Sjúkrahúsið á Akureyri komið á hættustig Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 16:57 Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fært af óvissustigi og á hættustig eftir að einn lagðist inn á gjörgæslu smitaður af Covid-19. Sá er í öndunarvél. Vísir/Tryggvi Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fært af óvissustigi og upp á hættustig. Covid-sjúklingur liggur nú inni á gjörgæslu í öndunarvél vegna veikinnar. Mikið álag er á sjúkrahúsinu en enn hefur innlögn sjúklingsins ekki haft áhrif á aðra starfsemi spítalans. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri, segir í samtali við fréttastofu að dagurinn hafi farið í að kalla til viðbótarstarfsfólk til að sinna innlögnum og að manna bakvaktir næstu daga. „Þetta hefur ekki haft áhrif á aðra starfsemi. Við höfum þurft að kalla til viðbótarstarfsfólk til að sinna innlögnum, það er samkvæmt okkar viðbragðsáætlun. Samkvæmt áætluninni mun viðbragðsstjórnin einnig funda daglega og við förum að undirbúa hvað þurfi að grea þurfi fleiri að leggjast inn,“ segir Sigurður en RÚV greindi fyrst frá. Eins og staðan er núna er sá sem liggur á gjörgæslu eini sjúklingurinn á sjúkrahúsinu sem smitaður er af Covid. Þó eru viðbúin rými á spítalanum þurfi fleiri að leggjast inn. „Við höfum haft tilbúin rými fyrir það ef við þurfum á að halda. Þá erum við einnig að huga að því að manna bakvaktir og vaktir fyrir þetta á næstu dögum á meðan þetta geisar áfram.“ Hann segir mikið álag hafa verið á spítalanum og starfsfólki þess. Mikið hafi safnast upp undanfarin tvö ár vegna faraldursins. „Já, það hefur verð mikið að gera. Bæði ákveðið uppsafnað eftir að við höfum verið að fókusera mest á Covid. Á síðustu tveimur árum höfum við þurft að fresta valkvæðum aðgerðum sem hafa verið að koma til okkar undanfarið. Það virðist vera að fólk hafi ekki verið í sama mæli að leita sér læknisaðstoðar á meðan þetta ástand var,“ segir Sigurður. Hann vonast til að þetta muni ekki hafa frekari áhrif á aðra starfsemi spítalans. „Eins og er erum við að reyna að komast hjá því og vinna þetta án þess. En það fer eftir því hvað þetta verður umfangsmikið hjá okkur á næstu dögum og vikum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 3. nóvember 2021 11:22 Ungbarn liggur á Landspítala með Covid-19 Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19, þar af eitt ungbarn. Þar af eru átta sjúklingar óbólusettir. 3. nóvember 2021 10:57 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri, segir í samtali við fréttastofu að dagurinn hafi farið í að kalla til viðbótarstarfsfólk til að sinna innlögnum og að manna bakvaktir næstu daga. „Þetta hefur ekki haft áhrif á aðra starfsemi. Við höfum þurft að kalla til viðbótarstarfsfólk til að sinna innlögnum, það er samkvæmt okkar viðbragðsáætlun. Samkvæmt áætluninni mun viðbragðsstjórnin einnig funda daglega og við förum að undirbúa hvað þurfi að grea þurfi fleiri að leggjast inn,“ segir Sigurður en RÚV greindi fyrst frá. Eins og staðan er núna er sá sem liggur á gjörgæslu eini sjúklingurinn á sjúkrahúsinu sem smitaður er af Covid. Þó eru viðbúin rými á spítalanum þurfi fleiri að leggjast inn. „Við höfum haft tilbúin rými fyrir það ef við þurfum á að halda. Þá erum við einnig að huga að því að manna bakvaktir og vaktir fyrir þetta á næstu dögum á meðan þetta geisar áfram.“ Hann segir mikið álag hafa verið á spítalanum og starfsfólki þess. Mikið hafi safnast upp undanfarin tvö ár vegna faraldursins. „Já, það hefur verð mikið að gera. Bæði ákveðið uppsafnað eftir að við höfum verið að fókusera mest á Covid. Á síðustu tveimur árum höfum við þurft að fresta valkvæðum aðgerðum sem hafa verið að koma til okkar undanfarið. Það virðist vera að fólk hafi ekki verið í sama mæli að leita sér læknisaðstoðar á meðan þetta ástand var,“ segir Sigurður. Hann vonast til að þetta muni ekki hafa frekari áhrif á aðra starfsemi spítalans. „Eins og er erum við að reyna að komast hjá því og vinna þetta án þess. En það fer eftir því hvað þetta verður umfangsmikið hjá okkur á næstu dögum og vikum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 3. nóvember 2021 11:22 Ungbarn liggur á Landspítala með Covid-19 Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19, þar af eitt ungbarn. Þar af eru átta sjúklingar óbólusettir. 3. nóvember 2021 10:57 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48
91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 3. nóvember 2021 11:22
Ungbarn liggur á Landspítala með Covid-19 Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19, þar af eitt ungbarn. Þar af eru átta sjúklingar óbólusettir. 3. nóvember 2021 10:57