„Kolefnisþakið“ springur á ellefu árum Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2021 23:31 Maður hjólar fram hjá kolaorkuveri í Kína. Kol eru versta uppspretta gróðurhúsalofttegunda í heiminum en brennsla þeirra hefur aukist á þessu ári borið saman við 2019. Vísir/EPA Haldi mannkynið áfram núverandi losun gróðurhúsalofttegunda tekur það aðeins ellefu ár þar til uppsafnaður styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum veldur meiri en 1,5°C hlýnun á jörðinni. Losun er nú komin nær alveg í fyrra horf eftir mikinn samdrátt í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Þetta er á meðal niðurstaða nýrrar árlegrar greiningar á svonefndu kolefnisþaki (e. carbon budget), því magni kolefnis sem þarf til að valda tiltekinni hlýnun, sem sjötíu stofnanir frá fimm heimsálfum tóku þátt í að vinna. Þegar framreikningar á kolefnisþakinu voru fyrst gerðir árið 2015 áætluðu vísindamenn að losun þyrfti að ná um 903 milljörðum tonna af koltvísýringsígildum til þess að hlýnun jarðar næmi 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Það er metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins að halda hlýnun innan þeirra marka. Þá var talið að það jafngilti losun mannkynsins á um tuttugu árum. Síðan þá hafa menn aftur á móti spýtt í lófana og aukið losun sína. Á þeim sex árum frá því að greiningin var fyrst unnin hefur mannkynið þegar losað um helming þessa kvóta, að því er segir í frétt Washington Post. Ef fram fer sem horfir verður þetta kolefnisþak endanlega fokið út í veður og vind eftir ellefu ár. Ekki tæknilega útilokað að ná 1,5°C markmiðinu Losun dróst verulega saman í fyrra þegar fjöldi ríkja um allan heim greip til sóttvarnaaðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Verksmiðjum var lokað og vega- og flugsamgöngur lögðust að miklu leyti af þegar milljónir manna héldu sig að mestu heima fyrir um margra mánaða skeið. Á þessu ári hefur losunin stóraukist aftur. Bruni á kolum og jarðgasi er nú jafnvel meiri en árið 2019, áður en faraldurinn hófst. Ástæðan er fyrst og fremst efnahagsviðsnúningur í Kína sem framleiðir mest af raforku sinni með því að brenna kolum. Losun jókst einnig verulega á Indlandi sem er háð kolaorku. Í Bandaríkjunum og Evrópu er búist við að losun í lok þessa árs verði aðeins örlítið undir því sem var fyrir faraldurinn. Corinne Le Quéré, loftslagsvísindamaður við Háskólann í Austur-Anglíu á Englandi, segir að það sé enn tæknilega mögulegt að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Þannig hafi losun dregist saman í 23 ríkjum með vaxandi hagkerfi fyrir faraldurinn, fyrst og fremst í vel stæðum Evrópuríkjum en einnig í Bandaríkjunum og Mexíkó. „Það er hægt að leika eftir þennan árangur. Það er engin ástæða fyrir því að það sé ekki hægt að hrinda því af stað, önnur en pólitískur vilji,“ segir Le Quéré. Hamfarir fylgdu þeirri hlýnun sem stefnir í Miðað við núverandi markmið ríkja heims um samdrátt í losun stefnir í að hnattræn hlýnun nái 2,7°C fyrir lok aldarinnar, langt umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Við slíka hlýnun væri hætta á fjöldaútdauða dýrategunda, hruni í stóru ísbreiðum jarðarinnar, gríðarlegri hækkun sjávarstöðu auk þrúgandi áhrifa hitabylgja, þurrka, flóða og veðurhamfara víða um heim. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) frá því í ágúst kom fram að líklegt væri að hlýnun næði 1,5°C strax á næsta áratug, jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Bjartsýnustu sviðsmyndir sem var stillt upp í skýrslunni gerðu þó ráð fyrir að þó að hlýnun færi tímanbundið umfram mörk Parísarsamkomulagsins á þessari öld væri hægt að draga úr henni á seinni hluta aldarinnar með því að draga hratt úr losun og byrja að fjarlægja kolefni úr lofthjúpnum. Tæknin til að binda kolefni úr lofti í stórum stíl er þó enn tiltölulega skammt á veg komin. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þetta er á meðal niðurstaða nýrrar árlegrar greiningar á svonefndu kolefnisþaki (e. carbon budget), því magni kolefnis sem þarf til að valda tiltekinni hlýnun, sem sjötíu stofnanir frá fimm heimsálfum tóku þátt í að vinna. Þegar framreikningar á kolefnisþakinu voru fyrst gerðir árið 2015 áætluðu vísindamenn að losun þyrfti að ná um 903 milljörðum tonna af koltvísýringsígildum til þess að hlýnun jarðar næmi 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Það er metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins að halda hlýnun innan þeirra marka. Þá var talið að það jafngilti losun mannkynsins á um tuttugu árum. Síðan þá hafa menn aftur á móti spýtt í lófana og aukið losun sína. Á þeim sex árum frá því að greiningin var fyrst unnin hefur mannkynið þegar losað um helming þessa kvóta, að því er segir í frétt Washington Post. Ef fram fer sem horfir verður þetta kolefnisþak endanlega fokið út í veður og vind eftir ellefu ár. Ekki tæknilega útilokað að ná 1,5°C markmiðinu Losun dróst verulega saman í fyrra þegar fjöldi ríkja um allan heim greip til sóttvarnaaðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Verksmiðjum var lokað og vega- og flugsamgöngur lögðust að miklu leyti af þegar milljónir manna héldu sig að mestu heima fyrir um margra mánaða skeið. Á þessu ári hefur losunin stóraukist aftur. Bruni á kolum og jarðgasi er nú jafnvel meiri en árið 2019, áður en faraldurinn hófst. Ástæðan er fyrst og fremst efnahagsviðsnúningur í Kína sem framleiðir mest af raforku sinni með því að brenna kolum. Losun jókst einnig verulega á Indlandi sem er háð kolaorku. Í Bandaríkjunum og Evrópu er búist við að losun í lok þessa árs verði aðeins örlítið undir því sem var fyrir faraldurinn. Corinne Le Quéré, loftslagsvísindamaður við Háskólann í Austur-Anglíu á Englandi, segir að það sé enn tæknilega mögulegt að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Þannig hafi losun dregist saman í 23 ríkjum með vaxandi hagkerfi fyrir faraldurinn, fyrst og fremst í vel stæðum Evrópuríkjum en einnig í Bandaríkjunum og Mexíkó. „Það er hægt að leika eftir þennan árangur. Það er engin ástæða fyrir því að það sé ekki hægt að hrinda því af stað, önnur en pólitískur vilji,“ segir Le Quéré. Hamfarir fylgdu þeirri hlýnun sem stefnir í Miðað við núverandi markmið ríkja heims um samdrátt í losun stefnir í að hnattræn hlýnun nái 2,7°C fyrir lok aldarinnar, langt umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Við slíka hlýnun væri hætta á fjöldaútdauða dýrategunda, hruni í stóru ísbreiðum jarðarinnar, gríðarlegri hækkun sjávarstöðu auk þrúgandi áhrifa hitabylgja, þurrka, flóða og veðurhamfara víða um heim. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) frá því í ágúst kom fram að líklegt væri að hlýnun næði 1,5°C strax á næsta áratug, jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Bjartsýnustu sviðsmyndir sem var stillt upp í skýrslunni gerðu þó ráð fyrir að þó að hlýnun færi tímanbundið umfram mörk Parísarsamkomulagsins á þessari öld væri hægt að draga úr henni á seinni hluta aldarinnar með því að draga hratt úr losun og byrja að fjarlægja kolefni úr lofthjúpnum. Tæknin til að binda kolefni úr lofti í stórum stíl er þó enn tiltölulega skammt á veg komin.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira