Gífurleg eftirspurn í kjölfar Covid-19 sé aðeins tímabundin Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. nóvember 2021 13:01 Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir líklegt að draga muni úr eftirspurn eftir vörum á næsta ári. Vísir/Vilhelm Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans gerir ráð fyrir að um mitt næsta ár muni draga úr þeirri gríðarlegu eftirspurn sem myndast hefur í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19 og leitt til vöruskorts víða um heim. Draga muni úr neyslu á vörum á endanum og neytendur í auknum mæli leita í þjónustu. Um leið og slakað var á sóttvarnarráðstöfunum víða um heim og aukinn kraftur var settur í bólusetningar gegn Covid-19 varð sprenging í eftirspurn eftir vörum. Framleiðendur gerðu ekki ráð fyrir að heimurinn tæki svona fljótt við sér og er nú skortur á ýmsum vörum þar sem eftirspurnin er töluvert meiri nú en í venjulegu árferði. Neyslan var einnig minni fyrstu mánuði faraldursins, bæði eftir vörum og þjónustu, vegna sóttvarnaraðgerða og var efnahagsaðgerðum beitt til að styja við íbúa. Flestir enduðu þá með óvæntan sparnað þar sem tekjur héldust að mestu óbreyttar. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, fór yfir stöðuna á morgunfundi Félags atvinnurekenda í morgun en hann sagði að um óvanalega stöðu væri að ræða. Líklega muni þó draga úr þeirri eftirspurn sem nú hefur myndast og nefndi Daníel þrjár ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi muni eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum, eins og stórum raftækjum og húsgögnum, mettast, í öðru lagi muni sparnaður sem fólk safnaði upp í gegnum faraldurinn á endanum klárast, og í þriðja lagi muni eftirspurn hliðrast frá vörum yfir í þjónustu. „Þetta eldsneyti í aukna einkaneyslu á vörum er svolítið að klárast þannig að mér finnst flest benda til þess að þegar við komum inn á mitt næsta ár, seinni hluta næsta árs, þá munum við sjá að það dragi úr eftirspurn eftir vörum en hún muni aukast meira eftir þjónustu,“ segir Daníel. Þannig er áætlað að sú staða sem nú er uppi víða um heim sé aðeins tímabundin og að öllum líkindum muni hægja verulega á eftirspurn á næsta ári. Aðspurður um hvort að hertar sóttvarnaraðgerðir, nú þegar mörg ríki glíma við uppsveiflu faraldursins á ný, gætu breytt þeim áætlunum segir Davíð ólíklegt að það hafi mikil áhrif. „Svona heilt yfir þá sjáum við í gegnum þessar bylgjur að neytendur og fólk lærir að lifa með faraldrinum og það aðlagar neyslu sína mjög fljótlega að nýjum aðstæðum. Þannig við erum ekki að fara að sjá aftur sama samdrátt og síðan rosalega aukningu eins og við sáum um mitt síðasta ár,“ segir Daníel. Daníel fór nánar yfir eftirmála faraldursins í erindi sínu en auk hans voru Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri alþjóðlegu flutningsmiðlunarinnar DB Schenker á Íslandi, og Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, með erindi um stöðu flutningamála eftir faraldurinn. Hægt er að horfa á fund Félags atvinnurekenda í heild sinni hér fyrir neðan. Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Um leið og slakað var á sóttvarnarráðstöfunum víða um heim og aukinn kraftur var settur í bólusetningar gegn Covid-19 varð sprenging í eftirspurn eftir vörum. Framleiðendur gerðu ekki ráð fyrir að heimurinn tæki svona fljótt við sér og er nú skortur á ýmsum vörum þar sem eftirspurnin er töluvert meiri nú en í venjulegu árferði. Neyslan var einnig minni fyrstu mánuði faraldursins, bæði eftir vörum og þjónustu, vegna sóttvarnaraðgerða og var efnahagsaðgerðum beitt til að styja við íbúa. Flestir enduðu þá með óvæntan sparnað þar sem tekjur héldust að mestu óbreyttar. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, fór yfir stöðuna á morgunfundi Félags atvinnurekenda í morgun en hann sagði að um óvanalega stöðu væri að ræða. Líklega muni þó draga úr þeirri eftirspurn sem nú hefur myndast og nefndi Daníel þrjár ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi muni eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum, eins og stórum raftækjum og húsgögnum, mettast, í öðru lagi muni sparnaður sem fólk safnaði upp í gegnum faraldurinn á endanum klárast, og í þriðja lagi muni eftirspurn hliðrast frá vörum yfir í þjónustu. „Þetta eldsneyti í aukna einkaneyslu á vörum er svolítið að klárast þannig að mér finnst flest benda til þess að þegar við komum inn á mitt næsta ár, seinni hluta næsta árs, þá munum við sjá að það dragi úr eftirspurn eftir vörum en hún muni aukast meira eftir þjónustu,“ segir Daníel. Þannig er áætlað að sú staða sem nú er uppi víða um heim sé aðeins tímabundin og að öllum líkindum muni hægja verulega á eftirspurn á næsta ári. Aðspurður um hvort að hertar sóttvarnaraðgerðir, nú þegar mörg ríki glíma við uppsveiflu faraldursins á ný, gætu breytt þeim áætlunum segir Davíð ólíklegt að það hafi mikil áhrif. „Svona heilt yfir þá sjáum við í gegnum þessar bylgjur að neytendur og fólk lærir að lifa með faraldrinum og það aðlagar neyslu sína mjög fljótlega að nýjum aðstæðum. Þannig við erum ekki að fara að sjá aftur sama samdrátt og síðan rosalega aukningu eins og við sáum um mitt síðasta ár,“ segir Daníel. Daníel fór nánar yfir eftirmála faraldursins í erindi sínu en auk hans voru Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri alþjóðlegu flutningsmiðlunarinnar DB Schenker á Íslandi, og Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, með erindi um stöðu flutningamála eftir faraldurinn. Hægt er að horfa á fund Félags atvinnurekenda í heild sinni hér fyrir neðan.
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira