Nýsamþykkt lög eru í takti við málflutning vinstriflokksins Inuit Ataqatigiit (IA) í kosningabaráttunni fyrr á árinu, en flokkurinn vann sigur í þingkosningunum sem fram fóru í apríl.
Niðurkosninganna varð til þess að ekkert verður af áður fyrirhuguðu námuvinnsluverkefni á Suður-Grænlandi, sem átti að vera stórt í sniðum. IA barðist gegn verkefninu og sagði að það myndi hafa of mikil umhverfisleg áhrif.
Forsætisráðherrann og formaður IA, Mute Egede, tilkynnti á dögunum að Grænland myndi skrifa undir Parísarsamkomulagið.