Guðni sækir friðarráðstefnu í París og fundar með Macron Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2021 14:15 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun meðal annars eiga fund með Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti heldur til Parísar á morgun þar sem hann mun taka þátt í alþjóðlegri friðarráðstefnu, Paris Peace Forum, í boði Emmanuels Macrons Frakklandsforseta. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að Guðni muni eiga tvíhliða fundi með Macron og Maia Sandu, forseta Moldóvu. „Síðdegis býður sendiráð Íslands í París til móttöku þar sem forseti flytur erindi um sýnileika smáþjóða í alþjóðastarfi – nauðsyn þess og áskoranir. Loks mun forseti sitja kvöldverð í Elysée-höll, ásamt öðrum þjóðhöfðingjum, í boði Frakklandsforseta. Að morgni föstudagsins 12. nóvember sækir forseti ráðstefnuna Green Hydrogen Symposium sem fram fer í Lúxemborgarhöll. Þar verður fjallað um framþróun á sviði vetnismála í Frakklandi og á Íslandi. Öldungadeild franska þingsins stendur fyrir vetnisráðstefnunni, í samvinnu við fransk-íslenska viðskiptaráðið og sendiráð Íslands í París, og mun forseti flytja erindi um orkuskipti og áskoranir í þeim efnum. Ráðstefnuna sækja einnig fulltrúar franskra orkufyrirtækja og forstjórar Landsvirkjunar, Grænvangs og HS Orku á Íslandi. Síðdegis á föstudag heldur forseti á aðalráðstefnu UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem fram fer annað hvert ár og er að þessu sinni haldin samhliða 75 ára afmælishátíð stofnunarinnar. Forseti flytur stutt ávarp á aðalráðstefnunni, en Ísland er nú í framboði fyrir hönd Norðurlandanna til framkvæmdastjórnar UNESCO árin 2021–2025. Á vettvangi afmælisviðburðar UNESCO mun forseti eiga tvíhliða fundi með Alar Karis, nýkjörnum forseta Eistlands, og Salome Zourabichvili, forseta Georgíu,“ segir í ferð forseta til Frakklands. Forseti Íslands Frakkland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að Guðni muni eiga tvíhliða fundi með Macron og Maia Sandu, forseta Moldóvu. „Síðdegis býður sendiráð Íslands í París til móttöku þar sem forseti flytur erindi um sýnileika smáþjóða í alþjóðastarfi – nauðsyn þess og áskoranir. Loks mun forseti sitja kvöldverð í Elysée-höll, ásamt öðrum þjóðhöfðingjum, í boði Frakklandsforseta. Að morgni föstudagsins 12. nóvember sækir forseti ráðstefnuna Green Hydrogen Symposium sem fram fer í Lúxemborgarhöll. Þar verður fjallað um framþróun á sviði vetnismála í Frakklandi og á Íslandi. Öldungadeild franska þingsins stendur fyrir vetnisráðstefnunni, í samvinnu við fransk-íslenska viðskiptaráðið og sendiráð Íslands í París, og mun forseti flytja erindi um orkuskipti og áskoranir í þeim efnum. Ráðstefnuna sækja einnig fulltrúar franskra orkufyrirtækja og forstjórar Landsvirkjunar, Grænvangs og HS Orku á Íslandi. Síðdegis á föstudag heldur forseti á aðalráðstefnu UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem fram fer annað hvert ár og er að þessu sinni haldin samhliða 75 ára afmælishátíð stofnunarinnar. Forseti flytur stutt ávarp á aðalráðstefnunni, en Ísland er nú í framboði fyrir hönd Norðurlandanna til framkvæmdastjórnar UNESCO árin 2021–2025. Á vettvangi afmælisviðburðar UNESCO mun forseti eiga tvíhliða fundi með Alar Karis, nýkjörnum forseta Eistlands, og Salome Zourabichvili, forseta Georgíu,“ segir í ferð forseta til Frakklands.
Forseti Íslands Frakkland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira