Stórmeistarajafntefli á San Siro

Hart barist í Mílanó í kvöld.
Hart barist í Mílanó í kvöld. vísir/Getty

Nágrannarnir AC Milan og Internazionale skildu jöfn í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Inter fékk vítaspyrnu strax á 11.mínútu og Tyrkinn Hakan Calhanoglu skoraði úr spyrnunni en hann færði sig um set frá AC Milan til Inter síðasta sumar.

Nokkrum mínútum síðar varð Stefan De Vrij, varnarmaður Inter, fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og jafna metin fyrir AC Milan.

Inter fékk aðra vítaspyrnu á 27.mínútu en þó Calhanoglu hafi skorað úr sinni spyrnu var Lautaro Martinez sendur á vítapunktinn í þetta skiptið. Argentínski sóknarmaðurinn brenndi af spyrnunni og staðan því jöfn í leikhléi.

Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og lokatölur því 1-1.

AC Milan enn taplaust og hefur 32 stig eftir tólf leiki, líkt og Napoli sem er á toppnum á betri markatölu. Inter með sjö stigum minna í 3.sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira