„Ekki nægjanlega góður árangur, bara alls ekki“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2021 22:05 Guðmundur Guðbrandsson er umhverfisráðherra. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að þau loforð sem gefin hafi verið á loftslagsráðstefnu í Sameinuðu þjóðanna séu ekki nægjanleg til að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum á næstu áratugum. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er nú á lokametrunum í Glasgow og þar hafa fulltrúar ríkja heimsins mætt til að ræða aðgerðir í loftslagsmálum, og hvað þurfi að gera til að stemma í stigu við hlýnun jarðar. Guðmundur Ingi ræddi það sem komið hefur fram á ráðstefnunni í beinni útsendingu frá Glasgow í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar sagði hann loforðin sem hingað til hafi borist ekki tryggja nægilegan góðan árangur. „Fyrir ráðstefnuna bentu loforð ríkja heimsins til að hlýnun jarðar yrði um 2,7 gráður og eftir þau loforð sem hér hafa komið fram virðist þetta stefna í kannski 2,4 gráðu hlýnun sem er ekki nægjanlega góður árangur, bara alls ekki. Við viljum fara undir tvær gráðurnar og Ísland hefur nú lagt áherslu á það ásamt öðrum ríkjum að við séum í 1,5,“ sagði Guðmundur. Bindur hann þó vonir við að árangur náist. „Við vonumst enn þá til að þetta geti batnað en allavega að það verði skýr skilaboð frá ráðstefnunni um það að við höldum áfram að lækka þetta.“ Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. Aðspurður um hvort að yfirvöld hér á landi myndu taka þátt í þessu sagði Guðmundur að það yrði að koma í ljós eftir að ný ríkisstjórn er mynduð. „Núna eru viðræður í gangi um nýja ríkisstjórn og við verðum að sjá hvað ný ríkisstjórn ber í skauti sér, það verður að ráðast af því.“ Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bílaframleiðendur stefna á að taka bensínbílinn úr umferð en stórveldi sitja hjá Sex stórir bílaframleiðendur og þrjátíu ríki skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að hætta sölu á nýjum bensín- og dísilbílum fyrir árið 2040. Sum stærstu fyrirtækjanna og ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Kína og Japan vildu ekki taka þátt. 10. nóvember 2021 12:52 Samgöngur í brennidepli á COP26: „Það er ekki eftir neinu að bíða“ Samgöngur verða í brennidepli á COP26 ráðstefnunni í Glasgow í dag en Ísland er í öðru sæti þegar að kemur að orkuskiptum í samgöngum. Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir Ísland geta miðlað þekkingu sinni á ýmsum sviðum en getur lært af öðrum löndum á öðrum sviðum. 10. nóvember 2021 12:18 Áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur Viðbragðsáætlanir vegna loftslagsbreytinga þurfa að taka tillit til þátta á borð við kyn, aldur, búsetu og skerðingu eigi þær að skila árangri. 10. nóvember 2021 10:05 Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er nú á lokametrunum í Glasgow og þar hafa fulltrúar ríkja heimsins mætt til að ræða aðgerðir í loftslagsmálum, og hvað þurfi að gera til að stemma í stigu við hlýnun jarðar. Guðmundur Ingi ræddi það sem komið hefur fram á ráðstefnunni í beinni útsendingu frá Glasgow í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar sagði hann loforðin sem hingað til hafi borist ekki tryggja nægilegan góðan árangur. „Fyrir ráðstefnuna bentu loforð ríkja heimsins til að hlýnun jarðar yrði um 2,7 gráður og eftir þau loforð sem hér hafa komið fram virðist þetta stefna í kannski 2,4 gráðu hlýnun sem er ekki nægjanlega góður árangur, bara alls ekki. Við viljum fara undir tvær gráðurnar og Ísland hefur nú lagt áherslu á það ásamt öðrum ríkjum að við séum í 1,5,“ sagði Guðmundur. Bindur hann þó vonir við að árangur náist. „Við vonumst enn þá til að þetta geti batnað en allavega að það verði skýr skilaboð frá ráðstefnunni um það að við höldum áfram að lækka þetta.“ Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. Aðspurður um hvort að yfirvöld hér á landi myndu taka þátt í þessu sagði Guðmundur að það yrði að koma í ljós eftir að ný ríkisstjórn er mynduð. „Núna eru viðræður í gangi um nýja ríkisstjórn og við verðum að sjá hvað ný ríkisstjórn ber í skauti sér, það verður að ráðast af því.“
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bílaframleiðendur stefna á að taka bensínbílinn úr umferð en stórveldi sitja hjá Sex stórir bílaframleiðendur og þrjátíu ríki skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að hætta sölu á nýjum bensín- og dísilbílum fyrir árið 2040. Sum stærstu fyrirtækjanna og ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Kína og Japan vildu ekki taka þátt. 10. nóvember 2021 12:52 Samgöngur í brennidepli á COP26: „Það er ekki eftir neinu að bíða“ Samgöngur verða í brennidepli á COP26 ráðstefnunni í Glasgow í dag en Ísland er í öðru sæti þegar að kemur að orkuskiptum í samgöngum. Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir Ísland geta miðlað þekkingu sinni á ýmsum sviðum en getur lært af öðrum löndum á öðrum sviðum. 10. nóvember 2021 12:18 Áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur Viðbragðsáætlanir vegna loftslagsbreytinga þurfa að taka tillit til þátta á borð við kyn, aldur, búsetu og skerðingu eigi þær að skila árangri. 10. nóvember 2021 10:05 Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Bílaframleiðendur stefna á að taka bensínbílinn úr umferð en stórveldi sitja hjá Sex stórir bílaframleiðendur og þrjátíu ríki skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að hætta sölu á nýjum bensín- og dísilbílum fyrir árið 2040. Sum stærstu fyrirtækjanna og ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Kína og Japan vildu ekki taka þátt. 10. nóvember 2021 12:52
Samgöngur í brennidepli á COP26: „Það er ekki eftir neinu að bíða“ Samgöngur verða í brennidepli á COP26 ráðstefnunni í Glasgow í dag en Ísland er í öðru sæti þegar að kemur að orkuskiptum í samgöngum. Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir Ísland geta miðlað þekkingu sinni á ýmsum sviðum en getur lært af öðrum löndum á öðrum sviðum. 10. nóvember 2021 12:18
Áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur Viðbragðsáætlanir vegna loftslagsbreytinga þurfa að taka tillit til þátta á borð við kyn, aldur, búsetu og skerðingu eigi þær að skila árangri. 10. nóvember 2021 10:05
Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22