Lífið

Peop­le hefur valið kyn­þokka­fyllsta mann heims

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Leikarinn Paul Rudd hefur verið valinn kynþokkafyllsti maður heims af tímaritinu People.
Leikarinn Paul Rudd hefur verið valinn kynþokkafyllsti maður heims af tímaritinu People. Getty/Mike Pont

Leikarinn Paul Rudd hefur verið valinn kynþokkafyllsti maður heims að mati bandaríska tímaritsins People.  Hann segist eiga erfitt með að meðtaka þennan nýja titil en hann muni þó taka hann alla leið.

Rudd er 52 ára gamall og hefur leikið í myndum á borð við Ant-Man, I Love You Man, Anchorman, Admission og Clueless. Í viðtali við People segist hann hafa verið kallaður vingjarnlegur og duglegur en kynþokkafullur sé honum framandi titill.

„Þegar ég hugsa um sjálfan mig, þá hugsa ég um mig sem eiginmann og faðir. Það er það sem ég er. Ég elska að verja tíma með fjölskyldunni þegar ég er ekki að vinna. Það er það sem ég elska mest,“ segir Rudd sem hefur verið giftur eiginkonu sinni Julie í 18 ár. Saman eiga þau Jack 17 ára og Darby 12 ára.

Rudd segir eiginkonu sína hafa tekið titlinum vel. Hún hafi bæði hlegið og verið hissa en sagt að þarna hefði People tímaritið rétt fyrir sér.

„Það var mjög sætt en hún var örugglega ekki að segja sannleikann en hvað annað átti hún að segja?“ segir leikarinn.

Þrátt fyrir að það muni taka tíma að venjast titlinum segist Rudd ætla að njóta hans til hins ýtrasta og fara alla leið.

„Ég ætla að taka þetta á kassann. Ég ætla ekki að reyna vera hógvær. Ég ætla að gera láta gera nafnspjöld, þrátt fyrir að allir vinir mínir eigi eftir að gera grín að mér. Ég ætlast til þess af þeim, það er ástæðan fyrir því að þeir eru vinir mínir.“

Hann telur að líf sitt eigi eftir að breytast til muna nú þegar hann er kynþokkafyllsti maður í heimi.

„Ég vona að mér verði núna boðið í öll þessi kynþokkafullu matarboð með Clooney, Pitt og B Jordan. Ég hugsa að ég muni eyði meiri tíma á snekkjum,“ segir Rudd sem hlakkar til þess sem lífið mun nú hafa upp á að bjóða.

Tímaritið People velur kynþokkafyllsta mann heims á hverju ári en fyrirrennarar Rudd eru meðal annars Michael B. Jordan, John Legend, Idris Elba og Blake Shelton.


Tengdar fréttir

Kynþokkafyllsti maður heims

Leikarinn Channing Tatum, sem beraði líkamann í kvikmyndinni Magic Mike á árinu, hefur verið kosinn kynþokkafyllsti núlifandi maðurinn af tímaritinu People.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.