Innlent

Konan fannst látin í sjónum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Konan fannst látin í sjónum við Reynisfjöru.
Konan fannst látin í sjónum við Reynisfjöru.

Konan sem leitað var að í sjónum við Reynisfjöru fannst látin á sjötta tímanum í dag. Hún var kínverskur ferðamaður.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu þar sem fram kemur að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi fundið konuna í sjónum. 

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru konurnar tvær sem lentu í ölduganginum. Önnur náði að koma sér á land en hinni skolaði út.

Umfangsmikil leit hófst eftir að tilkynning barst lögreglu um að ferðamaður hafi farið í sjóinn. Björgunarsveitir í Rangárvallar- og Skaftafellssýslu hófu þegar leit að ferðamanninum, sem reyndist vera ung kínversk kona.

Einnig komu að leitinni bátasveitir frá Árnessýslu ásamt bát frá Vestmanneyjum og þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi rannsakar nú tildrög slyssins.


Tengdar fréttir

Sá fjögur fara í sjóinn og konu reka langt frá landi

Björgunarsveitir leita enn ungrar konu sem lenti í sjónum við Reynisfjöru í dag. Leiðsögumaður sem var í fjörunni þegar slysið varð segir aðstæður hafa verið slæmar og mikill öldugangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu auk þess sem nærstaddur togari verður nýttur til að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×