Rio Ferdinand hefur skipt um skoðun varðandi Ole Gunnar Solskjær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2021 10:31 Rio Ferdinand ræðir við Ole Gunnar Solskjaer fyrir leik hjá Manchester United. Getty/Robbie Jay Barratt Rio Ferdinand hvetur Ole Gunnar Solskjaer til að hætta sem knattspyrnustjóri Manchester United með höfuðið hátt í stað þess að bíða eftir því að hann fái sparkið. Ferdinand sem lék með Solskjær hjá Manchester United og þeir unnu marga titla saman. Rio var mikill talsmaður Ole Gunnars framan af og talaði mikið fyrir því að hann fengi fastráðningu á sínum tíma. Eftir slæmar vikur og máttlausa frammistöðu í tapi á móti nágrönnunum í Manchester City um helgina þá hefur Rio Ferdinand skipt um skoðun varðandi Ole Gunnar Solskjær. Rio is now Ole out https://t.co/jrzWALrB7G— SPORTbible (@sportbible) November 9, 2021 „Ég sit hérna og hef ekki trú á því að við getum barist um titilinn. Ég horfi á liðið okkar í hverri viku og velti því fyrir mér hvaða taktík liðið muni spila. Ég sé enga hugsjón eða auðkenni hjá Manchester United liðinu og það er eitthvað sem ætti að koma frá forystunni. Ég verð ringlaður við það að horfa á liðið,“ sagði Rio í þættinum Rio Ferdinand Presents FIVE. „Ég var alltaf efins um það að hann gæti gert okkur að meisturum, var ekki alveg sannfærður. Miðað við það lið sem hann hefur sett saman og það sem ég hef sé í vetur þá held ég að það sé kominn tími á að einhver annar taki við keflinu,“ sagði Ferdinand. „Það er mín skoðun að Ole ætti að hætta sjálfur núna með höfuðið hátt því allt frá því að hann kom hingað til byrjun þessa tímabilsins þá hefur þetta verið jákvætt,“ sagði Ferdinand. I believe if Ole leaves Manchester United now, he walks away with his head held high we discuss in depth today!Thoughts? https://t.co/GB1QSAaLsI#VibeWithFive#MUFC pic.twitter.com/cwQvFSGuA9— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 8, 2021 Ferdinand telur að vandamálið sé að leikmenn United óttist ekki Solskjær og hann trúir því að það sé mikilvægt að leikmenn beri óttablandna virðingu fyrir knattspyrnustjórum sínum. „Þegar ég horfði á liðið okkar þá sé ég að leikmenn okkar óttist ekki afleiðingarnar af frammistöðu sinni. Það vantar ákefð, leikmenn eru ekki að keyra sig út eða fórna sér í leikjunum. Ég sé það sem vanvirðingu við knattspyrnustjórann,“ sagði Ferdinand. „Allir þeir stjórar sem hafa náð árangri eða unnið eitthvað í þessari íþrótt hafa búið til þessa hræðslu hjá sínum leikmönnum. Pep [Guardiola] núna, [Jurgen] Klopp núna, [Thomas] Tuchel núna, Fergie og á mínum tíma, George Graham hjá Arsenal og Arsene Wenger. Það vantar þetta: Ef þú fylgir ekki reglunum þá sest þú bara á bekkinn og horfir á liðið spila. Ég sé ekki þennan ótta hjá liðinu og það er ekki rétt,“ sagði Rio Ferdinand. Ole Gunnar Solskjaer flaug heim í landsleikjaglugganum til að eyða tíma með fjölskyldu sinni og fá smá frí frá lífinu hjá Manchester United sem hefur heldur betur reynt á hann á þessum síðustu og erfiðu vikum. Enski boltinn Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Fleiri fréttir Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Sjá meira
Ferdinand sem lék með Solskjær hjá Manchester United og þeir unnu marga titla saman. Rio var mikill talsmaður Ole Gunnars framan af og talaði mikið fyrir því að hann fengi fastráðningu á sínum tíma. Eftir slæmar vikur og máttlausa frammistöðu í tapi á móti nágrönnunum í Manchester City um helgina þá hefur Rio Ferdinand skipt um skoðun varðandi Ole Gunnar Solskjær. Rio is now Ole out https://t.co/jrzWALrB7G— SPORTbible (@sportbible) November 9, 2021 „Ég sit hérna og hef ekki trú á því að við getum barist um titilinn. Ég horfi á liðið okkar í hverri viku og velti því fyrir mér hvaða taktík liðið muni spila. Ég sé enga hugsjón eða auðkenni hjá Manchester United liðinu og það er eitthvað sem ætti að koma frá forystunni. Ég verð ringlaður við það að horfa á liðið,“ sagði Rio í þættinum Rio Ferdinand Presents FIVE. „Ég var alltaf efins um það að hann gæti gert okkur að meisturum, var ekki alveg sannfærður. Miðað við það lið sem hann hefur sett saman og það sem ég hef sé í vetur þá held ég að það sé kominn tími á að einhver annar taki við keflinu,“ sagði Ferdinand. „Það er mín skoðun að Ole ætti að hætta sjálfur núna með höfuðið hátt því allt frá því að hann kom hingað til byrjun þessa tímabilsins þá hefur þetta verið jákvætt,“ sagði Ferdinand. I believe if Ole leaves Manchester United now, he walks away with his head held high we discuss in depth today!Thoughts? https://t.co/GB1QSAaLsI#VibeWithFive#MUFC pic.twitter.com/cwQvFSGuA9— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 8, 2021 Ferdinand telur að vandamálið sé að leikmenn United óttist ekki Solskjær og hann trúir því að það sé mikilvægt að leikmenn beri óttablandna virðingu fyrir knattspyrnustjórum sínum. „Þegar ég horfði á liðið okkar þá sé ég að leikmenn okkar óttist ekki afleiðingarnar af frammistöðu sinni. Það vantar ákefð, leikmenn eru ekki að keyra sig út eða fórna sér í leikjunum. Ég sé það sem vanvirðingu við knattspyrnustjórann,“ sagði Ferdinand. „Allir þeir stjórar sem hafa náð árangri eða unnið eitthvað í þessari íþrótt hafa búið til þessa hræðslu hjá sínum leikmönnum. Pep [Guardiola] núna, [Jurgen] Klopp núna, [Thomas] Tuchel núna, Fergie og á mínum tíma, George Graham hjá Arsenal og Arsene Wenger. Það vantar þetta: Ef þú fylgir ekki reglunum þá sest þú bara á bekkinn og horfir á liðið spila. Ég sé ekki þennan ótta hjá liðinu og það er ekki rétt,“ sagði Rio Ferdinand. Ole Gunnar Solskjaer flaug heim í landsleikjaglugganum til að eyða tíma með fjölskyldu sinni og fá smá frí frá lífinu hjá Manchester United sem hefur heldur betur reynt á hann á þessum síðustu og erfiðu vikum.
Enski boltinn Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Fleiri fréttir Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Sjá meira