Daníel Guðni: Ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2021 20:10 Daníel Guðni og lærisveinar hans í Grindavík eru komnir í toppsæti Subway-deildarinnar. Vísir / Bára „Við gerðum það sem við áttum að gera, létum pressu á þá og létum þá setja boltann í gólfið. Við komum okkur aftur í vörn og það er mjög mikilvægt gegn þeim,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur liðsins á Breiðablik í Subway-deildinni í kvöld. Með sigrinum er Grindavík komið í toppsæti deildarinnar og Daníel Guðni var ánægður með þá staðreynd. „Við erum að sjá okkar frammistöðu batna og batna og við þurfum að halda áfram á þeirri braut. Þetta má ekki verða þægilegt heldur þurfum við að vera einbeittir á okkar frammistöðu og gera eins vel og við getum í hvert skipti.“ Almennt séð var Daníel ánægður með frammistöð liðsins lengst af en áhlaup heimamanna í 3. leikhluta, þar sem þeir náðu mest 27 stiga forskoti, gerði úti um vonir Blika. „Ég er nokkuð ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn. Við vissum alltaf að þeir myndu koma með áhlaup eins og þeir gerðu en fyrri hálfleikur spilaðist nokkuð þægilega. Við vorum góðir fyrstu mínúturnar í þriðja en urðum svo kærulausir í sókninni.“ Lykilatriði hjá Grindvíkingum var að halda Hilmari Péturssyni í skefjum en hann hefur verið frábær á tímabilinu. „Hann er búinn að vera einn besti leikmaðurinn í deildinni í vetur. Við lékum góða vörn hann og létum hann hafa fyrir hlutunum. Við vildum ekki að hann kæmist á hægri höndina og vildum ekki gefa honum frí skot. Það gekk vel upp í kvöld. Ég held þeir hafi skorað yfir 100 stig í öllum leikjum í vetur þannig að ég er nokkuð ánægður með 84 stig“. Kristófer Breki Gylfason átti einn sinn besta leik í Grindavíkurbúningnum. Hann skoraði sex þriggja stiga körfur í átta tilraunum og spilaði auk þess fínan varnarleik. „Hann endaði með 31 í framlag í kvöld, stóð sig mjög vel gegn Tindastóli síðast og hélt bara áfram á sömu braut. Hann er rosalega duglegur varnarlega og er aðallega varnarmaður og getur svo sett þrista. Hann er að gera það mjög vel,“ dagði Daníel Guðni að lokum. UMF Grindavík Breiðablik Íslenski körfuboltinn Körfubolti Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 100-84 | Grindavík komið í toppsætið Grindvíkingar eru nýtt topplið í Subway-deild karla í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Breiðablik í HS Orku-höllinni í kvöld. Lokatölur 100-84 í leik sem heimamenn leiddu allan tímann. 5. nóvember 2021 20:35 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Með sigrinum er Grindavík komið í toppsæti deildarinnar og Daníel Guðni var ánægður með þá staðreynd. „Við erum að sjá okkar frammistöðu batna og batna og við þurfum að halda áfram á þeirri braut. Þetta má ekki verða þægilegt heldur þurfum við að vera einbeittir á okkar frammistöðu og gera eins vel og við getum í hvert skipti.“ Almennt séð var Daníel ánægður með frammistöð liðsins lengst af en áhlaup heimamanna í 3. leikhluta, þar sem þeir náðu mest 27 stiga forskoti, gerði úti um vonir Blika. „Ég er nokkuð ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn. Við vissum alltaf að þeir myndu koma með áhlaup eins og þeir gerðu en fyrri hálfleikur spilaðist nokkuð þægilega. Við vorum góðir fyrstu mínúturnar í þriðja en urðum svo kærulausir í sókninni.“ Lykilatriði hjá Grindvíkingum var að halda Hilmari Péturssyni í skefjum en hann hefur verið frábær á tímabilinu. „Hann er búinn að vera einn besti leikmaðurinn í deildinni í vetur. Við lékum góða vörn hann og létum hann hafa fyrir hlutunum. Við vildum ekki að hann kæmist á hægri höndina og vildum ekki gefa honum frí skot. Það gekk vel upp í kvöld. Ég held þeir hafi skorað yfir 100 stig í öllum leikjum í vetur þannig að ég er nokkuð ánægður með 84 stig“. Kristófer Breki Gylfason átti einn sinn besta leik í Grindavíkurbúningnum. Hann skoraði sex þriggja stiga körfur í átta tilraunum og spilaði auk þess fínan varnarleik. „Hann endaði með 31 í framlag í kvöld, stóð sig mjög vel gegn Tindastóli síðast og hélt bara áfram á sömu braut. Hann er rosalega duglegur varnarlega og er aðallega varnarmaður og getur svo sett þrista. Hann er að gera það mjög vel,“ dagði Daníel Guðni að lokum.
UMF Grindavík Breiðablik Íslenski körfuboltinn Körfubolti Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 100-84 | Grindavík komið í toppsætið Grindvíkingar eru nýtt topplið í Subway-deild karla í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Breiðablik í HS Orku-höllinni í kvöld. Lokatölur 100-84 í leik sem heimamenn leiddu allan tímann. 5. nóvember 2021 20:35 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 100-84 | Grindavík komið í toppsætið Grindvíkingar eru nýtt topplið í Subway-deild karla í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Breiðablik í HS Orku-höllinni í kvöld. Lokatölur 100-84 í leik sem heimamenn leiddu allan tímann. 5. nóvember 2021 20:35