Kaffi og grobbsögur það besta við Himnaríki Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. nóvember 2021 07:00 Það er allur gangur á því hvenær og auðvitað hvort menn komast til himnaríkis, ef þeir á annað borð trúa á slíkt fyrirbæri. En á Siglufirði er að finna Himnaríki, sem er óneitanlega raunverulegt og það er opið hverjum þeim sem vill kíkja við í kaffi, laga bílinn sinn eða hreinlega spjalla um þjóðmálin. Og yfir þessu Himnaríki ríkir enginn guð, heldur hann Guðni, fyrrverandi lögga í bænum sem varð að láta af störfum eftir vinnuslys. „Eftir það fór ég að leita mér að einhverju bara við að vera. Gekk illa að fá vinnu á almennum markaði, menn eru ekkert æstir í að ráða gamla kalla, öryrkja, í almenna vinnu. Þannig að ég ákvað bara að búa mér hana til sjálfur og búa mér til stað sjálfur til að vera á og á eftir mér kom alveg halarófa af mönnum í svipaðri stöðu,“ segir Guðni Sveinsson, fyrrverandi lögreglumaður. Henda lærum og sviðakjömmum í Guðna Hjá Guðna í Himnaríki er ýmislegt hægt að gera. „Fyrst og fremst drekka kaffi, segja grobbsögur og tala um bíla og veðrið. Og spekúlera í stjórnmálum og þjóðmálum bara almennt,“ segir Guðni. Guðni býður mönnum einnig upp á bæði aðstöðu og aðstoð við bílaviðgerðir og það endurgjaldslaust. Þeir verða aðeins að greiða fyrir þá hluti sem þarf að kaupa til viðgerðanna, varaparta, lakk og slíkt, og auðvitað að mæta með góða skapið. „En þeir koma í staðinn með kaffipakka, henda í mig læri eða einhverjum sviðakjamma eða eitthvað skilurðu, en eins og ég segi; þetta á bara að vera skemmtilegt.“ Hundurinn Guðna, eins og Siglfirðingar gætu margir hverjir komist að orði, fær oft að fylgja honum niður á verkstæði.vísir/óttar Staðurinn ber nafn með rentu Þar er sérstakt áhugamál Guðna að taka við gömlum Suzuki bílum og gera þá að frábærum fjallajeppum, sem komast allan fjandann, eins og Guðni kemst að orði. Þeir eru nefnilega þannig gerðir að það er auðvelt að breyta þeim og svo eru þeir svo léttir að þeir fljóta gjarnan ofan á snjó í færð sem þyngri jeppar komast alls ekki. „Í mínum huga er þetta þá bara Himnaríki, fyrir mann sem hefur gaman að bílum og gaman að gömlu dóti og hefur gaman af að bjarga gömlu dóti og gera upp gamla bíla, að þá finnst mér þessi staður bera þetta nafn með rentu og réttu,“ segir Guðni. Fjallabyggð Bílar Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Og yfir þessu Himnaríki ríkir enginn guð, heldur hann Guðni, fyrrverandi lögga í bænum sem varð að láta af störfum eftir vinnuslys. „Eftir það fór ég að leita mér að einhverju bara við að vera. Gekk illa að fá vinnu á almennum markaði, menn eru ekkert æstir í að ráða gamla kalla, öryrkja, í almenna vinnu. Þannig að ég ákvað bara að búa mér hana til sjálfur og búa mér til stað sjálfur til að vera á og á eftir mér kom alveg halarófa af mönnum í svipaðri stöðu,“ segir Guðni Sveinsson, fyrrverandi lögreglumaður. Henda lærum og sviðakjömmum í Guðna Hjá Guðna í Himnaríki er ýmislegt hægt að gera. „Fyrst og fremst drekka kaffi, segja grobbsögur og tala um bíla og veðrið. Og spekúlera í stjórnmálum og þjóðmálum bara almennt,“ segir Guðni. Guðni býður mönnum einnig upp á bæði aðstöðu og aðstoð við bílaviðgerðir og það endurgjaldslaust. Þeir verða aðeins að greiða fyrir þá hluti sem þarf að kaupa til viðgerðanna, varaparta, lakk og slíkt, og auðvitað að mæta með góða skapið. „En þeir koma í staðinn með kaffipakka, henda í mig læri eða einhverjum sviðakjamma eða eitthvað skilurðu, en eins og ég segi; þetta á bara að vera skemmtilegt.“ Hundurinn Guðna, eins og Siglfirðingar gætu margir hverjir komist að orði, fær oft að fylgja honum niður á verkstæði.vísir/óttar Staðurinn ber nafn með rentu Þar er sérstakt áhugamál Guðna að taka við gömlum Suzuki bílum og gera þá að frábærum fjallajeppum, sem komast allan fjandann, eins og Guðni kemst að orði. Þeir eru nefnilega þannig gerðir að það er auðvelt að breyta þeim og svo eru þeir svo léttir að þeir fljóta gjarnan ofan á snjó í færð sem þyngri jeppar komast alls ekki. „Í mínum huga er þetta þá bara Himnaríki, fyrir mann sem hefur gaman að bílum og gaman að gömlu dóti og hefur gaman af að bjarga gömlu dóti og gera upp gamla bíla, að þá finnst mér þessi staður bera þetta nafn með rentu og réttu,“ segir Guðni.
Fjallabyggð Bílar Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira