Núna er rétti tíminn til að breyta skólanum Geir Finnsson skrifar 9. nóvember 2021 07:00 Ungmenni allra tíma eiga það sameiginlegt að koma með ferska sýn og gera nýjar kröfur til samfélagsins. Undir þetta geta flestir kennarar tekið. Nýjar kynslóðir alast upp við öðruvísi þekkingu og þarfir sem skólasamfélagið verður að mæta. Til þess þarf nýja kennslunálgun sem grípur nemendur og býr þá undir samfélagið sem bíður þeirra að námi loknu. Leiðin að því marki þarf hins vegar ekki að vera úr sjónmáli. Það er nefnilega hægt að innleiða vendinám. Breytt hlutverk nemenda Þetta er vissulega ekki í fyrsta sinn sem ungur kennari predikar ágæti vendináms og þetta verður heldur ekki síðasta skiptið. Um er að ræða nýlega kennslunálgun sem felst í því að líta á nám út frá tveimur rýmum. Það er annars vegar einstaklingsrýmið (e. individual space), þegar nemendur vinna á eigin forsendum og hins vegar hóparýmið (e. group space) þegar nemendur vinna í samvinnu við aðra nemendur eða kennara - oftast í skólastofu eða í gegnum netið. Í vendinámi er þumalputtareglan sú að þegar nemendur meðtaka nýjar upplýsingar, eins og að horfa á, hlusta eða lesa eitthvert efni, þá eigi það aðeins að gerast í einstaklingsrýminu. Það rými getur verið hvar sem er, t.d. heima hjá nemendum, á bókasafni, kaffihúsi eða einfaldlega einhvers staðar þar sem þeir geta verið í friði að meðtaka nýjar upplýsingar. Þegar nemendur mæta svo í tíma, í hóparýmið, nýta þeir upplýsingarnar sem þeir öfluðu utan kennslustofunar og vinna verkefni sem byggjast á þessum sömu upplýsingum. Engin þörf er á sérstökum útskýringum eða fyrirlestrum drjúgan hluta tímans. Allt heimanám nemenda verður því aðgengilegra og krefst minni utanaðkomandi aðstoðar. Það hefur heilmikla þýðingu fyrir marga nemendur að þurfa t.d. aðeins að horfa á stutt myndband fyrir tíma, í stað þess að leysa verkefni sem var útskýrt í fyrirlestri í síðasta tíma. Sumir nemendur eru svo lánsamir að eiga foreldra sem geta aðstoðað við heimavinnu en aðrir nemendur búa ekki við slík forréttindi. Með vendinámi verður fyrirlestur kennarans að heimanáminu, sem gefur kennaranum mun meiri tíma til að veita nemendum sínum einstaklingsmiðaða kennslu. Er því ekki betra fyrirkomulag að allir nemendur fái greiðan aðgang að sérfræðingnum, sjálfum kennaranum, í tíma? Hvað kemur í veg fyrir að við notum vendinám? Í vor skilaði ég meistararitgerðinni minni um þær áskoranir sem standa í vegi fyrir innleiðingu vendináms í enskukennslu í íslenskum framhaldsskólum. Rannsóknir höfðu bent til þess að skólasamfélagið væri hugsanlega ekki í stakk búið til að nýta almennilega þá tækni sem vendikennsla byggist á, þrátt fyrir alla hennar kosti. Kennslufyrirkomulagið krefst þess nefnilega að kennarar og nemendur nýti tölvur og netið í mun meira mæli en hefðbundið fyrirkomulag gerir ráð fyrir. Ég ákvað því að kanna hvort eitthvað kynni að hafa breyst í tímans rás, ekki síst í ljósi þess að COVID-19 faraldurinn virðist hafa þrýst öllu skólasamfélaginu út í 100% tæknimiðaða kennslu. Breyttir tímar ryðja hindrunum úr vegi Ég lagði því könnun fyrir enskukennara í íslenskum framhaldsskólum. Niðurstöður hennar bentu til að tæknireynsla þessara kennara við kennslu væri orðin mjög góð. Mátti því álykta að hið sama gilti um kennara annarra námsgreina. Jafnframt hefði COVID-19 faraldurinn hvatt kennara til að prófa ýmsar tækninýjungar sem þeir hefðu annars ekki gert. Slík reynsla verður ekki aftur tekin. Í kjölfarið útskýrði ég vendinám fyrir kennurum og spurði svo út í þær hindranir sem stæðu í vegi fyrir innleiðingu þess. Að mati margra kennara eru hindranirnar litlar sem engar núna. Þær tengdust helst skorti á fræðslu um vendinám sem má leysa nokkuð auðveldlega ef vilji er fyrir hendi. Hvert er þá framhaldið? Þótt íslenskir framhaldsskólar styðjist fyrst og fremst við hefðbundið kennslufyrirkomulag, eru engu að síður skólar hér sem hafa innleitt vendinám að einhverju leyti. Einn slíkur skóli, Menntaskólinn á Ásbrú (MÁ) styðst reyndar einvörðungu við vendinám. Það vill svo til að eftir að ég brautskráðist í vor var ég ráðinn sem enskukennari þar. Í þessum glænýja og litla skóla er ég eini enskukennarinn og býðst mér því dýrmætt tækifæri til að móta ensku-vendinámskennslu hérlendis. Í MÁ ríkir mikil þekking og reynsla af notkun vendináms. Í ljósi þess hve verkefnamiðuð kennslunálgunin er, var ákveðið að gera kennslustofur, sjálft hóparýmið, að þægilegum vinnustofum fyrir nemendur, þar sem þeir geta komið sér fyrir í alls konar sætum hvar sem er í stofunni. Hefðbundin uppröðun, þar sem kennarinn er í forgrunni og nemendur áhorfendur, fyrirfinnst því ekki. Kennarinn á þess vegna auðveldara með að ganga á milli nemenda og veita þeim einstaklingsmiðaða athygli. Jafnframt er námið lotumiðað og lýkur því yfirleitt einum áfanga á hálfri önn, sem þýðir að nemendur verja mun meiri tíma í færri fög í hverri viku. Það veitir gott rými til að leysa krefjandi verkefni í tímum, frekar en að skilja nemendur eftir með þung verkefni heima þar sem þeir njóta mismikillar aðstoðar. Tækifærið til að innleiða vendinám er núna Fyrir mitt leyti er áhugavert að fylgja fræðunum eftir í verki og upplifa beinan árangur af vendinámi. Nemendur tileinka sér þau vinnubrögð að vera virkir í tímum og ljúka verkefnum á staðnum, í stað þess að vera óvirkir hlustendur í skólanum og eiga svo ókláruð verkefni eftir heima. Er það ekki einmitt hugarfarið sem við viljum að brautskráðir nemendur tileinki sér áður en þeir fara á vinnumarkaðinn? Það munar heilmiklu að skólar brautskrái virka nemendur sem læra að leysa fjölbreytt verkefni undir handleiðslu sérfræðinga. Til þess þarf kennslunálgun sem er í takt við tímann og nýtir þá tækni sem nútímakynslóðir barna og unglinga alast upp við. Sitt sýnist hverjum, vissulega, en þeir sem hafa kynnst vendikennslu og á það jafnt við um nemendur sem kennara, kæra sig yfirleitt ekki um að snúa aftur í hefðbundið kennslufyrirkomulag. Undir þetta taka vendinámskennarar og nemendur um allan heim. Nú sjáum við að íslenskt skólakerfi er í stakk búið til að innleiða slíka kennslunálgun. Tæknin er komin og reynslan af tækninni er sömuleiðis mjög góð hjá öllu skólasamfélaginu. Nú þarf bara að láta verkin tala. Höfundur er enskukennari í MÁ. Greinin er byggð á fyrirlestri sem haldinn var á Menntakviku í ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Geir Finnsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ungmenni allra tíma eiga það sameiginlegt að koma með ferska sýn og gera nýjar kröfur til samfélagsins. Undir þetta geta flestir kennarar tekið. Nýjar kynslóðir alast upp við öðruvísi þekkingu og þarfir sem skólasamfélagið verður að mæta. Til þess þarf nýja kennslunálgun sem grípur nemendur og býr þá undir samfélagið sem bíður þeirra að námi loknu. Leiðin að því marki þarf hins vegar ekki að vera úr sjónmáli. Það er nefnilega hægt að innleiða vendinám. Breytt hlutverk nemenda Þetta er vissulega ekki í fyrsta sinn sem ungur kennari predikar ágæti vendináms og þetta verður heldur ekki síðasta skiptið. Um er að ræða nýlega kennslunálgun sem felst í því að líta á nám út frá tveimur rýmum. Það er annars vegar einstaklingsrýmið (e. individual space), þegar nemendur vinna á eigin forsendum og hins vegar hóparýmið (e. group space) þegar nemendur vinna í samvinnu við aðra nemendur eða kennara - oftast í skólastofu eða í gegnum netið. Í vendinámi er þumalputtareglan sú að þegar nemendur meðtaka nýjar upplýsingar, eins og að horfa á, hlusta eða lesa eitthvert efni, þá eigi það aðeins að gerast í einstaklingsrýminu. Það rými getur verið hvar sem er, t.d. heima hjá nemendum, á bókasafni, kaffihúsi eða einfaldlega einhvers staðar þar sem þeir geta verið í friði að meðtaka nýjar upplýsingar. Þegar nemendur mæta svo í tíma, í hóparýmið, nýta þeir upplýsingarnar sem þeir öfluðu utan kennslustofunar og vinna verkefni sem byggjast á þessum sömu upplýsingum. Engin þörf er á sérstökum útskýringum eða fyrirlestrum drjúgan hluta tímans. Allt heimanám nemenda verður því aðgengilegra og krefst minni utanaðkomandi aðstoðar. Það hefur heilmikla þýðingu fyrir marga nemendur að þurfa t.d. aðeins að horfa á stutt myndband fyrir tíma, í stað þess að leysa verkefni sem var útskýrt í fyrirlestri í síðasta tíma. Sumir nemendur eru svo lánsamir að eiga foreldra sem geta aðstoðað við heimavinnu en aðrir nemendur búa ekki við slík forréttindi. Með vendinámi verður fyrirlestur kennarans að heimanáminu, sem gefur kennaranum mun meiri tíma til að veita nemendum sínum einstaklingsmiðaða kennslu. Er því ekki betra fyrirkomulag að allir nemendur fái greiðan aðgang að sérfræðingnum, sjálfum kennaranum, í tíma? Hvað kemur í veg fyrir að við notum vendinám? Í vor skilaði ég meistararitgerðinni minni um þær áskoranir sem standa í vegi fyrir innleiðingu vendináms í enskukennslu í íslenskum framhaldsskólum. Rannsóknir höfðu bent til þess að skólasamfélagið væri hugsanlega ekki í stakk búið til að nýta almennilega þá tækni sem vendikennsla byggist á, þrátt fyrir alla hennar kosti. Kennslufyrirkomulagið krefst þess nefnilega að kennarar og nemendur nýti tölvur og netið í mun meira mæli en hefðbundið fyrirkomulag gerir ráð fyrir. Ég ákvað því að kanna hvort eitthvað kynni að hafa breyst í tímans rás, ekki síst í ljósi þess að COVID-19 faraldurinn virðist hafa þrýst öllu skólasamfélaginu út í 100% tæknimiðaða kennslu. Breyttir tímar ryðja hindrunum úr vegi Ég lagði því könnun fyrir enskukennara í íslenskum framhaldsskólum. Niðurstöður hennar bentu til að tæknireynsla þessara kennara við kennslu væri orðin mjög góð. Mátti því álykta að hið sama gilti um kennara annarra námsgreina. Jafnframt hefði COVID-19 faraldurinn hvatt kennara til að prófa ýmsar tækninýjungar sem þeir hefðu annars ekki gert. Slík reynsla verður ekki aftur tekin. Í kjölfarið útskýrði ég vendinám fyrir kennurum og spurði svo út í þær hindranir sem stæðu í vegi fyrir innleiðingu þess. Að mati margra kennara eru hindranirnar litlar sem engar núna. Þær tengdust helst skorti á fræðslu um vendinám sem má leysa nokkuð auðveldlega ef vilji er fyrir hendi. Hvert er þá framhaldið? Þótt íslenskir framhaldsskólar styðjist fyrst og fremst við hefðbundið kennslufyrirkomulag, eru engu að síður skólar hér sem hafa innleitt vendinám að einhverju leyti. Einn slíkur skóli, Menntaskólinn á Ásbrú (MÁ) styðst reyndar einvörðungu við vendinám. Það vill svo til að eftir að ég brautskráðist í vor var ég ráðinn sem enskukennari þar. Í þessum glænýja og litla skóla er ég eini enskukennarinn og býðst mér því dýrmætt tækifæri til að móta ensku-vendinámskennslu hérlendis. Í MÁ ríkir mikil þekking og reynsla af notkun vendináms. Í ljósi þess hve verkefnamiðuð kennslunálgunin er, var ákveðið að gera kennslustofur, sjálft hóparýmið, að þægilegum vinnustofum fyrir nemendur, þar sem þeir geta komið sér fyrir í alls konar sætum hvar sem er í stofunni. Hefðbundin uppröðun, þar sem kennarinn er í forgrunni og nemendur áhorfendur, fyrirfinnst því ekki. Kennarinn á þess vegna auðveldara með að ganga á milli nemenda og veita þeim einstaklingsmiðaða athygli. Jafnframt er námið lotumiðað og lýkur því yfirleitt einum áfanga á hálfri önn, sem þýðir að nemendur verja mun meiri tíma í færri fög í hverri viku. Það veitir gott rými til að leysa krefjandi verkefni í tímum, frekar en að skilja nemendur eftir með þung verkefni heima þar sem þeir njóta mismikillar aðstoðar. Tækifærið til að innleiða vendinám er núna Fyrir mitt leyti er áhugavert að fylgja fræðunum eftir í verki og upplifa beinan árangur af vendinámi. Nemendur tileinka sér þau vinnubrögð að vera virkir í tímum og ljúka verkefnum á staðnum, í stað þess að vera óvirkir hlustendur í skólanum og eiga svo ókláruð verkefni eftir heima. Er það ekki einmitt hugarfarið sem við viljum að brautskráðir nemendur tileinki sér áður en þeir fara á vinnumarkaðinn? Það munar heilmiklu að skólar brautskrái virka nemendur sem læra að leysa fjölbreytt verkefni undir handleiðslu sérfræðinga. Til þess þarf kennslunálgun sem er í takt við tímann og nýtir þá tækni sem nútímakynslóðir barna og unglinga alast upp við. Sitt sýnist hverjum, vissulega, en þeir sem hafa kynnst vendikennslu og á það jafnt við um nemendur sem kennara, kæra sig yfirleitt ekki um að snúa aftur í hefðbundið kennslufyrirkomulag. Undir þetta taka vendinámskennarar og nemendur um allan heim. Nú sjáum við að íslenskt skólakerfi er í stakk búið til að innleiða slíka kennslunálgun. Tæknin er komin og reynslan af tækninni er sömuleiðis mjög góð hjá öllu skólasamfélaginu. Nú þarf bara að láta verkin tala. Höfundur er enskukennari í MÁ. Greinin er byggð á fyrirlestri sem haldinn var á Menntakviku í ár.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun