Bíða með myndun ríkisstjórnar á meðan möguleiki á uppkosningu sé fyrir hendi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 19:00 Vel gengur í viðræðum stjórnarflokkanna þriggja, að sögn forsætisráðherra. Verkaskipting hefur ekki verið rædd. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að fræðilegur möguleiki sé á að grípa þurfi til uppkosninga í Norðvesturkjördæmi og því sé rétt að bíða með að kynna nýja ríkisstjórn þar til undirbúningskjörbréfanefnd hafi lokið störfum. Hins vegar sé vinna hafin við að skrifa nýjan stjórnarsáttmála. Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja héldu stjórnarmyndunarviðræðum sínum áfram í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag, en viðræður þeirra hafa nú staðið yfir í sex vikur samfleytt. Fjórar vikur eru í að Alþingi eigi, lögum samkvæmt, að koma saman - óháð því hvort búið verði að mynda nýja ríkisstjórn eða ekki. „Ég myndi segja að við séum búin að fara yfir alla helstu málaflokka. Við erum búin að kafa á dýptina í ýmsum málum þar sem við höfum þurft að greiða úr einhverjum flækjum,” segir Katrín Jakobsdóttir. „Við erum komin á þann stað að við erum byrjuð að setja niður texta þannig að þessu hefur miðað ágætlega og ég myndi segja að við sjáum fram á það að geta lokið ritun stjórnarsáttmála, án þess að fara út í tímasetningar, en það hyllir undir það í lok þessarar viku.” Hins vegar þurfi það að taka mið af störfum undirbúningskjörbréfanefndar, sem hefur upplýst um að hún mun starfa út næstu viku, þar sem reynt verður að varpa ljósi á talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. „Ég veit auðvitað ekki hvaða niðurstöðu þeir munu komast að en það er að minnsta kosti teorískur möguleiki á að það veðri boðað til uppkosningar. Og síðan eru aðrir möguleikar en á meðan það liggur ekki fyrir þá er auðvitað eðlilegt að myndun ríkisstjórnar taki mið af niðurstöðum hennar.” Engu að síður sé stjórnarsáttmálinn nú í vinnslu en verkaskipting hefur ekki verið rædd. „Við munum ekki ræða verkaskiptingu fyrr en við erum komin með þennan málefnalega grunn.” Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja héldu stjórnarmyndunarviðræðum sínum áfram í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag, en viðræður þeirra hafa nú staðið yfir í sex vikur samfleytt. Fjórar vikur eru í að Alþingi eigi, lögum samkvæmt, að koma saman - óháð því hvort búið verði að mynda nýja ríkisstjórn eða ekki. „Ég myndi segja að við séum búin að fara yfir alla helstu málaflokka. Við erum búin að kafa á dýptina í ýmsum málum þar sem við höfum þurft að greiða úr einhverjum flækjum,” segir Katrín Jakobsdóttir. „Við erum komin á þann stað að við erum byrjuð að setja niður texta þannig að þessu hefur miðað ágætlega og ég myndi segja að við sjáum fram á það að geta lokið ritun stjórnarsáttmála, án þess að fara út í tímasetningar, en það hyllir undir það í lok þessarar viku.” Hins vegar þurfi það að taka mið af störfum undirbúningskjörbréfanefndar, sem hefur upplýst um að hún mun starfa út næstu viku, þar sem reynt verður að varpa ljósi á talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. „Ég veit auðvitað ekki hvaða niðurstöðu þeir munu komast að en það er að minnsta kosti teorískur möguleiki á að það veðri boðað til uppkosningar. Og síðan eru aðrir möguleikar en á meðan það liggur ekki fyrir þá er auðvitað eðlilegt að myndun ríkisstjórnar taki mið af niðurstöðum hennar.” Engu að síður sé stjórnarsáttmálinn nú í vinnslu en verkaskipting hefur ekki verið rædd. „Við munum ekki ræða verkaskiptingu fyrr en við erum komin með þennan málefnalega grunn.”
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira