Merkileg dráttarvél gefin á Hvanneyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. nóvember 2021 20:30 Kristján Helgi við Cantaur dráttarvélina, sem hann hefur gert upp síðustu sjö ár. Vélin er ágerð 1934. Ein merkilegasta dráttarvél landsins er nú komin á Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri en það var Kristján Helgi Bjartmarsson, sem er mikill eljumaður og fagurkerri, sem færði safninu vélina að gjöf. Vélin, sem er gangfær er snúið í gang. Centaur dráttarvélin er frá Mælifelli í Skagafirði uppgerð af Kristjáni Helga Bjartmarssyni, sem afhenti Landbúnaðarsafninu gripinn formlega um helgina að viðstöddu fjölmenni á Hvanneyri. Vélin, sem er árgerð 1934 var fyrst notaður á bænum Jódísarstöðum í Eyjafirði en svo keypti pabbi Kristjáns Helga, séra Bjartmar Kristjánsson á Mælifelli vélina og eftir að hann var búin að nota hana til fjölda ára gaf hann Centaurinn til Þjóðminjasafnsins til varðveislu, enda þótti þetta mjög merkileg vél. 2014 samdi Kristján Helgi við Þjóðminjasafnið um að gera vélina upp og tók það hann sjö ár að koma henni í toppstand og nú er hún sem sagt komin til endanlegrar varðveislu á Hvanneyri. Það komu sex svona dráttarvélar til landsins en hlutverk þeirra var að leysa hestinn af hólmi. „Þessi vél átti sem sagt að geta dregið allt, sem hesturinn hafði dregið áður.Ég man mjög vel eftir þessari vél úr minni barnæsku. Mér þótti þetta abbarat afskaplega spennandi. Pabbi var mjög lagin við vélar,“ segir Kristján Mikil ánægja er hjá Þjóðminjasafninu með að nú sé búið að gera dráttarvélina upp og að hún sé komin í örugga höfn á Hvanneyri. „Þetta er í rauninni dæmi um það, sem við stöndum nú frammi fyrir við safnið í dag að söfnin eru yfirfull af hlutum, sem við safnmenn kunnum ekkert á, vitum lítið um og erum gjörsamlega ráðalaus með. Hefði vélin ekki verið undir hatti Þjóðminjasafnsins þá væri engin Centaur til og þar með þá dottinn sá hlekkur úr landbúnaðarsögunni þó hann hafi ekkert verið mjög stór en þá er þetta ansi merkilegur þáttur í sögunni“ sagði Lilja Árnadóttir frá Þjóðminjasafninu meðal annars í ávarpi sínu. Áður en Kristján afhenti vélina formlega fór hann með eina stutta stöku. Ljúfu Skjónu leysti af, lauk þar hennar vanda. Séra Bjartmar seinna gaf, safni þennan fjanda. Mikil ánægja er með að dráttarvélin sé komin á Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri. Á myndinni frá vinstri eru þau Bjarni Guðmundsson, fyrrverandi forstöðumaður safnsins, Kristján Helgi, Ragnhildur Helga Jónsdóttir, forstöðumaður safnsins og Lilja Árnadóttir frá Þjóðminjasafni ÍslandsMagnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Landbúnaður Menning Söfn Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Centaur dráttarvélin er frá Mælifelli í Skagafirði uppgerð af Kristjáni Helga Bjartmarssyni, sem afhenti Landbúnaðarsafninu gripinn formlega um helgina að viðstöddu fjölmenni á Hvanneyri. Vélin, sem er árgerð 1934 var fyrst notaður á bænum Jódísarstöðum í Eyjafirði en svo keypti pabbi Kristjáns Helga, séra Bjartmar Kristjánsson á Mælifelli vélina og eftir að hann var búin að nota hana til fjölda ára gaf hann Centaurinn til Þjóðminjasafnsins til varðveislu, enda þótti þetta mjög merkileg vél. 2014 samdi Kristján Helgi við Þjóðminjasafnið um að gera vélina upp og tók það hann sjö ár að koma henni í toppstand og nú er hún sem sagt komin til endanlegrar varðveislu á Hvanneyri. Það komu sex svona dráttarvélar til landsins en hlutverk þeirra var að leysa hestinn af hólmi. „Þessi vél átti sem sagt að geta dregið allt, sem hesturinn hafði dregið áður.Ég man mjög vel eftir þessari vél úr minni barnæsku. Mér þótti þetta abbarat afskaplega spennandi. Pabbi var mjög lagin við vélar,“ segir Kristján Mikil ánægja er hjá Þjóðminjasafninu með að nú sé búið að gera dráttarvélina upp og að hún sé komin í örugga höfn á Hvanneyri. „Þetta er í rauninni dæmi um það, sem við stöndum nú frammi fyrir við safnið í dag að söfnin eru yfirfull af hlutum, sem við safnmenn kunnum ekkert á, vitum lítið um og erum gjörsamlega ráðalaus með. Hefði vélin ekki verið undir hatti Þjóðminjasafnsins þá væri engin Centaur til og þar með þá dottinn sá hlekkur úr landbúnaðarsögunni þó hann hafi ekkert verið mjög stór en þá er þetta ansi merkilegur þáttur í sögunni“ sagði Lilja Árnadóttir frá Þjóðminjasafninu meðal annars í ávarpi sínu. Áður en Kristján afhenti vélina formlega fór hann með eina stutta stöku. Ljúfu Skjónu leysti af, lauk þar hennar vanda. Séra Bjartmar seinna gaf, safni þennan fjanda. Mikil ánægja er með að dráttarvélin sé komin á Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri. Á myndinni frá vinstri eru þau Bjarni Guðmundsson, fyrrverandi forstöðumaður safnsins, Kristján Helgi, Ragnhildur Helga Jónsdóttir, forstöðumaður safnsins og Lilja Árnadóttir frá Þjóðminjasafni ÍslandsMagnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Landbúnaður Menning Söfn Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira