Ökumaður rafhlaupahjólsins látinn og hinn á gjörgæslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 10. nóvember 2021 15:52 Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa til rannsóknar hvort átt hafi verið við innsigli á rafhlaupahjóli og vespu, sem rákust á í morgun, svo hægt væri að aka hraðar á þeim. Þetta segir Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglu barst tilkynning um árekstur hjólanna við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar klukkan 8:08 í morgun. Annar ökumannanna lést og hinn slasaðist alvarlega. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var það ökumaður rafhlaupahjólsins sem lést. „Klukkan 08:08 fékk lögregla tilkynningu um umferðarslys þar sem rafhlaupahjól og vespa höfðu lent saman og orðið slys,“ segir Guðbrandur. Óljóst hvort ekið hafi verið á göngustíg eða reiðhjólastíg Að hans sögn er verið að kanna hvort vespan, eða léttbifhjólið eins og það kallast í regluverkinu, sé í öðrum eða fyrsta flokki slíkra ökutækja. Teljist það til annars flokks er hámarkshraði ökutækisins 45 km/klst en 25 km/klst sé það í fyrsta flokki. Aka má rafmagnsvespum á göngustígum komist þær ekki hraðar en 25 km/klst. Sé hraðinn meiri á að aka þeim á götunni. Slysið varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar.Vísir/Vilhelm „Ekki er alveg ljóst hér hvort það hafi verið á reiðhjólastígnum eða göngustígnum,“ segir Guðbrandur. Hann segir alla anga málsins til skoðunar en sérstaklega sé það kannað hvort innsigli á hjólunum tveimur hafi verið rofin. „Allir þræðir í málinu eru til skoðunar og málið til rannsóknar og það sem rannsakað er er hvort innsigli hafi verið rofin, bæði á rafmagnshlaupahjólinu og síðan á létta bifhjólinu. Þá er til skoðunar hvort létta bifhjólið sé í flokki eitt eða flokki tvö, með 25 km hámarkshraða eða 45 og hvort það hafi yfir höfuð mátt vera á gangstétt eða bara á vegi. Það er til skoðunar,“ segir Guðbrandur. Klippa: Rannsaka hvort átt hafi verið við hjólin Voru báðir með viðeigandi hjálma Báðir ökumennirnir hafi verið með viðeigandi öryggishjálma en þrátt fyrir það hlotið mjög alvarleg meiðsl. „Annar er látinn og hinn mikið slasaður á gjörgæslu.“ Þetta er fyrsta sinn sem einstaklingur lætur lífið við akstur á rafmagnshlaupahjóli hér á landi. „Jú, það er því miður. Það er eitthvað sem við höfum óttast að gæti komið upp miðað við mikla notkun og oft óvarfærnislega,“ segir Guðbrandur. Slysið var tilkynnt til lögreglu rétt eftir klukkan átta í morgun.Vísir/Vilhelm Hættulegar aðstæður skapist í myrkri og bleytu Ökumenn rafhlaupahjóla fari flestir varlega og eftir reglum en of mörg dæmi séu um að ekki sé farið eftir reglum um slík ökutæki. Talsverð aukning hafi verið í tilkynningum um slys á fólki við akstur slíkra tækja. „Þeim hefur farið fjölgandi og er sveiflukennt milli árstíða. Því miður er talsvert af slysum þar sem fólk hlýtur andlitsmeiðsl eða beinbrot en sem betur fer ekki mjög alvarlegt fyrr en nú. Þar af leiðandi getum við aldrei lagt á það nógu mikla áherslu að fólk fari eftir reglum og allir sýni varúð og varfærni,“ segir Guðbrandur. Lögregla og rannsóknarnefnd samgönglusysa var við rannsókn á slysstað í morgun.Vísir/Vilhelm Aðstæður í morgun hafi verið mjög slæmar, mikið myrkur og hálka vegna bleytu á gangstéttinni. „Við höfum áhyggjum af öllum vegfarendum við slíkar aðstæður, sama hvers konar ökutæki það eru en ekki síður það sem við köllum óvarna vegfarendur sem sjást oft illa í myrkri og bleytu eins og var í morgun. Það er eins og malbikið gleypi stundum umhverfið við slíkar aðstæður. Þá eru götuljós og ökuljós gríðarlega mikilvæg.“ Lögreglumál Samgönguslys Reykjavík Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 Skoða hvort átt hafi verið við hjólin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun við rannsókn sína á alvarlegu slysi við Sæbraut í morgun skoða hvort átt hafi verið við farartækin að því leyti að hægt væri að aka um á þeim yfir leyfilegum hámarkshraða. 10. nóvember 2021 13:03 Mjög alvarlegt slys á göngustíg við Sæbraut Tveir voru fluttir slasaðir á slysadeild Landspítalans eftir árekstur tveggja farartækja á göngustíg við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun. Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2021 10:13 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Þetta segir Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglu barst tilkynning um árekstur hjólanna við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar klukkan 8:08 í morgun. Annar ökumannanna lést og hinn slasaðist alvarlega. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var það ökumaður rafhlaupahjólsins sem lést. „Klukkan 08:08 fékk lögregla tilkynningu um umferðarslys þar sem rafhlaupahjól og vespa höfðu lent saman og orðið slys,“ segir Guðbrandur. Óljóst hvort ekið hafi verið á göngustíg eða reiðhjólastíg Að hans sögn er verið að kanna hvort vespan, eða léttbifhjólið eins og það kallast í regluverkinu, sé í öðrum eða fyrsta flokki slíkra ökutækja. Teljist það til annars flokks er hámarkshraði ökutækisins 45 km/klst en 25 km/klst sé það í fyrsta flokki. Aka má rafmagnsvespum á göngustígum komist þær ekki hraðar en 25 km/klst. Sé hraðinn meiri á að aka þeim á götunni. Slysið varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar.Vísir/Vilhelm „Ekki er alveg ljóst hér hvort það hafi verið á reiðhjólastígnum eða göngustígnum,“ segir Guðbrandur. Hann segir alla anga málsins til skoðunar en sérstaklega sé það kannað hvort innsigli á hjólunum tveimur hafi verið rofin. „Allir þræðir í málinu eru til skoðunar og málið til rannsóknar og það sem rannsakað er er hvort innsigli hafi verið rofin, bæði á rafmagnshlaupahjólinu og síðan á létta bifhjólinu. Þá er til skoðunar hvort létta bifhjólið sé í flokki eitt eða flokki tvö, með 25 km hámarkshraða eða 45 og hvort það hafi yfir höfuð mátt vera á gangstétt eða bara á vegi. Það er til skoðunar,“ segir Guðbrandur. Klippa: Rannsaka hvort átt hafi verið við hjólin Voru báðir með viðeigandi hjálma Báðir ökumennirnir hafi verið með viðeigandi öryggishjálma en þrátt fyrir það hlotið mjög alvarleg meiðsl. „Annar er látinn og hinn mikið slasaður á gjörgæslu.“ Þetta er fyrsta sinn sem einstaklingur lætur lífið við akstur á rafmagnshlaupahjóli hér á landi. „Jú, það er því miður. Það er eitthvað sem við höfum óttast að gæti komið upp miðað við mikla notkun og oft óvarfærnislega,“ segir Guðbrandur. Slysið var tilkynnt til lögreglu rétt eftir klukkan átta í morgun.Vísir/Vilhelm Hættulegar aðstæður skapist í myrkri og bleytu Ökumenn rafhlaupahjóla fari flestir varlega og eftir reglum en of mörg dæmi séu um að ekki sé farið eftir reglum um slík ökutæki. Talsverð aukning hafi verið í tilkynningum um slys á fólki við akstur slíkra tækja. „Þeim hefur farið fjölgandi og er sveiflukennt milli árstíða. Því miður er talsvert af slysum þar sem fólk hlýtur andlitsmeiðsl eða beinbrot en sem betur fer ekki mjög alvarlegt fyrr en nú. Þar af leiðandi getum við aldrei lagt á það nógu mikla áherslu að fólk fari eftir reglum og allir sýni varúð og varfærni,“ segir Guðbrandur. Lögregla og rannsóknarnefnd samgönglusysa var við rannsókn á slysstað í morgun.Vísir/Vilhelm Aðstæður í morgun hafi verið mjög slæmar, mikið myrkur og hálka vegna bleytu á gangstéttinni. „Við höfum áhyggjum af öllum vegfarendum við slíkar aðstæður, sama hvers konar ökutæki það eru en ekki síður það sem við köllum óvarna vegfarendur sem sjást oft illa í myrkri og bleytu eins og var í morgun. Það er eins og malbikið gleypi stundum umhverfið við slíkar aðstæður. Þá eru götuljós og ökuljós gríðarlega mikilvæg.“
Lögreglumál Samgönguslys Reykjavík Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 Skoða hvort átt hafi verið við hjólin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun við rannsókn sína á alvarlegu slysi við Sæbraut í morgun skoða hvort átt hafi verið við farartækin að því leyti að hægt væri að aka um á þeim yfir leyfilegum hámarkshraða. 10. nóvember 2021 13:03 Mjög alvarlegt slys á göngustíg við Sæbraut Tveir voru fluttir slasaðir á slysadeild Landspítalans eftir árekstur tveggja farartækja á göngustíg við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun. Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2021 10:13 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37
Skoða hvort átt hafi verið við hjólin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun við rannsókn sína á alvarlegu slysi við Sæbraut í morgun skoða hvort átt hafi verið við farartækin að því leyti að hægt væri að aka um á þeim yfir leyfilegum hámarkshraða. 10. nóvember 2021 13:03
Mjög alvarlegt slys á göngustíg við Sæbraut Tveir voru fluttir slasaðir á slysadeild Landspítalans eftir árekstur tveggja farartækja á göngustíg við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun. Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2021 10:13