Stuðningur við fjölskyldur fólks með heilabilun Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 5. nóvember 2021 07:00 Það er margt sem breytist hjá fólki sem fær heilabilun, einföldustu hlutir geta orðið flóknir og minnið bregst sem oft skapar óöryggi. Það er mikilvægt að fólk fái strax stuðning og hjálp til að fóta sig og að þjónusta sé miðuð út frá hverjum einstakling. Það skiptir líka miklu að huga að fjölskyldu þeirra sem fá heilabilun því þau eru líka að uplifa nýjan veruleika. Mikilvægt er að nýta alla þá möguleika sem til eru til að styðja við lífsgæði fólks og vellíðan og að þjónusta samfélagsins aðlagi sig að þörfum fjölskyldna. Þjónustan heim Undanfarin ár hefur það verið stefna stjórnvalda að færa þjónustu sem fólk kann að þurfa á að halda þegar það eldist eða veikist í auknu mæli heim til fólks. Í Reykjavík er félagsleg stuðningsþjónusta og heimahjúkrun samþætt þannig að sem heildstæðust þjónusta skapist. Með nýjum reglum um stuðningsþjónustu sem samþykktar voru á dögunum mun mat á þjónustuþörf verða einstaklingsmiðaðra en markmiðið með því er að leggja til hliðar áður notaða matskvarða og meta frekar í samtali við notanda þjónustunnar hvað hann vil eða þarf. Auk stuðningsþjónustu þess er þjónusta á borð við matarsendingar, félagsstarf, akstur, endurhæfing og hjúkrunar og nú nýjast er teymi sem kallað er Selma. Það samanstendur af hjúkrunarfræðingum og læknum og hefur það að markmiði að efla heilbrigðisþjónustu heim til þeirra sem fá heimahjúkrun. Þetta hefur fækkað komum á bráðamóttöku og aukið lífsgæði fólks. Velferðartæknilausnir geta stutt við sjálfstætt líf og hefur Reykjavíkurborg verið að prófa sig áfram með slíkt í Velferðartæknismiðju. Aðstandandi Að vera náinn aðstandanadi manneskju með heilabilun krefst alltaf einhverra breytinga og það getur verið krefjandi verkefni eftir því sem sjúkdómurinn þróast. Stundum er um að ræða algjöra kúvendingu, jafnvel þannig að maki eða barn ber skyndilega alla ábyrgð á velferð og lífi ástvinar síns. Stefna Reykjavíkurborgar er að standa betur með þessum fjölskyldum þar og því munum við setja í gang tilraunaverkefni til tveggja ára þar sem við metum hvernig viðð getum best gert það. Verkefnið gengur út á að sérstakir starfsmenn heimaþjónustu veita stuðning inni á heimilinu, eitt til tvö skipti í viku, í 2-3 klukkustundir í senn, t.d. um kvöld og helgar í samræmi við þarfir heimilisins umfram þá þjónustu sem annars er í boði. Um leið og einstaklingurinn sem er með heilabilun fær stuðning gefst aðstandendum kostur á að fara út af heimilinu og sinna sínu, því það er einfaldlega mikilvægt. Með því móti væri verið að mæta þörf sem áður hefur ekki verið hægt að mæta með markvissum hætti af heimaþjónustu. Þetta er mikilvægt skref sem við erum að stíga og ég er sannfærð um að það mun sanna mikilvægi sitt og festast í sessi. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Eldri borgarar Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það er margt sem breytist hjá fólki sem fær heilabilun, einföldustu hlutir geta orðið flóknir og minnið bregst sem oft skapar óöryggi. Það er mikilvægt að fólk fái strax stuðning og hjálp til að fóta sig og að þjónusta sé miðuð út frá hverjum einstakling. Það skiptir líka miklu að huga að fjölskyldu þeirra sem fá heilabilun því þau eru líka að uplifa nýjan veruleika. Mikilvægt er að nýta alla þá möguleika sem til eru til að styðja við lífsgæði fólks og vellíðan og að þjónusta samfélagsins aðlagi sig að þörfum fjölskyldna. Þjónustan heim Undanfarin ár hefur það verið stefna stjórnvalda að færa þjónustu sem fólk kann að þurfa á að halda þegar það eldist eða veikist í auknu mæli heim til fólks. Í Reykjavík er félagsleg stuðningsþjónusta og heimahjúkrun samþætt þannig að sem heildstæðust þjónusta skapist. Með nýjum reglum um stuðningsþjónustu sem samþykktar voru á dögunum mun mat á þjónustuþörf verða einstaklingsmiðaðra en markmiðið með því er að leggja til hliðar áður notaða matskvarða og meta frekar í samtali við notanda þjónustunnar hvað hann vil eða þarf. Auk stuðningsþjónustu þess er þjónusta á borð við matarsendingar, félagsstarf, akstur, endurhæfing og hjúkrunar og nú nýjast er teymi sem kallað er Selma. Það samanstendur af hjúkrunarfræðingum og læknum og hefur það að markmiði að efla heilbrigðisþjónustu heim til þeirra sem fá heimahjúkrun. Þetta hefur fækkað komum á bráðamóttöku og aukið lífsgæði fólks. Velferðartæknilausnir geta stutt við sjálfstætt líf og hefur Reykjavíkurborg verið að prófa sig áfram með slíkt í Velferðartæknismiðju. Aðstandandi Að vera náinn aðstandanadi manneskju með heilabilun krefst alltaf einhverra breytinga og það getur verið krefjandi verkefni eftir því sem sjúkdómurinn þróast. Stundum er um að ræða algjöra kúvendingu, jafnvel þannig að maki eða barn ber skyndilega alla ábyrgð á velferð og lífi ástvinar síns. Stefna Reykjavíkurborgar er að standa betur með þessum fjölskyldum þar og því munum við setja í gang tilraunaverkefni til tveggja ára þar sem við metum hvernig viðð getum best gert það. Verkefnið gengur út á að sérstakir starfsmenn heimaþjónustu veita stuðning inni á heimilinu, eitt til tvö skipti í viku, í 2-3 klukkustundir í senn, t.d. um kvöld og helgar í samræmi við þarfir heimilisins umfram þá þjónustu sem annars er í boði. Um leið og einstaklingurinn sem er með heilabilun fær stuðning gefst aðstandendum kostur á að fara út af heimilinu og sinna sínu, því það er einfaldlega mikilvægt. Með því móti væri verið að mæta þörf sem áður hefur ekki verið hægt að mæta með markvissum hætti af heimaþjónustu. Þetta er mikilvægt skref sem við erum að stíga og ég er sannfærð um að það mun sanna mikilvægi sitt og festast í sessi. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun