Þessi bylgja sú stærsta til þessa og neyðarástand að skapast Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 15:16 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fyrsta upplýsingafundi sem haldinn hefur verið í um þrjá mánuði. Núverandi bylgja kórónuveirusmita er sú stærsta til þessa í faraldrinum, að sögn sóttvarnalæknis. Neyðarástand muni skapast á sjúkrahúsum haldi núverandi fjöldi daglegra smita áfram. Undanfarna tvo sólarhringa hafa 320 manns greinst smitaðir af kórónuveirunni. Á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem boðað var til vegna hertra sóttvarnaaðgerða í dag sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að þeir smituðu væru um allt land en flestir á höfuðborgarsvæðinu. Komið hefðu upp hópsýkingar sem tengjast kareókístöðum og kórastarfi. Stöðuna á Landspítala og sjúkrahúsinu á Akureyri sagði hann þunga. Haldi sami fjöldi smita áfram skapist neyðarástand þar innan skamms. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að smitrakning væri einnig þung vegna fjölda smitaðra og að það kæmi niður á þjónustinni. Vísa hafi þurft fólki frá farsóttarhúsum sem ætti að vera í sóttkví. Nú stefni í að fjöldi þeirra sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 sé meiri en heilbrigðiskerfið ræður við. Bæði Víðir og Þórólfur lögðu áherslu á samstöðu um sóttvarnaaðgerðir sem tilkynnt var um í dag. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun að fimm hundruð manna samkomutakmarkanir tækju gildi í næstu viku og grímuskylda strax á morgun. „Það er ekki í boði að hengja haus og vera fúll,“ sagði Víðir. Biðlaði Þórólfur til þeirra sem hafa talað niður sóttvarnaaðgerðir að slást í för með yfirvöldum að kveða niður bylgjuna í viðráðanlegan fjölda og forða alvarlegum heilsufarslegum afleiðingum fyrir þjóðina. Vonar að örvunarskammtar nái að skapa hjarðónæmi Sagðist Þórólfur vonast til þess að átak í örvunarskömmtum af bóluefni gegn Covid-19 gæti skapað það hjarðónæmi sem núverandi bólusetning hafi ekki náð að gera. Hjarðónæmi geti komið okkur út úr núverandi ástandi og komið í veg fyrir útbreiðslu smita. Erlendar rannsóknir bendi til þess að örvunarskammtur sé áhrifaríkur í að koma í veg fyrir smit og alvarleg veikindi af delta-afbrigðinu umfram seinni skammt bóluefnis. Þátttaka í örvunarbólusetingunni hefði þó verið dræm til þessa og hvatti Þórólfur alla þá sem hafa fengið boðun til þess að mæta. Sömuleiðis þau ellefu prósent sem hafi fengið boðun í frumbólusetningu en ekki mætt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Undanfarna tvo sólarhringa hafa 320 manns greinst smitaðir af kórónuveirunni. Á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem boðað var til vegna hertra sóttvarnaaðgerða í dag sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að þeir smituðu væru um allt land en flestir á höfuðborgarsvæðinu. Komið hefðu upp hópsýkingar sem tengjast kareókístöðum og kórastarfi. Stöðuna á Landspítala og sjúkrahúsinu á Akureyri sagði hann þunga. Haldi sami fjöldi smita áfram skapist neyðarástand þar innan skamms. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að smitrakning væri einnig þung vegna fjölda smitaðra og að það kæmi niður á þjónustinni. Vísa hafi þurft fólki frá farsóttarhúsum sem ætti að vera í sóttkví. Nú stefni í að fjöldi þeirra sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 sé meiri en heilbrigðiskerfið ræður við. Bæði Víðir og Þórólfur lögðu áherslu á samstöðu um sóttvarnaaðgerðir sem tilkynnt var um í dag. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun að fimm hundruð manna samkomutakmarkanir tækju gildi í næstu viku og grímuskylda strax á morgun. „Það er ekki í boði að hengja haus og vera fúll,“ sagði Víðir. Biðlaði Þórólfur til þeirra sem hafa talað niður sóttvarnaaðgerðir að slást í för með yfirvöldum að kveða niður bylgjuna í viðráðanlegan fjölda og forða alvarlegum heilsufarslegum afleiðingum fyrir þjóðina. Vonar að örvunarskammtar nái að skapa hjarðónæmi Sagðist Þórólfur vonast til þess að átak í örvunarskömmtum af bóluefni gegn Covid-19 gæti skapað það hjarðónæmi sem núverandi bólusetning hafi ekki náð að gera. Hjarðónæmi geti komið okkur út úr núverandi ástandi og komið í veg fyrir útbreiðslu smita. Erlendar rannsóknir bendi til þess að örvunarskammtur sé áhrifaríkur í að koma í veg fyrir smit og alvarleg veikindi af delta-afbrigðinu umfram seinni skammt bóluefnis. Þátttaka í örvunarbólusetingunni hefði þó verið dræm til þessa og hvatti Þórólfur alla þá sem hafa fengið boðun til þess að mæta. Sömuleiðis þau ellefu prósent sem hafi fengið boðun í frumbólusetningu en ekki mætt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira