Mergjaðar sögur Guðbergs frá æskuárum á Ísólfsskála Kristján Már Unnarsson skrifar 8. nóvember 2021 17:18 Guðbergur Bergsson rithöfundur er fæddur á Ísólfsskála árið 1932. Egill Aðalsteinsson Guðbergur Bergsson rithöfundur hafði enga trú á því í sumar að hraunrennslið frá eldstöðinni í Geldingadölum myndi fara yfir Ísólfsskála. Fremur en að fjalla um eyðingu jarðarinnar kaus Guðbergur að segja okkur mergjaðar sögur frá æskuheimili sínu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 að þegar eldgosið stóð sem hæst í sumar hafi kviknað sú hugmynd að gera sjónvarpsþátt með Guðbergi að fylgjast með hrauninu leggjast yfir jörðina þar sem hann fæddist. Enda var því spáð að hraunið gæti náð Ísólfsskála á einni til tveimur vikum. Gömul mynd frá Ísólfsskála frá þeim tíma sem Guðbergur var ungur.Landeigendur Ísólfsskála Meðan frændfólk hans þusti til að bera verðmæti úr húsum og fornleifafræðingar flýttu sér að rannsaka minjar var Guðbergur sallarólegur gagnvart hrauninu, sagði það hafa vit á því að vera ekkert að eyðileggja Ísólfsskála. Skemmst er frá því að segja að ekkert hefur núna sést til hraunsrennslis frá því um miðjan september og sjónvarpsþátturinn sem átti að vera um eyðingu jarðarinnar hefur eðli máls tekið nýja stefnu. Guðbergur fór nefnilega að segja okkur krassandi sögur frá Ísólfsskála, meira að segja af karlamálum ömmu sinnar, sem átti tólf börn með tveimur mönnum og skipti þeim jafnt á báða. Agnes, amma Guðbergs, og Guðmundur, seinni maður hennar, í lystigarði sem Agnes ræktaði á Ísólfsskála.Landeigendur Ísólfsskála „Það vissi enginn hvort að yngsta barnið hennar ömmu væri barnið hans Vilhjálms, afa míns, eða Gvendar. Vegna þess að hún hefur verið með báðum,“ segir Guðbergur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mergjaðar sögur Guðbergs frá Ísólfsskála má heyra í þættinum Um land allt, sem frumsýndur var á Stöð 2 klukkan 19:10 í kvöld. Hér má kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Myndi vilja leggja sig hjá kúnum í Nátthaga og láta hrauna yfir sig Guðbergur Bergsson rithöfundur heimsótti æskuslóðir sínar á Ísólfsskála í dag þar sem fornleifafræðingar frá Minjastofnun vinna í kappi við hraunrennslið að kanna fornminjar. Sjálfur skoðaði Guðbergur nýja hraunið í Nátthaga þar sem hann var kúasmali á yngri árum. 27. maí 2021 23:13 Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26 Fáir ánægðari með líkleg goslok en landeigendur Ísólfsskála „Það bara hljómar alveg rosalega vel,“ segir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála, um fréttir um að eldgosið við Fagradalsfjall sé mögulega á lokametrunum. 25. október 2021 14:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 að þegar eldgosið stóð sem hæst í sumar hafi kviknað sú hugmynd að gera sjónvarpsþátt með Guðbergi að fylgjast með hrauninu leggjast yfir jörðina þar sem hann fæddist. Enda var því spáð að hraunið gæti náð Ísólfsskála á einni til tveimur vikum. Gömul mynd frá Ísólfsskála frá þeim tíma sem Guðbergur var ungur.Landeigendur Ísólfsskála Meðan frændfólk hans þusti til að bera verðmæti úr húsum og fornleifafræðingar flýttu sér að rannsaka minjar var Guðbergur sallarólegur gagnvart hrauninu, sagði það hafa vit á því að vera ekkert að eyðileggja Ísólfsskála. Skemmst er frá því að segja að ekkert hefur núna sést til hraunsrennslis frá því um miðjan september og sjónvarpsþátturinn sem átti að vera um eyðingu jarðarinnar hefur eðli máls tekið nýja stefnu. Guðbergur fór nefnilega að segja okkur krassandi sögur frá Ísólfsskála, meira að segja af karlamálum ömmu sinnar, sem átti tólf börn með tveimur mönnum og skipti þeim jafnt á báða. Agnes, amma Guðbergs, og Guðmundur, seinni maður hennar, í lystigarði sem Agnes ræktaði á Ísólfsskála.Landeigendur Ísólfsskála „Það vissi enginn hvort að yngsta barnið hennar ömmu væri barnið hans Vilhjálms, afa míns, eða Gvendar. Vegna þess að hún hefur verið með báðum,“ segir Guðbergur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mergjaðar sögur Guðbergs frá Ísólfsskála má heyra í þættinum Um land allt, sem frumsýndur var á Stöð 2 klukkan 19:10 í kvöld. Hér má kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Myndi vilja leggja sig hjá kúnum í Nátthaga og láta hrauna yfir sig Guðbergur Bergsson rithöfundur heimsótti æskuslóðir sínar á Ísólfsskála í dag þar sem fornleifafræðingar frá Minjastofnun vinna í kappi við hraunrennslið að kanna fornminjar. Sjálfur skoðaði Guðbergur nýja hraunið í Nátthaga þar sem hann var kúasmali á yngri árum. 27. maí 2021 23:13 Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26 Fáir ánægðari með líkleg goslok en landeigendur Ísólfsskála „Það bara hljómar alveg rosalega vel,“ segir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála, um fréttir um að eldgosið við Fagradalsfjall sé mögulega á lokametrunum. 25. október 2021 14:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Myndi vilja leggja sig hjá kúnum í Nátthaga og láta hrauna yfir sig Guðbergur Bergsson rithöfundur heimsótti æskuslóðir sínar á Ísólfsskála í dag þar sem fornleifafræðingar frá Minjastofnun vinna í kappi við hraunrennslið að kanna fornminjar. Sjálfur skoðaði Guðbergur nýja hraunið í Nátthaga þar sem hann var kúasmali á yngri árum. 27. maí 2021 23:13
Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26
Fáir ánægðari með líkleg goslok en landeigendur Ísólfsskála „Það bara hljómar alveg rosalega vel,“ segir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála, um fréttir um að eldgosið við Fagradalsfjall sé mögulega á lokametrunum. 25. október 2021 14:30