Búa sig undir að setja maskínuna aftur í gang Kjartan Kjartansson og Heimir Már Pétursson skrifa 3. nóvember 2021 18:56 Frá bólusetningu gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll. Hún verður mögulega aftur vettvangur fjöldabólusetninga þegar byrjað verður að gefa örvunarskammta um miðjan nóvember. Vísir/Vilhelm Til skoðunar er að byrja að gefa stórum hópi fólks með undirliggjandi sjúkdóma örvunarskammt af bóluefni gegn kórónuveirunni næsta mánuðinn. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir örvunarskammt bæta ónæmi gegn veirunni umtalsvert. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, viðraði hugmyndir um að bráðlega yrði öllum Íslendingum boðin örvunarbólusetning með bóluefni Pfizer í pistli sem hann birti í dag. Slíkur skammtur yrði gefinn að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. Þegar er byrjað að gefa þriðja skammt bóluefnis sjötugu fólki og eldra. Næst er stefnt á að gefa fólki eldra en sextugu og framlínustarfsfólki í heilbrigðisgeiranum, lögreglu og sjúkraflutningafólki örvunarskammt. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði að á næstunni verði sex mánuðir liðnir frá því að stór hópur fólks með undirliggjandi sjúkdóma var bólusettur í vor. Til skoðunar væri því að hefja aftur fjöldabólusetningu líkt og fyrr á þessu ári í Laugardalshöll í Reykjavík, dagana 15. nóvember til 15. desember. Viðræður væru í gangi við forsvarsmenn Laugardalshallar um fyrirkomulagið. „Við erum svona að búa okkur undir það að setja maskínuna í gang aftur,“ sagði Ragnheiður Ósk í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nýjar rannsóknir bendi til þess að mótefnasvar eftir þriðja skammt bóluefnis sé allt að sjö til tíu sinnum betra en eftir tvo skammta. Því væri full ástæða til þess að setja aftur kraft í bólusetningar og ná þeirri bylgju sem nú er í gangi niður. Eftir áramót gæti öllum sem það kjósa verið boðið að fá örvunarskammt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, viðraði hugmyndir um að bráðlega yrði öllum Íslendingum boðin örvunarbólusetning með bóluefni Pfizer í pistli sem hann birti í dag. Slíkur skammtur yrði gefinn að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. Þegar er byrjað að gefa þriðja skammt bóluefnis sjötugu fólki og eldra. Næst er stefnt á að gefa fólki eldra en sextugu og framlínustarfsfólki í heilbrigðisgeiranum, lögreglu og sjúkraflutningafólki örvunarskammt. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði að á næstunni verði sex mánuðir liðnir frá því að stór hópur fólks með undirliggjandi sjúkdóma var bólusettur í vor. Til skoðunar væri því að hefja aftur fjöldabólusetningu líkt og fyrr á þessu ári í Laugardalshöll í Reykjavík, dagana 15. nóvember til 15. desember. Viðræður væru í gangi við forsvarsmenn Laugardalshallar um fyrirkomulagið. „Við erum svona að búa okkur undir það að setja maskínuna í gang aftur,“ sagði Ragnheiður Ósk í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nýjar rannsóknir bendi til þess að mótefnasvar eftir þriðja skammt bóluefnis sé allt að sjö til tíu sinnum betra en eftir tvo skammta. Því væri full ástæða til þess að setja aftur kraft í bólusetningar og ná þeirri bylgju sem nú er í gangi niður. Eftir áramót gæti öllum sem það kjósa verið boðið að fá örvunarskammt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48