvæði og styrkja umhverfisvæna matvælaframleiðslu. Aðspurð hvort umræður á ráðstefnunni séu líklegar til að skila árangri segir Katrín jákvætt að þær snúi meira en áður að raunverulegum aðgerðum. „Ef maður miðar við Parísarráðstefnuna er umræðan meira aðgerðamiðuð og það er meira verið að horfa til þess hverju aðgerðirnar skila. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn þar til annað kemur í ljós en ég skynja allavega mikinn og einbeittan vilja hjá mörgum til að ná árangri,“ segir Katrín. COP26 Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir fór yfir markmið Íslands í loftslagsmálum á COP26 í dag og í ávarpinu sagði hún ljóst að núverandi markmið allra ríkja dugi ekki til þess að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum - og þar með standa við markmið Parísarsáttmálans. Markmiðin þurfi að uppfæra. Þá kynnti hún nýjar og umhverfisvænar lausnir á Íslandi. „Ein og við erum að sjá á Hellisheiði þar sem verið er að nýta tækni og hugvit og dæla kolefni niður í jarðveginn; það verið að fanga kolefni úr andrúmsloftinu.“ Góðar fréttir fyrir verkefni á borð við einmitt það voru boðaðar í dag þegar þrettán íslenskir lífeyrissjóðir tilkynntu að þeir ætla að fjárfesta fyrir um 580 milljarða króna í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverfisvænum lausnum á næstu níu árum. Þetta er gríðarleg aukning frá því sem verið hefur og gæti hlutur grænna fjárfestinga margfaldast í eignasafni lífeyrissjóðanna. „Þetta er auðvitað eitt af því sem er mjög mikið til umræðu hér. Hvert peningarnir eru að fara. Því við höfum staðið frammi fyrir því töluvert lengi að það er í raun og veru meira fé sem er að renna til óendurnýjanlegra orkugjafa en endurnýjanlegra.“ Á ráðstefnunni í dag tilkynnti auðjöfurinn Jeff Bezos einnig um stóra fjárfestingu en hann ætlar að verja tveimur milljörðum Bandaríkjadala, eða um 250 milljörðum króna, í að græða landsvæði og styrkja umhverfisvæna matvælaframleiðslu. Aðspurð hvort umræður á ráðstefnunni séu líklegar til að skila árangri segir Katrín jákvætt að þær snúi meira en áður að raunverulegum aðgerðum. „Ef maður miðar við Parísarráðstefnuna er umræðan meira aðgerðamiðuð og það er meira verið að horfa til þess hverju aðgerðirnar skila. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn þar til annað kemur í ljós en ég skynja allavega mikinn og einbeittan vilja hjá mörgum til að ná árangri,“ segir Katrín.
COP26 Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Sjá meira