Bræða hraun fyrir opnum tjöldum á nýrri sýningu í Reykjavík Eiður Þór Árnason skrifar 3. nóvember 2021 14:14 Sýningin í Vík í Mýrdal er mikið sjónarspil. Aðsend Þremur árum eftir að Icelandic Lava Show opnaði fyrstu lifandi hraunsýningu heims í Vík í Mýrdal hefur stefnan verið tekin á Reykjavík. Félagið hefur undirritað samkomulag við EB Invest ehf. sem kemur inn í eigendahóp félagsins með fjármagn til að standa straum af opnun á nýrri sýningu. Fram kemur í tilkynningu að stefnt sé á að opna hana á Granda í Reykjavík næsta sumar og kemur hún til viðbótar við sýninguna sem fyrir er. „Ég fór á sýningu Icelandic Lava Show síðastliðið vor og var uppnuminn að henni lokinni. Í marga daga á eftir leitaði hugurinn aftur til hennar og ég sá ótal tækifæri í stöðunni,“ segir Birgir Örn Birgisson, sem fer fyrir EB Invest. „Þegar viðræður hófust við stofnendur og eigendur Icelandic Lava Show var ljóst að við deildum sömu framtíðarsýn og hópurinn er afar samstilltur. Við ætlum okkur stóra hluti í framtíðinni bæði hér heima og erlendis,“ bætir hann við. Náðst hefur samkomulag um aðkomu nýrra fjárfesta að félaginu til að fjármagna frekari vöxt og uppbyggingu þess.Aðsend Aðrar áherslur í Reykjavík Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnendur Icelandic Lava Show, segja að sýningarnar í Vík og Reykjavík muni styðja vel við bakið á hvor annarri. Í Vík sé áherslan að miklu leyti á Kötlu, eina hættulegustu eldstöð heims, og hvernig það sé fyrir íbúa svæðisins að búa við þá stöðugu ógn. „Í Reykjavík verður megináherslan auðvitað líka á rauðglóandi hraunið en þar munum við nálgast viðfangsefnið meira út frá Íslandi í heild sinni og hvaða hættur leynast hérna á höfuðborgarsvæðinu. Handritsvinnan er langt komin og við getum lofað magnaðri upplifun,“ segir Ragnhildur í tilkynningu. Starfsemi Icelandic Lava Show felst í að endurskapa aðstæður eldgoss með því að bræða alvöru hraun upp í 1100°C og hella því inn í sýningarsal fullan af fólki. Heimsfaraldurinn reyndist áskorun fyrir ferðaþjónustufyrirtækið en að sögn stjórnenda hefur gengið vel að vinna úr þeim aðstæðum og staða félagsins aldrei verið sterkari. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Félagið hefur undirritað samkomulag við EB Invest ehf. sem kemur inn í eigendahóp félagsins með fjármagn til að standa straum af opnun á nýrri sýningu. Fram kemur í tilkynningu að stefnt sé á að opna hana á Granda í Reykjavík næsta sumar og kemur hún til viðbótar við sýninguna sem fyrir er. „Ég fór á sýningu Icelandic Lava Show síðastliðið vor og var uppnuminn að henni lokinni. Í marga daga á eftir leitaði hugurinn aftur til hennar og ég sá ótal tækifæri í stöðunni,“ segir Birgir Örn Birgisson, sem fer fyrir EB Invest. „Þegar viðræður hófust við stofnendur og eigendur Icelandic Lava Show var ljóst að við deildum sömu framtíðarsýn og hópurinn er afar samstilltur. Við ætlum okkur stóra hluti í framtíðinni bæði hér heima og erlendis,“ bætir hann við. Náðst hefur samkomulag um aðkomu nýrra fjárfesta að félaginu til að fjármagna frekari vöxt og uppbyggingu þess.Aðsend Aðrar áherslur í Reykjavík Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnendur Icelandic Lava Show, segja að sýningarnar í Vík og Reykjavík muni styðja vel við bakið á hvor annarri. Í Vík sé áherslan að miklu leyti á Kötlu, eina hættulegustu eldstöð heims, og hvernig það sé fyrir íbúa svæðisins að búa við þá stöðugu ógn. „Í Reykjavík verður megináherslan auðvitað líka á rauðglóandi hraunið en þar munum við nálgast viðfangsefnið meira út frá Íslandi í heild sinni og hvaða hættur leynast hérna á höfuðborgarsvæðinu. Handritsvinnan er langt komin og við getum lofað magnaðri upplifun,“ segir Ragnhildur í tilkynningu. Starfsemi Icelandic Lava Show felst í að endurskapa aðstæður eldgoss með því að bræða alvöru hraun upp í 1100°C og hella því inn í sýningarsal fullan af fólki. Heimsfaraldurinn reyndist áskorun fyrir ferðaþjónustufyrirtækið en að sögn stjórnenda hefur gengið vel að vinna úr þeim aðstæðum og staða félagsins aldrei verið sterkari.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira