Innlent

Bein útsending: Ríkisstjórnin fundar um tillögur Þórólfs

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ríkisstjórnin fundra nú í Ráðherrabústaðnum um tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hertari samkomutakmarkanir. 
Ríkisstjórnin fundra nú í Ráðherrabústaðnum um tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hertari samkomutakmarkanir.  Vísir/Vilhelm

Ríkisstjórnin fundar nú fyrir hádegi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og verða nýjustu tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir til umfjöllunar þar. 

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að Þórólfur hafi skilað sér minnisblað í gær. Hún vilji ekki fara í það hvað felist nákvæmlega í tillögunum en Þórólfur hafi þó lagt til hertar aðgerðir. 

Mikil aukning hefur verið á fjölda þeirra sem greinast smitaðir dag hvern. Í fyrradag greindist metfjöldi, í þessari bylgju, smitaður af Covid-19 en fleiri hafa ekki greinst hér síðan í byrjun ágúst. Gripið hefur verið til víðtækra aðgerða í Suðurnesjabæ og á Akranesi þar sem nokkur fjöldi fólks hefur greinst síðustu daga. 

Þá hafa einhverjar stofnanir þurft að takmarka starfsemi sína, til dæmis héraðssaksóknari en þar greindust átta smitaðir í byrjun vikunnar og fresta hefur þurft dómsmálum vegna þessa. 

Við verðum í beinni útsendingu frá Tjarnargötu en þeir sem ekki get fylgst með beinni útsendingu geta fylgst með textavaktinni hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira
×