Segir að samtölin við landsliðsmenn verði á óformlegum nótum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2021 11:01 Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörinn formaður KSÍ í byrjun október. vísir/hulda margrét Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ, líst vel á þær tillögur sem starfshópur sambandsins lagði til um breytingar „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“ innan KSÍ. Hún segir að samtöl sín við leikmenn karlalandsliðsins á næstu dögum verði á óformlegu nótunum. Í síðustu viku skilaði starfshópurinn sem KSÍ setti á laggirnar í haust skýrslu sinni um breytingar á störfum sambandsins í ýmsum málum. Í skýrslunni eru lagðar fram fjórar tillögur til að breyta vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ. Einnig eru lagðar fram nokkrar leiðir til að ná markmiði hverrar tillögu. „Við erum mjög þakklátt fyrir þessa vinnu og tillögur. Við í stjórninni ætlum að fara yfir þær og vinna með þær,“ sagði Vanda í samtali við Vísi. Skýrslu starfshópsins má lesa með því að smella hér. Í skýrslunni er lagt til að siðareglur KSÍ verði uppfærðar. Einnig er mælt með því að sér grein um ofbeldi verði bætt við siðareglurnar. Þessi vinna er komin vel á veg. „Þetta er þegar í gangi. Við settum þetta strax í gang. Þetta var eitt af því fyrsta sem við í nýju stjórninni gerðum,“ sagði Vanda og bætti við að gömlu siðareglurnar væru komnar til ára sinna. „Þær eru frá 2010 ef ég man rétt og það var kominn tími á að endurskoða þær.“ Starfshópurinn hvatti til þess að KSÍ léti landsliðsfólk sitt skrifa undir samning sem tekur mið af siðareglum. Starfshópur á vegum ÍSÍ skoðar nú gerð slíkra samninga. „Ég veit að þetta er partur af vinnu þessa starfshóps. Það er verið að gera reglur fyrir alla íþróttahreyfinguna, ekki bara fyrir KSÍ,“ sagði Vanda. Hún fór út til Rúmeníu í morgun til móts við karlalandsliðið. Það mætir Rúmenum í Búkarest annað kvöld og Norður-Makedóníumönnum í Skopje á sunnudaginn. Þetta eru síðustu leikir íslenska liðsins í undankeppni HM 2022. Þetta er fyrsta landsliðsferð Vöndu og hún hefur sagst ætla að nýta tækifæri og ræða við leikmenn landsliðsins. Þær samræður verða þó frekar á óformlegum nótum og Vanda ítrekar að fótboltinn verði í fyrsta sæti. „Í fyrsta lagi er þetta landsliðsferð. Þeir eru að spila landsleiki og landsliðsþjálfararnir stjórna. En ég ætla bara að fylgjast með, vera á æfingum og fundum. Ég er auðvitað gamall þjálfari og hef svo gaman að þessum hluta. Ég held að þetta verði meira á óformlegum nótum að þessu sinni,“ sagði Vanda. „Ég hef sagt það, og stend við það, að það sé samtal við landsliðsfólkið og það finni að það geti leitað til okkar ef það er eitthvað. Við erum í þessu saman. Það verður svo gaman að fylgjast með þessu efnilega liði á næstu árum.“ KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vilja að allir leikmenn í landsliðum og meistaraflokkum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota Starfshópurinn sem vann að breytingum á vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ leggur til að leikmenn í meistaraflokkum og landsliðum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. 5. nóvember 2021 12:37 Starfshópurinn hvetur KSÍ eindregið til að gera samninga við landsliðsfólk Starfshópurinn sem Knattspyrnusamband Íslands setti á laggirnar í storminum í haust hefur nú lokið vinnu sinni og skilað til KSÍ tillögum „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“. 4. nóvember 2021 14:30 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Sjá meira
Í síðustu viku skilaði starfshópurinn sem KSÍ setti á laggirnar í haust skýrslu sinni um breytingar á störfum sambandsins í ýmsum málum. Í skýrslunni eru lagðar fram fjórar tillögur til að breyta vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ. Einnig eru lagðar fram nokkrar leiðir til að ná markmiði hverrar tillögu. „Við erum mjög þakklátt fyrir þessa vinnu og tillögur. Við í stjórninni ætlum að fara yfir þær og vinna með þær,“ sagði Vanda í samtali við Vísi. Skýrslu starfshópsins má lesa með því að smella hér. Í skýrslunni er lagt til að siðareglur KSÍ verði uppfærðar. Einnig er mælt með því að sér grein um ofbeldi verði bætt við siðareglurnar. Þessi vinna er komin vel á veg. „Þetta er þegar í gangi. Við settum þetta strax í gang. Þetta var eitt af því fyrsta sem við í nýju stjórninni gerðum,“ sagði Vanda og bætti við að gömlu siðareglurnar væru komnar til ára sinna. „Þær eru frá 2010 ef ég man rétt og það var kominn tími á að endurskoða þær.“ Starfshópurinn hvatti til þess að KSÍ léti landsliðsfólk sitt skrifa undir samning sem tekur mið af siðareglum. Starfshópur á vegum ÍSÍ skoðar nú gerð slíkra samninga. „Ég veit að þetta er partur af vinnu þessa starfshóps. Það er verið að gera reglur fyrir alla íþróttahreyfinguna, ekki bara fyrir KSÍ,“ sagði Vanda. Hún fór út til Rúmeníu í morgun til móts við karlalandsliðið. Það mætir Rúmenum í Búkarest annað kvöld og Norður-Makedóníumönnum í Skopje á sunnudaginn. Þetta eru síðustu leikir íslenska liðsins í undankeppni HM 2022. Þetta er fyrsta landsliðsferð Vöndu og hún hefur sagst ætla að nýta tækifæri og ræða við leikmenn landsliðsins. Þær samræður verða þó frekar á óformlegum nótum og Vanda ítrekar að fótboltinn verði í fyrsta sæti. „Í fyrsta lagi er þetta landsliðsferð. Þeir eru að spila landsleiki og landsliðsþjálfararnir stjórna. En ég ætla bara að fylgjast með, vera á æfingum og fundum. Ég er auðvitað gamall þjálfari og hef svo gaman að þessum hluta. Ég held að þetta verði meira á óformlegum nótum að þessu sinni,“ sagði Vanda. „Ég hef sagt það, og stend við það, að það sé samtal við landsliðsfólkið og það finni að það geti leitað til okkar ef það er eitthvað. Við erum í þessu saman. Það verður svo gaman að fylgjast með þessu efnilega liði á næstu árum.“
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vilja að allir leikmenn í landsliðum og meistaraflokkum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota Starfshópurinn sem vann að breytingum á vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ leggur til að leikmenn í meistaraflokkum og landsliðum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. 5. nóvember 2021 12:37 Starfshópurinn hvetur KSÍ eindregið til að gera samninga við landsliðsfólk Starfshópurinn sem Knattspyrnusamband Íslands setti á laggirnar í storminum í haust hefur nú lokið vinnu sinni og skilað til KSÍ tillögum „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“. 4. nóvember 2021 14:30 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Sjá meira
Vilja að allir leikmenn í landsliðum og meistaraflokkum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota Starfshópurinn sem vann að breytingum á vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ leggur til að leikmenn í meistaraflokkum og landsliðum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. 5. nóvember 2021 12:37
Starfshópurinn hvetur KSÍ eindregið til að gera samninga við landsliðsfólk Starfshópurinn sem Knattspyrnusamband Íslands setti á laggirnar í storminum í haust hefur nú lokið vinnu sinni og skilað til KSÍ tillögum „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“. 4. nóvember 2021 14:30