Alþingi kallað saman í fyrsta lagi undir lok næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2021 19:31 Niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar varðandi gildi kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi liggja ekki fyrir fyrr en í fyrsta lagi um eða upp úr miðri næstu viku. Vísir/Vilhelm Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort nefndin komist að sameiginlegri niðurstöðu varðandi gildi útgefinna kjörbréfa Landskjörstjórnar til þingmanna. Nefndin muni ekki ljúka störfum fyrr en í næstu viku. Birgir Ámannsson formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir að á fundi nefndarinnar í dag hafi verið ákveðið var að hluti nefndarinnar fari aftur í vettvangsferð á talningarstaðinn í Norðvesturkjördæmi á hótel Borgarnesi á morgun. „Til að fara í gegnum atriði sem varða afstemmingu bunka og þess háttar. Við erum auðvitað við það að ljúka gagnaöflun í málinu,“ segir Birgir. Aðeins eigi eftir að binda nokkra lausa enda varðandi gagnaöflunina. Nefndin hafi skoðað fjölmörg álitamál og vinna hennar sé langt komin. Birgir Ármannsson segir áherslu hafa verið lagða á að nefndarfólk væri samstíga í gagnaöfluninni. Það komi væntanlega í ljós í næstu viku hvort samstaða verði um niðurstöðuna.Stöð 2/Arnar „En við eigum hins vegar eftir að ræða þessa erfiðustu þætti sem lúta að mati. Bæði mati á þeim upplýsingum sem við höfum þegar fyrir hendi varðandi atburðarás en líka mat á lagaatriðum,“ segir Birgir. Í grunninn væri verkefnið að meta hvort kjörbréf þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út skuli teljast gild eða ógild. Reynt hafi verið að haga nefndarstörfum þannig að allir væru nokkurn veginn samstíga og þannig hafi það verið varðandi málsmeðferðina. „Nú á hins vegar eftir að reyna á hvort það helst í gegnum allt ferlið. Hvort fólk metur hlutina með sama hætti eða mismunandi. Fyrirfram er auðvitað ekkert hægt að segja um það en við munum hins vegar leitast við að ná sameiginlegri niðurstöðu,“ segir formaðurinn. Nefndin muni ekki ljúka störfum fyrr en í næstu viku. Um leið og niðurstaða hennar liggur fyrir verður þing kallað saman og formleg kjörbréfanefnd kosinn. Reiknað er með að hlé verði gert á fyrsta þingfundi kjörtímabilsins á meðan nefndin mótar tillögur sínar sem fara síðan til atkvæðagreiðslu á Alþingi. „Þannig að sú atkvæðagreiðsla sem ræður úrslitum í málinu fer fram í þingsal,“ segir Birgir Ármannsson. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55 Ætla aftur í Borgarnes að skoða atkvæðin betur Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar aftur í vettvangsferð í Borgarnes, helst strax í þessari viku, til að fara aftur yfir frágang kjörgagna. Formaður nefndarinnar vill ekki gera grein fyrir því hvaða atriði þurfi að skoða nánar. 9. nóvember 2021 18:58 Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Birgir Ámannsson formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir að á fundi nefndarinnar í dag hafi verið ákveðið var að hluti nefndarinnar fari aftur í vettvangsferð á talningarstaðinn í Norðvesturkjördæmi á hótel Borgarnesi á morgun. „Til að fara í gegnum atriði sem varða afstemmingu bunka og þess háttar. Við erum auðvitað við það að ljúka gagnaöflun í málinu,“ segir Birgir. Aðeins eigi eftir að binda nokkra lausa enda varðandi gagnaöflunina. Nefndin hafi skoðað fjölmörg álitamál og vinna hennar sé langt komin. Birgir Ármannsson segir áherslu hafa verið lagða á að nefndarfólk væri samstíga í gagnaöfluninni. Það komi væntanlega í ljós í næstu viku hvort samstaða verði um niðurstöðuna.Stöð 2/Arnar „En við eigum hins vegar eftir að ræða þessa erfiðustu þætti sem lúta að mati. Bæði mati á þeim upplýsingum sem við höfum þegar fyrir hendi varðandi atburðarás en líka mat á lagaatriðum,“ segir Birgir. Í grunninn væri verkefnið að meta hvort kjörbréf þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út skuli teljast gild eða ógild. Reynt hafi verið að haga nefndarstörfum þannig að allir væru nokkurn veginn samstíga og þannig hafi það verið varðandi málsmeðferðina. „Nú á hins vegar eftir að reyna á hvort það helst í gegnum allt ferlið. Hvort fólk metur hlutina með sama hætti eða mismunandi. Fyrirfram er auðvitað ekkert hægt að segja um það en við munum hins vegar leitast við að ná sameiginlegri niðurstöðu,“ segir formaðurinn. Nefndin muni ekki ljúka störfum fyrr en í næstu viku. Um leið og niðurstaða hennar liggur fyrir verður þing kallað saman og formleg kjörbréfanefnd kosinn. Reiknað er með að hlé verði gert á fyrsta þingfundi kjörtímabilsins á meðan nefndin mótar tillögur sínar sem fara síðan til atkvæðagreiðslu á Alþingi. „Þannig að sú atkvæðagreiðsla sem ræður úrslitum í málinu fer fram í þingsal,“ segir Birgir Ármannsson.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55 Ætla aftur í Borgarnes að skoða atkvæðin betur Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar aftur í vettvangsferð í Borgarnes, helst strax í þessari viku, til að fara aftur yfir frágang kjörgagna. Formaður nefndarinnar vill ekki gera grein fyrir því hvaða atriði þurfi að skoða nánar. 9. nóvember 2021 18:58 Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55
Ætla aftur í Borgarnes að skoða atkvæðin betur Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar aftur í vettvangsferð í Borgarnes, helst strax í þessari viku, til að fara aftur yfir frágang kjörgagna. Formaður nefndarinnar vill ekki gera grein fyrir því hvaða atriði þurfi að skoða nánar. 9. nóvember 2021 18:58
Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01