Í þessari viku er Heimsþing kvenleiðtoga haldið í fjórða sinn. Af því tilefni fjallar Atvinnulífið um nálgun ungra kvenna í jafnréttisbaráttunni í dag (UAK) en niðurstöður nýrrar rannsóknar um miðaldra leiðtogakonur á morgun.
Markmið GGWCUP mótsins er að styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og auka aðgengi stúlkna og kvenna að íþróttaiðkun.
Þannig er GGWCUP liður í alþjóðlegri jafnréttisbaráttu og segir Andrea að kraftur og leikgleði hafi verið í fyrirrúmi í gegnum allt mótið.
Einstakt tækifæri
Að sögn Andreu var leitað til UAK um að halda mótið á Íslandi og þá þannig að UAK tæki að sér að vera gestgjafar.
„Það er einstakt tækifæri að fá að taka þátt í GGWCUP. Þó svo að við á Íslandi séum í fararbroddi í jafnréttismálum þá fylgir því ábyrgð og viljum við leggja okkar að mörkum þegar kemur að því að tryggja konum aðgengi að íþróttum,“ segir Andrea.
Mótið hófst klukkan 11 á mánudagsmorguninn og stóðu leikir yfir í Origo höll mánudag og þriðjudag frá klukkan 11 til 14.
Þá stóð UAK fyrir viðburði í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, síðdegis á mánudag.
Fótboltamótið var þó óhefðbundið að öllu leyti því leikreglur og stigagjöf mótsins voru aðlagaðarHeimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna númer 17. Yfirskrift þess er ,,Samvinna um markmiðin.“
„GGWCUP er því mikilvægan vettvangur til þess að sameina krafta því það er það sem þarf til að ná árangri,“ segir Andrea.
Tímasetningin var líka sérstaklega góð.
„Mótið er haldið samhliða Heimsþingi kvenleiðtoga og var það aldrei spurning í okkar augum þegar við fengum fyrirspurn um að halda mótið í ár segir Andrea og bætir við:
„Við sáum tækifæri til þess að deila okkar framtíðarsýn en á sama tíma gefa öðrum konum rými til að deila sinni reynslu.“
Aðeins 1% af fjármagni íþrótta rennur til kvenna
Og kannski er ekki furða þótt beina þurfi sjónum jafnréttismálanna að íþróttum:
Það er mikilvægt að þau sem eru í leiðtogastöðum taki virkan þátt baráttunni en mikið var rætt um að einungis 1 % af öllu fjármagni sem fer í íþróttir rennur til kvenna,“
segir Andrea.
Andrea segir þó stöðuna misslæma um heiminn.
„Kynjamisrétti í íþróttum birtist okkur víða hér á landi en þó glímum við aðrar áskoranir en þær konur sem komu frá Jórdaníu og Sádi Arabíu,“ segir Andrea.

Andrea segir mótið hafa gefið félagskonum UAK mjög mikið. Ekki síst með því að sjá og heyra hvernig staðan væri annars staðar.
„Við fengum tækifæri til þess að spegla stöðu jafnréttis í íþróttum á Íslandi í samhengi við stöðuna alþjóðlega.“
Þá þótti Andreu það mikils vert að samstaðan um jafnrétti kynjanna var algild.
„Þarna voru komnar saman konur með ólíkan bakgrunn, mismunandi pólitískar skoðanir en allar sammála um mikilvægi jafnréttis.“
Og Andrea er bjartsýn.
Það er magnað að fá innsýn í upplifun kvenna af fótbolta í ólíkum löndum. Við lítum björtum augum til framtíðar og erum afar þakklátar fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að taka þátt í þessu verkefni.
Við hlökkum til að halda baráttunni áfram, vera hluti af breytingunni og taka virkan þátt í að skapa réttlátt og sjálfbært samfélag.“
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af mótinu sem ljósmyndararnir Elvar Jens Hafsteinsson og Vilhelm Gunnarsson tóku.




