Árangur Repúblikana skekur Demókrataflokkinn Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2021 14:12 Glenn Youngkin, verðandi ríkisstjóri Virginíu. AP/Andrew Harnik Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra. Repúblikaninn Glenn Youngkin vann kosningarnar í Virginíu í gær. Íbúar úthverfa ríkisins, sem kusu flestir Demókratann Joe Biden í síðustu forsetakosningum greiddu nú atkvæði til frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Youngkin varði kosningabaráttunni sinni í að forðast umdeildustu málefni Repúblikana. Má þar nefna ósannar ásakanir um kosningasvik og fleira sem snýr að Donald Trump. Á sama tíma þurfti hann stuðning Trumps og Trump-liða til að vinna kosningarnar. Það virðist hafa heppnast vel hjá Youngkin. Í einu kjördæmi sem Trump tapaði með 25 prósentustigum, tapaði Youngkin með tíu en þetta er greinilegt dæmi um þróun sem virðist hafa átt sér stað víðsvegar í Virginíu. Repúblikanar höfðu tapað miklum stuðningi frá Bandarískum konum en Yongkin stóð sig þó vel meðal þeirra. Samkvæmt frétt Politico þykja úrslitin í Virginíu til marks um að Yongkin hafi sannað að Repúblikani gæti náð aftur fylgi kjósenda sem höfðu hafnað Trump. Hér að neðan má sjá blaðamann NBC News fara yfir hvernig hvíta konur greiddu atkvæði í kosningunum í gær, samanborið við forsetakosningarnar í fyrra. Digging a little deeper on this WHITE WOMEN COLLEGE GRADSVA 2020: 58% Biden, 41% TrumpVA 2021: 62% McAuliffe, 38% YoungkinWHITE WOMEN NON-COLLEGEVA 2020: 56% Trump, 44% BidenVA 2021: 75% Youngkin, 25% McAuliffe(via @NBCNews Exit Polls)— Sahil Kapur (@sahilkapur) November 3, 2021 Undanfarin ár hafa Demókratar verið með yfirhöndina í Virginíu en Repúblikanar virðast einnig hafa náð tökum á ríkisþingi Virginíu. Formleg úrslit liggja ekki fyrir þar enn, samkvæmt frétt Washington Post. Demókratar óttast að kosningarnar í gær gefi vísbendingar um það hvernig þingkosningarnar á næsta ári muni fara fram. Það er að Demókratar eigi undir högg að sækja og geti tapað naumum meirihluta þeirra á báðum deildum Bandaríkjaþings. Í greiningu AP fréttaveitunnar segir þó að það gæti reynst Repúblikönum erfitt að leika sama leikinn tvisvar. Velgengni Youngkin hafi að miklu leyti byggst á því sem áður hefur verið nefnt, að forðast Trump en á sama tíma friða stuðningsmenn hans innan Repúblikanaflokksins. Trump sjálfur hafi fylgt því eftir og haldið að sér höndum í bæði Virginíu og New Jersey, þar sem Repúblikanar bættu í sig veðrið en náðu ekki ríkisstjóraembættinu. Þannig hafi Repúblikönum í ríkjunum tveimur tekist að fá aftur til sín kjósendur sem eru andvígir Trump. AP segir að hvort Repúblikönum takist að leika sama leik á næsta ári velti að miklu leyti á því að Trump sé tilbúinn til að hafa hægt um sig, jafnvel þó hann segist enn vera að íhuga annað forsetaframboð 2024. Það sé verulega ólíklegt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Repúblikaninn Glenn Youngkin vann kosningarnar í Virginíu í gær. Íbúar úthverfa ríkisins, sem kusu flestir Demókratann Joe Biden í síðustu forsetakosningum greiddu nú atkvæði til frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Youngkin varði kosningabaráttunni sinni í að forðast umdeildustu málefni Repúblikana. Má þar nefna ósannar ásakanir um kosningasvik og fleira sem snýr að Donald Trump. Á sama tíma þurfti hann stuðning Trumps og Trump-liða til að vinna kosningarnar. Það virðist hafa heppnast vel hjá Youngkin. Í einu kjördæmi sem Trump tapaði með 25 prósentustigum, tapaði Youngkin með tíu en þetta er greinilegt dæmi um þróun sem virðist hafa átt sér stað víðsvegar í Virginíu. Repúblikanar höfðu tapað miklum stuðningi frá Bandarískum konum en Yongkin stóð sig þó vel meðal þeirra. Samkvæmt frétt Politico þykja úrslitin í Virginíu til marks um að Yongkin hafi sannað að Repúblikani gæti náð aftur fylgi kjósenda sem höfðu hafnað Trump. Hér að neðan má sjá blaðamann NBC News fara yfir hvernig hvíta konur greiddu atkvæði í kosningunum í gær, samanborið við forsetakosningarnar í fyrra. Digging a little deeper on this WHITE WOMEN COLLEGE GRADSVA 2020: 58% Biden, 41% TrumpVA 2021: 62% McAuliffe, 38% YoungkinWHITE WOMEN NON-COLLEGEVA 2020: 56% Trump, 44% BidenVA 2021: 75% Youngkin, 25% McAuliffe(via @NBCNews Exit Polls)— Sahil Kapur (@sahilkapur) November 3, 2021 Undanfarin ár hafa Demókratar verið með yfirhöndina í Virginíu en Repúblikanar virðast einnig hafa náð tökum á ríkisþingi Virginíu. Formleg úrslit liggja ekki fyrir þar enn, samkvæmt frétt Washington Post. Demókratar óttast að kosningarnar í gær gefi vísbendingar um það hvernig þingkosningarnar á næsta ári muni fara fram. Það er að Demókratar eigi undir högg að sækja og geti tapað naumum meirihluta þeirra á báðum deildum Bandaríkjaþings. Í greiningu AP fréttaveitunnar segir þó að það gæti reynst Repúblikönum erfitt að leika sama leikinn tvisvar. Velgengni Youngkin hafi að miklu leyti byggst á því sem áður hefur verið nefnt, að forðast Trump en á sama tíma friða stuðningsmenn hans innan Repúblikanaflokksins. Trump sjálfur hafi fylgt því eftir og haldið að sér höndum í bæði Virginíu og New Jersey, þar sem Repúblikanar bættu í sig veðrið en náðu ekki ríkisstjóraembættinu. Þannig hafi Repúblikönum í ríkjunum tveimur tekist að fá aftur til sín kjósendur sem eru andvígir Trump. AP segir að hvort Repúblikönum takist að leika sama leik á næsta ári velti að miklu leyti á því að Trump sé tilbúinn til að hafa hægt um sig, jafnvel þó hann segist enn vera að íhuga annað forsetaframboð 2024. Það sé verulega ólíklegt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira