Útlit fyrir að framkvæmdum á Suðurlandsvegi ljúki ári á undan áætlun Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2021 10:22 Þessi kafli Suðurlandsvegar var opnaður nýverið. Vísir/Magnús Hlynur Útlit er fyrir að framkvæmdir við Suðurlandsveg milli Hveragerðis og Selfoss muni ljúka um ári fyrir áætluð verklok. Mögulega verður hægt að opna fyrir umferð um nýja veginn næsta sumar eða haust. G Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að um þetta leyti sé verið að opna austasta kafla vegarins, þar sem beygt er upp á Þingvelli og Þrastarlund. „Síðan held ég að það séu mestar líkur á því að þetta verk einfaldlega klárist, þannig að það sé hægt að opna fyrir umferð næsta sumar eða haust. Það er þá ári á undan,“ sagði G. Pétur Frá framkvæmdum á Suðurlandsvegi eða nánar tiltekið undir Ingólfsfjalli.Vísir/Vilhelm Farið var yfir víðan völl í viðtalinu við G. Pétur. Til að mynda var talað um lokun Norðfjarðarganga, göng yfir höfuð og það að umferðin á þjóðveginum í október hafi verið sú mesta hingað til. Hlusta má á spjallið í spilaranum hér að neðan. Norðfjarðargöngum var lokað fyrr í vikunni eftir að steypa hrundi úr lofti ganganna. Göngin eru enn lokuð að mestu leyti en flutningabílum er hleypt í gegn í hollum reglulega en hægt er að keyra minni bílum í gegnum Oddskarðsgöngin. G. Pétur sagði að ekki ætti að hrynja úr göngum en í þessu tilviki sé laust berglag fyrir ofan göngin á þessu svæði. Vandamálið við Ísland og jarðgöng sé að jarðfræðilega séð sé landið mjög ungt. Þetta hafi þó ekki verið mikið sem hrundi og slíkt sé mjög sjaldgæft. Ölfus Hveragerði Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Norðfjarðargöngum lokað vegna hruns úr lofti Norðfjarðargöngum milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar var lokað í dag. Það var gert eftir að hrundi úr lofti ganganna. 1. nóvember 2021 14:06 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
G Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að um þetta leyti sé verið að opna austasta kafla vegarins, þar sem beygt er upp á Þingvelli og Þrastarlund. „Síðan held ég að það séu mestar líkur á því að þetta verk einfaldlega klárist, þannig að það sé hægt að opna fyrir umferð næsta sumar eða haust. Það er þá ári á undan,“ sagði G. Pétur Frá framkvæmdum á Suðurlandsvegi eða nánar tiltekið undir Ingólfsfjalli.Vísir/Vilhelm Farið var yfir víðan völl í viðtalinu við G. Pétur. Til að mynda var talað um lokun Norðfjarðarganga, göng yfir höfuð og það að umferðin á þjóðveginum í október hafi verið sú mesta hingað til. Hlusta má á spjallið í spilaranum hér að neðan. Norðfjarðargöngum var lokað fyrr í vikunni eftir að steypa hrundi úr lofti ganganna. Göngin eru enn lokuð að mestu leyti en flutningabílum er hleypt í gegn í hollum reglulega en hægt er að keyra minni bílum í gegnum Oddskarðsgöngin. G. Pétur sagði að ekki ætti að hrynja úr göngum en í þessu tilviki sé laust berglag fyrir ofan göngin á þessu svæði. Vandamálið við Ísland og jarðgöng sé að jarðfræðilega séð sé landið mjög ungt. Þetta hafi þó ekki verið mikið sem hrundi og slíkt sé mjög sjaldgæft.
Ölfus Hveragerði Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Norðfjarðargöngum lokað vegna hruns úr lofti Norðfjarðargöngum milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar var lokað í dag. Það var gert eftir að hrundi úr lofti ganganna. 1. nóvember 2021 14:06 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Norðfjarðargöngum lokað vegna hruns úr lofti Norðfjarðargöngum milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar var lokað í dag. Það var gert eftir að hrundi úr lofti ganganna. 1. nóvember 2021 14:06
Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46