Greta Thunberg segir loftslagsráðstefnuna mislukkaða Þorgils Jónsson skrifar 6. nóvember 2021 00:31 Baráttukonan Greta Thunberg lét leiðtoga heimsins aldeilis heyra það fyrir aðgerðaleysi í loftslagsmálum í ræðu sem hún hélt fyrir þúsundir ungmenna og annarra í Glasgow í dag. Mynd/AP Loftslagsbaráttukonan unga Greta Thunberg sagði í ávarpi til þátttakenda í kröfugöngu í Glasgow að yfirstandandi loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, hefði mislukkast. Þúsundir gengu fylktu liði um borgina til að eggja leiðtoga heimsins til að taka alvöru skref til að bregðast við loftslagsvánni. BBC segir frá þessu. Mannfjöldinn safnaðist saman við George Square þar sem Thunberg lét vaða á súðum og sparaði ekki stóru orðin. Þúsundir slógust í för með Gretu Thunberg í Glasgow í dag til að mótmæla sinnuleysi ráðamanna heimsins í loftslagsmálum. Kröfugangan hófst sem framtak barna og ungmenna en vatt upp á sig.Mynd/AP „Það er ekkert launungarmál að COP26 hefur mislukkast. Það ætti að vera öllum ljóst að við leysum ekki þennan vanda með sömu meðulum og komu okkur í þessa stöðu til að byrja með.“ This morning in Glasgow, at a #ClimateStrike where 10,000 were expected to show up...a crowd of 100,000+ marched through the streets demanding #ClimateAction. https://t.co/XUahZukMRO— Alexandria Villaseñor is at COP26! (@AlexandriaV2005) November 5, 2021 Hún bætti svo við: „Við þurfum að draga úr árlegum útblæstri tafarlaust og með afgerandi hætti, af áður óþekktri stærðargráðu.“ „Fólkið sem situr í valdastólum má halda sig í sinni loftbólu með ímynduðum hlutum eins og óendanlegum hagvexti á plánetu sem vex ekki, og tæknilausnum sem eiga að birtast upp úr þurru og þurrka út vandann eins og ekkert sé.“ Á meðan brenni heimurinn og fólkið í eldlínunni beri hitann of þungann af erfiðleikunum sem fylgja. Hún sagði ráðstefnuna vera tveggja vikna veislu ráðafólks, fyrir blaður og óbreytt ástand. „Við vitum vel að keisararnir okkar eru ekki í neinum fötum!“ Skotland Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Tengdar fréttir COP26: Stórar kolaþjóðir heita því að draga úr kolabruna Stórar kolaþjóðir, eða þjóðir sem notast við kol sem eldsneyti í miklum mæli, hafa sammælst um það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow (COP26) að þær reyni að draga úr kolabruna eftir fremsta megni. 4. nóvember 2021 08:03 Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35 Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Þúsundir gengu fylktu liði um borgina til að eggja leiðtoga heimsins til að taka alvöru skref til að bregðast við loftslagsvánni. BBC segir frá þessu. Mannfjöldinn safnaðist saman við George Square þar sem Thunberg lét vaða á súðum og sparaði ekki stóru orðin. Þúsundir slógust í för með Gretu Thunberg í Glasgow í dag til að mótmæla sinnuleysi ráðamanna heimsins í loftslagsmálum. Kröfugangan hófst sem framtak barna og ungmenna en vatt upp á sig.Mynd/AP „Það er ekkert launungarmál að COP26 hefur mislukkast. Það ætti að vera öllum ljóst að við leysum ekki þennan vanda með sömu meðulum og komu okkur í þessa stöðu til að byrja með.“ This morning in Glasgow, at a #ClimateStrike where 10,000 were expected to show up...a crowd of 100,000+ marched through the streets demanding #ClimateAction. https://t.co/XUahZukMRO— Alexandria Villaseñor is at COP26! (@AlexandriaV2005) November 5, 2021 Hún bætti svo við: „Við þurfum að draga úr árlegum útblæstri tafarlaust og með afgerandi hætti, af áður óþekktri stærðargráðu.“ „Fólkið sem situr í valdastólum má halda sig í sinni loftbólu með ímynduðum hlutum eins og óendanlegum hagvexti á plánetu sem vex ekki, og tæknilausnum sem eiga að birtast upp úr þurru og þurrka út vandann eins og ekkert sé.“ Á meðan brenni heimurinn og fólkið í eldlínunni beri hitann of þungann af erfiðleikunum sem fylgja. Hún sagði ráðstefnuna vera tveggja vikna veislu ráðafólks, fyrir blaður og óbreytt ástand. „Við vitum vel að keisararnir okkar eru ekki í neinum fötum!“
Skotland Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Tengdar fréttir COP26: Stórar kolaþjóðir heita því að draga úr kolabruna Stórar kolaþjóðir, eða þjóðir sem notast við kol sem eldsneyti í miklum mæli, hafa sammælst um það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow (COP26) að þær reyni að draga úr kolabruna eftir fremsta megni. 4. nóvember 2021 08:03 Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35 Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
COP26: Stórar kolaþjóðir heita því að draga úr kolabruna Stórar kolaþjóðir, eða þjóðir sem notast við kol sem eldsneyti í miklum mæli, hafa sammælst um það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow (COP26) að þær reyni að draga úr kolabruna eftir fremsta megni. 4. nóvember 2021 08:03
Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35
Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13