Viðskipti innlent

5,5 milljarða hagnaður Regins

Þorgils Jónsson skrifar
Eignasafn Regins er metið á um 155 milljarða. Þar á meðal er Smáralind.
Eignasafn Regins er metið á um 155 milljarða. Þar á meðal er Smáralind. Vísir/Egill

Fasteignafélagið Reginn hagnaðist um rétt tæpa 5,5 milljarða króna, fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir, á fyrstu níu mánuðum ársins að því er fram kemur í tilkynningu sem fylgir ársfjórðungsuppgjöri félagsins. Þetta er 17% aukning frá sama tímabili í fyrra.

Rekstartekjur námu tæpum 8 milljörðum og leigutekjur hækkuðu um 11% frá fyrra ári.

Þá nam hagnaður eftir tekjuskatt 4.421 m.kr. samanborið við 162 m.kr. á sama tímabili í fyrra.

Í tilkynningunni segir að þessi afkoma sé í samræmi við áætlanir og að greinileg og sterk batamerki séu í viðskiptaumhverfi félagsins þar sem „greiðslugeta og greiðsluvilji viðskiptamanna félagsins er kominn í eðlilegt horf“.

Eignasafn Regins samanstendur af 113 fasteignum upp á 382 þúsund fermetra, sem eru nú samtals metnar á rúma 155 milljarða króna.

Hluthafar í Reginn eru 450 talsins, en lífeyrissjóðir eiga um 67% af heildarhlutafé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×