„Einn að kalla: passið ykkur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 12:01 Þórólfi Guðnasyni líður eins og hann sé einn að kalla út í tómið, þegar ráðamönnum þjóðarinnar tekst ekki að ná samstöðu um sóttvarnaaðgerðir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að hvetja til samstöðu í samfélaginu á sama tíma og ráðamenn tali sóttvarnaaðgerðir niður. Hann kallar eftir því að þeir beri ábyrgð á orðum sínum. „Það er mjög erfitt að predika einhverjar ráðstafanir og hvetja samstöðu í samfélaginu, hvetja alla til að fara eftir reglum, þegar svona stór hópur samfélagsins, forsvarsmenn samfélagsins í stjórnmálum, í fjölmiðlum, er að tala gegn því sem er verið að gera og jafnvel að gera grín að því og tala það niður,” segir Þórólfur, sem var til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Þá er þetta mjög snúið og þannig hefur staðan verið undanfarið. Þetta hefur verið talað mjög mikið niður og það var meðal annars þess vegna sem ég úttalaði mig einhvern tímann að mér fannst ég eins og hrópandi í eyðimörkinni, einn að kalla: passið ykkur og það var gert lítið úr því.” Líkt og greint hefur verið frá náðist ekki samstaða innan ríkisstjórnarinnar í vikunni um næstu aðgerðir innanlands. Heilbrigðisráðherra sagði að þegar upp sé staðið sé það hún sem beri ábyrgð, og greip til hertra takmarkana, setti grímuskyldu á að nýju og færði fjöldatakmarkanir úr 2000 manns í 500 manns. Bæði fjármála- og dómsmálaráðherra hafa lýst yfir vonbrigðum með aðgerðirnar og vísa til þess að stærstur hluti þjóðarinnar sé bólusettur og fáir veikist alvarlega. „Mér finnst að þeir sem eru í forsvari og eru áberandi, fólk sem ber ábyrgð, að það þurfi aðeins að bera meiri ábyrgð á orðum sínum og hugsa málið aðeins lengra – til enda. Það er ekki nóg að vilja bara hafa hlutina einhvern veginn öðruvísi og ræða það ekkert áfram hvað gerist ef við gerum þetta eða gerum hitt,” segir Þórólfur. Þá megi ekki gera lítið úr þeirri staðreynd að um tvö prósent smitaðra veikist alvarlega. Það komi glögglega í ljós á Landspítalanum. „Landspítalinn er að lenda í verulegum vandræðum, er kominn á hættustig. og það má ekkert mikið út af bregða til þess að hann lendi í enn verri stöðu.” Hlusta má á allt viðtalið við Þórólf í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
„Það er mjög erfitt að predika einhverjar ráðstafanir og hvetja samstöðu í samfélaginu, hvetja alla til að fara eftir reglum, þegar svona stór hópur samfélagsins, forsvarsmenn samfélagsins í stjórnmálum, í fjölmiðlum, er að tala gegn því sem er verið að gera og jafnvel að gera grín að því og tala það niður,” segir Þórólfur, sem var til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Þá er þetta mjög snúið og þannig hefur staðan verið undanfarið. Þetta hefur verið talað mjög mikið niður og það var meðal annars þess vegna sem ég úttalaði mig einhvern tímann að mér fannst ég eins og hrópandi í eyðimörkinni, einn að kalla: passið ykkur og það var gert lítið úr því.” Líkt og greint hefur verið frá náðist ekki samstaða innan ríkisstjórnarinnar í vikunni um næstu aðgerðir innanlands. Heilbrigðisráðherra sagði að þegar upp sé staðið sé það hún sem beri ábyrgð, og greip til hertra takmarkana, setti grímuskyldu á að nýju og færði fjöldatakmarkanir úr 2000 manns í 500 manns. Bæði fjármála- og dómsmálaráðherra hafa lýst yfir vonbrigðum með aðgerðirnar og vísa til þess að stærstur hluti þjóðarinnar sé bólusettur og fáir veikist alvarlega. „Mér finnst að þeir sem eru í forsvari og eru áberandi, fólk sem ber ábyrgð, að það þurfi aðeins að bera meiri ábyrgð á orðum sínum og hugsa málið aðeins lengra – til enda. Það er ekki nóg að vilja bara hafa hlutina einhvern veginn öðruvísi og ræða það ekkert áfram hvað gerist ef við gerum þetta eða gerum hitt,” segir Þórólfur. Þá megi ekki gera lítið úr þeirri staðreynd að um tvö prósent smitaðra veikist alvarlega. Það komi glögglega í ljós á Landspítalanum. „Landspítalinn er að lenda í verulegum vandræðum, er kominn á hættustig. og það má ekkert mikið út af bregða til þess að hann lendi í enn verri stöðu.” Hlusta má á allt viðtalið við Þórólf í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira