Tveir hópar farenda fóru yfir landamæri Póllands í nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2021 11:03 Tveir hópar farenda komust yfir landamæri Hvíta-Rússlands til Póllands í nótt. AP Photo/Czarek Sokolowski Tveim hópum farenda tókst að komast frá Hvíta-Rússlandi og yfir til Póllands í nótt. Allir eru þeir nú í haldi landamæravarða í Póllandi. Um tvö þúsund manns eru nú við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands en Pólverjar hafa kallað út fjölda hermanna til að verja landamærin. Ástandið hefur verið svona við landamærin síðan í byrjun ágúst en nokkur fjöldi flóttafólks hefur látið lífið á svæðinu. Ástandið þar er verulega slæmt en þar er hitastig nú farið niður fyrir frostmark og fólkið talið í lífshættu, enda fast milli pólskra og hvítrússneskra landamæravarða. Fréttastofa AP greinir frá. Varnarmálaráðuneyti Póllands hefur sakað hvítrússneska landamæraverði um að hafa skotið úr byssum upp í loftið við landamærin þar sem farendurnir hafa komið upp búðum. Ráðuneytið deildi myndbandi á Twitter þar sem heyra má skothvelli. Służby białoruskie zastraszają migrantów oddając strzały w ich obecności. pic.twitter.com/GTvrW5xUYU— Ministerstwo Obrony Narodowej 🇵🇱 (@MON_GOV_PL) November 10, 2021 Ástandið á landamærunum hefur bara farið versnandi undanfarnar vikur og ríkir svipað ástand við landamæri Hvíta-Rússlands að Litháen og Lettlandi. Ástandið má í raun rekja til deilna Evrópusambandsins og Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, en sambandið hefur lagt harðar viðskiptaþvinganir á landið vegna alræðistilburða forsetans. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur þá sakað Lúkasjenka um að laða flótta- og farandfólk til Hvíta-Rússlands og nota það í pólitískum tilgangi, sem Lúkasjenka tekur fyrir. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands sakaði þá Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna á landamærunum í gær. Rússnesk stjórnvöld hafa kalllað eftir því við Evrópusambandið að það greiði Hvítrússum fyrir að stöðva flæði fólks inn um landamæri sambandsins í Póllandi. Þúsundir flóttamanna eru nú í búðum á landamærum Hvíta-Rússlands að Póllandi, Litháen og Lettlandi.AP/Leonid Shcheglov Meirihluti flóttafólksins eru ungir karlmenn en í hópnum eru einnig konur og börn. Öll eru þau frá Mið-Austurlöndum eða Mið-Asíu og hófst uppsöfnun flóttafólksins við landamærin sömu viku og Talibanar tóku völd í Afganistan. Fólkið hefur tjaldað upp við landamærin, rétt innan Hvíta-Rússlands, og er í raun fast milli pólskra og hvítrússneskra landamæravarða. Hvíta-Rússland Pólland Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. 9. nóvember 2021 23:15 ESB segir Lúkasjenka haga sér eins og glæpamaður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, um að laða flótta- og farandfólk til landsins og nota það í pólitískum tilgangi. Hegðun hans sé ómannúðleg og glæpsamleg. 9. nóvember 2021 15:45 Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Um tvö þúsund manns eru nú við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands en Pólverjar hafa kallað út fjölda hermanna til að verja landamærin. Ástandið hefur verið svona við landamærin síðan í byrjun ágúst en nokkur fjöldi flóttafólks hefur látið lífið á svæðinu. Ástandið þar er verulega slæmt en þar er hitastig nú farið niður fyrir frostmark og fólkið talið í lífshættu, enda fast milli pólskra og hvítrússneskra landamæravarða. Fréttastofa AP greinir frá. Varnarmálaráðuneyti Póllands hefur sakað hvítrússneska landamæraverði um að hafa skotið úr byssum upp í loftið við landamærin þar sem farendurnir hafa komið upp búðum. Ráðuneytið deildi myndbandi á Twitter þar sem heyra má skothvelli. Służby białoruskie zastraszają migrantów oddając strzały w ich obecności. pic.twitter.com/GTvrW5xUYU— Ministerstwo Obrony Narodowej 🇵🇱 (@MON_GOV_PL) November 10, 2021 Ástandið á landamærunum hefur bara farið versnandi undanfarnar vikur og ríkir svipað ástand við landamæri Hvíta-Rússlands að Litháen og Lettlandi. Ástandið má í raun rekja til deilna Evrópusambandsins og Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, en sambandið hefur lagt harðar viðskiptaþvinganir á landið vegna alræðistilburða forsetans. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur þá sakað Lúkasjenka um að laða flótta- og farandfólk til Hvíta-Rússlands og nota það í pólitískum tilgangi, sem Lúkasjenka tekur fyrir. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands sakaði þá Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna á landamærunum í gær. Rússnesk stjórnvöld hafa kalllað eftir því við Evrópusambandið að það greiði Hvítrússum fyrir að stöðva flæði fólks inn um landamæri sambandsins í Póllandi. Þúsundir flóttamanna eru nú í búðum á landamærum Hvíta-Rússlands að Póllandi, Litháen og Lettlandi.AP/Leonid Shcheglov Meirihluti flóttafólksins eru ungir karlmenn en í hópnum eru einnig konur og börn. Öll eru þau frá Mið-Austurlöndum eða Mið-Asíu og hófst uppsöfnun flóttafólksins við landamærin sömu viku og Talibanar tóku völd í Afganistan. Fólkið hefur tjaldað upp við landamærin, rétt innan Hvíta-Rússlands, og er í raun fast milli pólskra og hvítrússneskra landamæravarða.
Hvíta-Rússland Pólland Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. 9. nóvember 2021 23:15 ESB segir Lúkasjenka haga sér eins og glæpamaður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, um að laða flótta- og farandfólk til landsins og nota það í pólitískum tilgangi. Hegðun hans sé ómannúðleg og glæpsamleg. 9. nóvember 2021 15:45 Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. 9. nóvember 2021 23:15
ESB segir Lúkasjenka haga sér eins og glæpamaður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, um að laða flótta- og farandfólk til landsins og nota það í pólitískum tilgangi. Hegðun hans sé ómannúðleg og glæpsamleg. 9. nóvember 2021 15:45
Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52