Demókratinn hélt velli í New Jersey Þorgils Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 23:42 Phil Murphy var naumlega endurkjörinn ríkisstjóri New Jersey. Mark Makela/Getty Images Demókratinn Philip Murphy mun sitja annað tímabil sem ríkisstjóri í New Jersey, en hann sigraði repúblikanann Jack Ciattarelli afar naumlega. Kosningarnar fóru fram í gær, en svo mjótt var á munum að hann var ekki lýstur sigurvegari fyrr en í kvöld, þegar um 90% atkvæða höfðu verið talin. Þá munaði tæpum 20.000 atkvæðum milli frambjóðendanna, eða um 0,8%. Demókratar geta því andað léttar, en flokksbróðir hans Terry McAuliffe tapaði ríkisstjórastólnum í Virginíuríki til repúblikanans Glenn Youngkin í gær. Fyrirfram var búist við öruggum sigri Murphys, enda New Jersey jafnan hneigst að demókrötum, en strangar aðgerðir hans í Covid-faraldrinum öfluðu honum lítilla vinsælda. Auk þess þykir fylgistap Joe Bidens forseta sýna veika stöðu demókrata á landsvísu. Niðurstaða kosninganna í gær ætti að hringja viðvörunarbjöllum fyrir demókrata í aðdraganda þingkosninga sem fara fram á næsta ári. Mun útkoman úr umbótalögum Bidens sem liggja nú fyrir þinginu sennilega ráða miklu þar um. Eftir að tapið í Virginíu lá fyrir sagði Biden að ljóst væri að fólk sé ósátt og í óvissum en hann sór þó að halda sínu striki og berjast fyrir að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið. Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira
Kosningarnar fóru fram í gær, en svo mjótt var á munum að hann var ekki lýstur sigurvegari fyrr en í kvöld, þegar um 90% atkvæða höfðu verið talin. Þá munaði tæpum 20.000 atkvæðum milli frambjóðendanna, eða um 0,8%. Demókratar geta því andað léttar, en flokksbróðir hans Terry McAuliffe tapaði ríkisstjórastólnum í Virginíuríki til repúblikanans Glenn Youngkin í gær. Fyrirfram var búist við öruggum sigri Murphys, enda New Jersey jafnan hneigst að demókrötum, en strangar aðgerðir hans í Covid-faraldrinum öfluðu honum lítilla vinsælda. Auk þess þykir fylgistap Joe Bidens forseta sýna veika stöðu demókrata á landsvísu. Niðurstaða kosninganna í gær ætti að hringja viðvörunarbjöllum fyrir demókrata í aðdraganda þingkosninga sem fara fram á næsta ári. Mun útkoman úr umbótalögum Bidens sem liggja nú fyrir þinginu sennilega ráða miklu þar um. Eftir að tapið í Virginíu lá fyrir sagði Biden að ljóst væri að fólk sé ósátt og í óvissum en hann sór þó að halda sínu striki og berjast fyrir að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið.
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira