Samkvæmt frétt á Fótbolta.net þá er Óskar Örn líklegur til að semja við Stjörnuna og spila með liðinu í Pepsi Max deildinni 2022.
Samningur Óskars og KR er að renna út en hann varð 37 ára gamall í ágúst síðastliðnum.
Það eru góðar líkur á því að Óskar Örn Hauksson fari í Stjörnuna #fotboltinet https://t.co/PkBkwHBP7v
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) November 9, 2021
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Óskar með talsvert bitastæðara tilboð úr Garðabænum en það sem KR hefur boðið honum. Líklegt er því að hann skrifi undir hjá Stjörnunni.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir í fréttinni að það hafi verið erfitt að hitta á Óskar til að ræða málið og ástæðuna segir hann að Óskar sé nýbúinn að eignast barn.
Óskar Örn var með fimm mörk og eina stoðsendingu í 22 leikjum með KR í Pepsi Max deildinni i sumar þar sem liðið náði þriðja sæti og komst með því í Evrópukeppni.
Óskari vantar aðeins fjóra leiki til að verða sá fyrsti til að spila þrjú hundruð leiki fyrir KR í efstu deild. Hann er fyrir löngu búinn að slá leikjamet Þormóðs Egilssonar sem var 239 leikir. Óskar Örn er einnig sá markahæsti hjá KR í efstu deild með 73 mörk.