Stöndum þriðju vaktina saman! Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 5. nóvember 2021 09:30 VR er þessa dagana að fara í gang með herferð um hugtakið þriðju vaktina og það andlega álag sem fylgir henni. En hvað er þriðja vaktin og af hverju er VR að vekja athygli á þessu? Það er vel hægt að ímynda sér að þriðja vaktin sé að vera eins konar framkvæmdastjóri eða verkstjóri heimilisins, það er að segja að vera sá aðili sem hefur yfirumsjón með og verkstýrir verkaskiptingunni inni á heimilinu. Að allt gangi smurt í hinu daglega lífi. Rannsóknir sýna að konur standa þriðju vaktina að mestu leyti einar og sú byrði sem fylgir því að vera á vaktinni allan sólarhringinn hefur mikið andlegt álag í för með sér. Því þriðju vaktinni lýkur aldrei, frá því farið er í vinnu (fyrsta vaktin) og þar til heim er komið og heimilisstörfin taka við (önnur vaktin) þá er þriðja vaktin í gangi allan sólarhringinn. Þriðja vaktin heima hjá mér Persónulega hafði ég gefið þessu lítinn gaum og talið verkaskiptinguna á mínu heimili nægjanlega jafna til að skilgreina okkur hjónin sem jöfn. Það var svo fyrir nokkrum mánuðum sem jafnréttisnefnd VR fór að vinna verkefni um þriðju vaktina og ég heyrði þetta hugtak fyrst. Þriðja vaktin? Þetta vakti strax athygli mína og ég vissi ekki þá að þetta ætti eftir að gjörbreyta því hvernig ég nálgast verkefnin heima fyrir. Það er nefnilega þannig að Guðbjörg konan mín hefur bara séð um þetta. Hún bókar samkvæmisdansinn fyrir dótturina með öllu sem því fylgir og rafíþróttirnar hjá stráknum. Hún minnir mig stanslaust á að sækja og skutla, eins og ég myndi bara gleyma því ef ég fengi ekki stanslausar áminningar! Guðbjörg skipuleggur öll frí fjölskyldunnar og ferðir, er í samskiptum við aðra foreldra og ruglast aldrei á nöfnum á vinum barna okkar. Hún hugsar sex til 12 mánuði fram í tímann en ég sex til 12 daga sem er líklega skýringin á því hvers vegna mér tekst aldrei að koma henni á óvart eða plana nokkurn skapaðan hlut, því hún er löngu búin að því! Verkaskiptingin hjá okkur á fyrstu og annarri vaktinni er jöfn og ef hallar á annað okkar þá vegur hitt það upp, en sama var ekki uppi á teningnum með þriðju vaktina. Við höfum rætt mikið um það hvernig við getum bætt okkur og jafnað þetta ósýnilega álag sem þriðja vaktin skapar, þetta álag sem vert er að deila jafnt eins og við deilum öllu öðru sem við gerum. Þetta var pínu snúið í fyrstu fyrir Guðbjörgu „skipulagsgúrú“ sem átti erfitt með að leggja mikilvæg fjölskyldumál í hendurnar á „þetta reddast“ gaurnum. En þetta er að koma hjá okkur. Ég fæ reyndar ekki að skipuleggja sumarfríin og hún fær ekki að skipuleggja framkvæmdir heima fyrir og erum við bæði enn í hönnunarhlutverkum í þessum verkefnum. En vonandi breytist það líka. Ég fæ þó ekki lengur stöðugar áminningar um hvað ég á að gera, hvernig og hvenær. Hvort börnin séu ekki örugglega farin í skólann á morgnana þegar hún mætir kl. 7 í vinnu og hverja og hvað ég á að sækja eða fæ sendan innkaupalista um hvað á að kaupa og hvað ekki. Ég finn meira út úr þessu sjálfur. Það er furðu einfalt að setja sig inn í þessi mál en þetta er auðvitað alveg aukaálag. Nú er ég til dæmis í meiri samskiptum við aðra foreldra og nokkurn veginn með það á hreinu hvað börnin þeirra heita. Af hverju erum við að tala um þetta? Fólk veltir því kannski fyrir sér hvers vegna stéttarfélag er að beita sér í málefni sem snýr ekki beint að vinnumarkaðnum, heldur heimilum fólks. Það er mjög auðvelt að svara því en til þess að konur og karlar séu jöfn þá verðum við að líta út fyrir vinnumarkaðinn því hann er ekki einangruð stærð. Fjölmargar rannsóknir sýna að álag á konum vegna heimilisstarfa og ábyrgðar á heimili og fjölskyldu hefur áhrif á atvinnuþátttöku og framgang í starfi, veldur streitu og leiðir jafnvel til kulnunar. Þetta er samfélagslegt mál sem snertir okkur öll. VR hefur lengi barist fyrir jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og mun halda áfram að gera það þar til jafnrétti næst að fullu. Innan félagsins starfar jafnréttisnefnd sem er mjög virk og öflug og auglýsingaherferðin sem nú lítur dagsins ljós er afrakstur frábærs starfs innan nefndarinnar. Stöndum þriðju vaktina saman! Það er vel hægt að standa þriðju vaktina saman og deila hugrænu byrðinni og sjálfsagt að ef fólk er í sambúð eða gift að það deili ábyrgðinni sem fylgir heimilislífinu. Í tilfelli okkar Guðbjargar þurfti ég að koma meira inn í þessi verkefni og hún að sama skapi að treysta mér til þess og hleypa mér inn í þau. Mestu máli skiptir er að við erum meðvituð um þriðju vaktina og það álag sem henni fylgir. Við reynum eftir fremsta megni að minna hvort annað á ef við gleymum okkur og vegum hvort annað upp. Ég hvet félagsfólk VR til þess að skoða vefinn okkar, vr.is en þar er að finna nánari skilgreiningar á vaktarhugtökunum auk alls kyns fróðleiks um þriðju vaktina og hugræna byrði. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
VR er þessa dagana að fara í gang með herferð um hugtakið þriðju vaktina og það andlega álag sem fylgir henni. En hvað er þriðja vaktin og af hverju er VR að vekja athygli á þessu? Það er vel hægt að ímynda sér að þriðja vaktin sé að vera eins konar framkvæmdastjóri eða verkstjóri heimilisins, það er að segja að vera sá aðili sem hefur yfirumsjón með og verkstýrir verkaskiptingunni inni á heimilinu. Að allt gangi smurt í hinu daglega lífi. Rannsóknir sýna að konur standa þriðju vaktina að mestu leyti einar og sú byrði sem fylgir því að vera á vaktinni allan sólarhringinn hefur mikið andlegt álag í för með sér. Því þriðju vaktinni lýkur aldrei, frá því farið er í vinnu (fyrsta vaktin) og þar til heim er komið og heimilisstörfin taka við (önnur vaktin) þá er þriðja vaktin í gangi allan sólarhringinn. Þriðja vaktin heima hjá mér Persónulega hafði ég gefið þessu lítinn gaum og talið verkaskiptinguna á mínu heimili nægjanlega jafna til að skilgreina okkur hjónin sem jöfn. Það var svo fyrir nokkrum mánuðum sem jafnréttisnefnd VR fór að vinna verkefni um þriðju vaktina og ég heyrði þetta hugtak fyrst. Þriðja vaktin? Þetta vakti strax athygli mína og ég vissi ekki þá að þetta ætti eftir að gjörbreyta því hvernig ég nálgast verkefnin heima fyrir. Það er nefnilega þannig að Guðbjörg konan mín hefur bara séð um þetta. Hún bókar samkvæmisdansinn fyrir dótturina með öllu sem því fylgir og rafíþróttirnar hjá stráknum. Hún minnir mig stanslaust á að sækja og skutla, eins og ég myndi bara gleyma því ef ég fengi ekki stanslausar áminningar! Guðbjörg skipuleggur öll frí fjölskyldunnar og ferðir, er í samskiptum við aðra foreldra og ruglast aldrei á nöfnum á vinum barna okkar. Hún hugsar sex til 12 mánuði fram í tímann en ég sex til 12 daga sem er líklega skýringin á því hvers vegna mér tekst aldrei að koma henni á óvart eða plana nokkurn skapaðan hlut, því hún er löngu búin að því! Verkaskiptingin hjá okkur á fyrstu og annarri vaktinni er jöfn og ef hallar á annað okkar þá vegur hitt það upp, en sama var ekki uppi á teningnum með þriðju vaktina. Við höfum rætt mikið um það hvernig við getum bætt okkur og jafnað þetta ósýnilega álag sem þriðja vaktin skapar, þetta álag sem vert er að deila jafnt eins og við deilum öllu öðru sem við gerum. Þetta var pínu snúið í fyrstu fyrir Guðbjörgu „skipulagsgúrú“ sem átti erfitt með að leggja mikilvæg fjölskyldumál í hendurnar á „þetta reddast“ gaurnum. En þetta er að koma hjá okkur. Ég fæ reyndar ekki að skipuleggja sumarfríin og hún fær ekki að skipuleggja framkvæmdir heima fyrir og erum við bæði enn í hönnunarhlutverkum í þessum verkefnum. En vonandi breytist það líka. Ég fæ þó ekki lengur stöðugar áminningar um hvað ég á að gera, hvernig og hvenær. Hvort börnin séu ekki örugglega farin í skólann á morgnana þegar hún mætir kl. 7 í vinnu og hverja og hvað ég á að sækja eða fæ sendan innkaupalista um hvað á að kaupa og hvað ekki. Ég finn meira út úr þessu sjálfur. Það er furðu einfalt að setja sig inn í þessi mál en þetta er auðvitað alveg aukaálag. Nú er ég til dæmis í meiri samskiptum við aðra foreldra og nokkurn veginn með það á hreinu hvað börnin þeirra heita. Af hverju erum við að tala um þetta? Fólk veltir því kannski fyrir sér hvers vegna stéttarfélag er að beita sér í málefni sem snýr ekki beint að vinnumarkaðnum, heldur heimilum fólks. Það er mjög auðvelt að svara því en til þess að konur og karlar séu jöfn þá verðum við að líta út fyrir vinnumarkaðinn því hann er ekki einangruð stærð. Fjölmargar rannsóknir sýna að álag á konum vegna heimilisstarfa og ábyrgðar á heimili og fjölskyldu hefur áhrif á atvinnuþátttöku og framgang í starfi, veldur streitu og leiðir jafnvel til kulnunar. Þetta er samfélagslegt mál sem snertir okkur öll. VR hefur lengi barist fyrir jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og mun halda áfram að gera það þar til jafnrétti næst að fullu. Innan félagsins starfar jafnréttisnefnd sem er mjög virk og öflug og auglýsingaherferðin sem nú lítur dagsins ljós er afrakstur frábærs starfs innan nefndarinnar. Stöndum þriðju vaktina saman! Það er vel hægt að standa þriðju vaktina saman og deila hugrænu byrðinni og sjálfsagt að ef fólk er í sambúð eða gift að það deili ábyrgðinni sem fylgir heimilislífinu. Í tilfelli okkar Guðbjargar þurfti ég að koma meira inn í þessi verkefni og hún að sama skapi að treysta mér til þess og hleypa mér inn í þau. Mestu máli skiptir er að við erum meðvituð um þriðju vaktina og það álag sem henni fylgir. Við reynum eftir fremsta megni að minna hvort annað á ef við gleymum okkur og vegum hvort annað upp. Ég hvet félagsfólk VR til þess að skoða vefinn okkar, vr.is en þar er að finna nánari skilgreiningar á vaktarhugtökunum auk alls kyns fróðleiks um þriðju vaktina og hugræna byrði. Höfundur er formaður VR.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun