Biden keikur þrátt fyrir kosningahremmingar demókrata Þorgils Jónsson skrifar 5. nóvember 2021 06:00 Joe Biden Bandaríkjaforseti segist fullviss um að hagur demókrata muni vænkast þegar umbótalög hans komast í gegnum þingið. AP/Susan Walsh Joe Biden Bandaríkjaforseti segir enga ástæðu til að örvænta þó að samflokksfólk hans í Demókrataflokknum hafi átt misjöfnu gengi að fagna í kosningum sem fóru fram í vikunni. Þetta kemur fram í úttekt fréttastofu AP. Terry McAuliffe tapaði ríkisstjórasætinu í Virginíu til Repúblikana, og flokksbróðir hans Phil Murphy hélt sínum ríkisstjórastól í New Jersey með næfurþunnum mun. Ári eftir að Biden lagði Donald Trump að velli, hafa vinsældir hans farið ört dvínandi, svo að farið hefur um marga af tilhugsun um þingkosningarnar sem fara fram á næsta ári. Fari sem horfir, eiga Demókratar á hættu að missa meirihlutann í báðum þingdeildum, en Biden segir að fólk þurfi að slaka á. Demókratar muni ná vopnum sínum þegar þingið komi í gegn umbóta- og uppbyggingarlögum hans. Frumvörp eftir forskrift Bidens um félagslegar umbætur og stóreflis fjárfestingar í innviðum og umhverfisvænum lausnum Build Back Better hafa setið föst í þinginu í lengri tíma þar sem þingmenn hans eigin flokks hafa ekki náð lendingu sín á milli um endanlegar áherslur. „Ef mér tekst að koma Build Back Better í gegnum þingið, munum við sjá þessar áhyggjur hverfa fljótt,“ hefur AP eftir forsetanum. Bandaríkin Tengdar fréttir Demókratinn hélt velli í New Jersey Demókratinn Philip Murphy mun sitja annað tímabil sem ríkisstjóri í New Jersey, en hann sigraði repúblikanann Jack Ciattarelli afar naumlega. 3. nóvember 2021 23:42 Árangur Repúblikana skekur Demókrataflokkinn Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra. 3. nóvember 2021 14:12 Allar líkur á óvæntum sigri Repúblikana í vígi Demókrata Repúblikaninn Glenn Youngkin verður að öllum líkindum næsti ríkisstjóri Virginíu í Bandaríkjunum en kosningar fóru fram í ríkinu í gær. Hann er tæpum þremur prósentum á undan frambjóðanda Demókrata þegar 95 prósent atkvæða hafa verið talin. 3. nóvember 2021 07:23 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Þetta kemur fram í úttekt fréttastofu AP. Terry McAuliffe tapaði ríkisstjórasætinu í Virginíu til Repúblikana, og flokksbróðir hans Phil Murphy hélt sínum ríkisstjórastól í New Jersey með næfurþunnum mun. Ári eftir að Biden lagði Donald Trump að velli, hafa vinsældir hans farið ört dvínandi, svo að farið hefur um marga af tilhugsun um þingkosningarnar sem fara fram á næsta ári. Fari sem horfir, eiga Demókratar á hættu að missa meirihlutann í báðum þingdeildum, en Biden segir að fólk þurfi að slaka á. Demókratar muni ná vopnum sínum þegar þingið komi í gegn umbóta- og uppbyggingarlögum hans. Frumvörp eftir forskrift Bidens um félagslegar umbætur og stóreflis fjárfestingar í innviðum og umhverfisvænum lausnum Build Back Better hafa setið föst í þinginu í lengri tíma þar sem þingmenn hans eigin flokks hafa ekki náð lendingu sín á milli um endanlegar áherslur. „Ef mér tekst að koma Build Back Better í gegnum þingið, munum við sjá þessar áhyggjur hverfa fljótt,“ hefur AP eftir forsetanum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Demókratinn hélt velli í New Jersey Demókratinn Philip Murphy mun sitja annað tímabil sem ríkisstjóri í New Jersey, en hann sigraði repúblikanann Jack Ciattarelli afar naumlega. 3. nóvember 2021 23:42 Árangur Repúblikana skekur Demókrataflokkinn Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra. 3. nóvember 2021 14:12 Allar líkur á óvæntum sigri Repúblikana í vígi Demókrata Repúblikaninn Glenn Youngkin verður að öllum líkindum næsti ríkisstjóri Virginíu í Bandaríkjunum en kosningar fóru fram í ríkinu í gær. Hann er tæpum þremur prósentum á undan frambjóðanda Demókrata þegar 95 prósent atkvæða hafa verið talin. 3. nóvember 2021 07:23 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Demókratinn hélt velli í New Jersey Demókratinn Philip Murphy mun sitja annað tímabil sem ríkisstjóri í New Jersey, en hann sigraði repúblikanann Jack Ciattarelli afar naumlega. 3. nóvember 2021 23:42
Árangur Repúblikana skekur Demókrataflokkinn Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra. 3. nóvember 2021 14:12
Allar líkur á óvæntum sigri Repúblikana í vígi Demókrata Repúblikaninn Glenn Youngkin verður að öllum líkindum næsti ríkisstjóri Virginíu í Bandaríkjunum en kosningar fóru fram í ríkinu í gær. Hann er tæpum þremur prósentum á undan frambjóðanda Demókrata þegar 95 prósent atkvæða hafa verið talin. 3. nóvember 2021 07:23