Stjórn Eflingar biður um frið frá fjölmiðlum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. nóvember 2021 19:30 Agnieszka Ewa Ziółkowska var á stjórnarfundi Eflingar í dag skipuð formaður félagsins til bráðabirgða fram að aðalfundi félagsins næsta vor. Stjórn félagsins er að öðru leyti þögul sem gröfin um næstu skref innan Eflingar og biður fjölmiðla að láta sig í friði. Fundurinn hófst klukkan eitt í húsakynnum Eflingar og stóð í tæpar fjórar klukkustundir. Að honum loknum var tilkynnt að Agnieszka yrði formaður tímabundið og að Ólöf Helga Adolfsdóttir tæki við sem varaformaður en hún var trúnaðarmaður og hlaðmaður hjá Icelandair, sem sagt var upp fyrir skemmstu. Í fréttatilkynningunni þakkar stjórnin Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanni, og Viðari Þorsteinssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra, fyrir þeirra störf í þágu félagsins. Þar segir einnig að nýr formaðurinn muni starfa með skrifstofunni að því að greiða úr þeim vandamálum sem hafa komið upp í starfsemi félagsins. Að lokum biður stjórnin fjölmiðla um að veita félaginu frið til að sinna verkefnum sínum og segist ekki veita nein fjölmiðlaviðtöl að sinni. Búið að skamma Guðmund nóg „Alveg harðbannað. Því miður, því miður. Ég verð að virða þann trúnað. Nóg búið að skamma mig fyrir samt…“ sagði Guðmundur Baldursson, einn stjórnarmannanna, eftir fundinn en hann og Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri félagsins, tókust á í Pallborðinu í dag. Guðmundur sagðist verða að halda trúnaði eftir fundinn. Hann hefði verið skammaður nóg fyrir að tjá sig við fjölmiðla síðustu daga.vísir/sindri Þar hélt Viðar því fram að inni á vinnustaðnum hefði tíðkast það sem hann kallar „gíslatökumenningu“. „Þetta er menning og háttsemi seg segir þú getur farið fram með hvaða ásakanir sem er gagnvart þessu fólki. Prófaðu bara að mála Sólveigu og Viðar upp svona og sjáðu til hvort þú fáir ekki þínu framgengt,“ sagði Viðar meðal annars í Pallborðinu. Þannig hafi ályktun trúnaðarmannanna, sem lýsir upplifunum starfsfólks skrifstofunnar, verið taktísk leið til að taka völd af formanninum og framkvæmdastjóranum. „Ég held að þarna hafi því miður fólk í ákveðnu dómgreindarleysi kosið að fara leið sem að var búið að sýna að hægt væri að fara til að fá sínu fram. Eða að fólk hafi talið sér trú um að væri góð leið til að fá sitt fram fremur en að höndla málin á bara eðlilegan hátt með samtali." Neitar að svara spurningum Eftir fundinn í dag vildi Agnieszka ekki svara neinum spurningum fjölmiðla. Hvað hefurðu að segja um ummæli Viðars og Sólveigar um starfsmenn hér á skrifstofu Eflingar? „Ég mun ekki tjá mig um það. Takk fyrir." Agnieszka er nýr formaður Eflingar. Hún vildi ekki segja sína skoðun á ummælum forvera síns og framkvæmdastjórans fráfarandi um starfsmenn skrifstofunnar.vísir/sindri Og svarið var á sömu leið þegar hún var spurð út í hvernig hún sæi fyrir sér framtíð stéttarfélagsins. „Við munum ekki tjá okkur um það á þessari stundu. Það var send út tilkynning eftir fundinn." Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Fundurinn hófst klukkan eitt í húsakynnum Eflingar og stóð í tæpar fjórar klukkustundir. Að honum loknum var tilkynnt að Agnieszka yrði formaður tímabundið og að Ólöf Helga Adolfsdóttir tæki við sem varaformaður en hún var trúnaðarmaður og hlaðmaður hjá Icelandair, sem sagt var upp fyrir skemmstu. Í fréttatilkynningunni þakkar stjórnin Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanni, og Viðari Þorsteinssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra, fyrir þeirra störf í þágu félagsins. Þar segir einnig að nýr formaðurinn muni starfa með skrifstofunni að því að greiða úr þeim vandamálum sem hafa komið upp í starfsemi félagsins. Að lokum biður stjórnin fjölmiðla um að veita félaginu frið til að sinna verkefnum sínum og segist ekki veita nein fjölmiðlaviðtöl að sinni. Búið að skamma Guðmund nóg „Alveg harðbannað. Því miður, því miður. Ég verð að virða þann trúnað. Nóg búið að skamma mig fyrir samt…“ sagði Guðmundur Baldursson, einn stjórnarmannanna, eftir fundinn en hann og Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri félagsins, tókust á í Pallborðinu í dag. Guðmundur sagðist verða að halda trúnaði eftir fundinn. Hann hefði verið skammaður nóg fyrir að tjá sig við fjölmiðla síðustu daga.vísir/sindri Þar hélt Viðar því fram að inni á vinnustaðnum hefði tíðkast það sem hann kallar „gíslatökumenningu“. „Þetta er menning og háttsemi seg segir þú getur farið fram með hvaða ásakanir sem er gagnvart þessu fólki. Prófaðu bara að mála Sólveigu og Viðar upp svona og sjáðu til hvort þú fáir ekki þínu framgengt,“ sagði Viðar meðal annars í Pallborðinu. Þannig hafi ályktun trúnaðarmannanna, sem lýsir upplifunum starfsfólks skrifstofunnar, verið taktísk leið til að taka völd af formanninum og framkvæmdastjóranum. „Ég held að þarna hafi því miður fólk í ákveðnu dómgreindarleysi kosið að fara leið sem að var búið að sýna að hægt væri að fara til að fá sínu fram. Eða að fólk hafi talið sér trú um að væri góð leið til að fá sitt fram fremur en að höndla málin á bara eðlilegan hátt með samtali." Neitar að svara spurningum Eftir fundinn í dag vildi Agnieszka ekki svara neinum spurningum fjölmiðla. Hvað hefurðu að segja um ummæli Viðars og Sólveigar um starfsmenn hér á skrifstofu Eflingar? „Ég mun ekki tjá mig um það. Takk fyrir." Agnieszka er nýr formaður Eflingar. Hún vildi ekki segja sína skoðun á ummælum forvera síns og framkvæmdastjórans fráfarandi um starfsmenn skrifstofunnar.vísir/sindri Og svarið var á sömu leið þegar hún var spurð út í hvernig hún sæi fyrir sér framtíð stéttarfélagsins. „Við munum ekki tjá okkur um það á þessari stundu. Það var send út tilkynning eftir fundinn."
Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent