Uppsögn starfsmanns Menntamálastofnunar dæmd ólögmæt Viktor Örn Ásgeirsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 11. nóvember 2021 08:01 Arnór hefur gegnt embætti forstjóra Menntamálastofnunar frá stofnun hennar, árið 2015. Hann var endurskipaður af menntamálaráðherra í fyrra fram til ársins, 2025. vísir/vilhelm Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög. Starfsmaðurinn var 59 ára gamall þegar hann missti starfið og hafði unnið sem tölvunarfræðingur í 20 ár. Hann sótti árangurslaust um áttatíu störf í kjölfar uppsagnarinnar. Maðurinn var ráðinn í starf forritara hjá Menntamálastofnun en sagt upp störfum vegna meintrar tilfærslu verkefna. Forritarinn taldi hafa verið brotið á sér með ólögmætum hætti, enda hafi honum verið vikið fyrirvaralaust úr starfi, án þess að gætt hafi verið að ákvæðum stjórnsýslulaga. Gerður að blóraböggli Starfsmaðurinn taldi enn fremur að raunveruleg ástæða uppsagnarinnar hafi tengst kerfishruni sem varð hjá hýsingarfyrirtækinu 1984. Hann hafi verið gerður að blóraböggli í kjölfar uppsagnarinnar og að forstjóri Menntamálastofnunar, Arnór Guðmundsson, hafi kennt honum um tjónið sem kunni að hafa orðið í kjölfar hruns hýsingarþjónustunnar. Arnór boðaði starfsmanninn á fund á föstudegi 17. nóvember, til að ræða kerfishrunið, en sagði honum upp fyrirvaralaust upp störfum beint eftir helgi, eða á mánudeginum 20. nóvember. Í málinu lá fyrir að forritaranum hafi ekki verið veittur andmælaréttur eins og almennt er áskilið þegar um uppsagnir ríkisstarfsmanna er að ræða. Ljóst að stjórnsýslulög hafi verið brotin Arnór bar fyrir sig að málefnalegar forsendur hafi legið til grundvallar uppsögninni. Þá væri engin skylda að upplýsa starfsfólk um rekstur stofnunarinnar, eða hvort það væri til skoðunar að hagræða til í rekstri. Arnór sagði einnig málefnalegt að þeir starfsmenn sem ynnu við svo viðkvæma starfsemi, eins og rekstur tölvukerfa, yrðu beðnir um að láta af störfum án tafar. Héraðsdómari taldi ljóst að ákveðið hafi verið að reka starfsmanninn í beinu framhaldi af kerfishruni hýsingarfyrirtækisins, án þess að önnur úrræði hafi verið tekin til skoðunar. Það benti ekkert til þess að brottvikningin hafi verið liður í tilfærslu stofnunarinnar heldur hafi hann þvert á móti verið rekinn vegna kerfishrunsins. Arnór var ekki talinn hafa byggt ákvörðunina á málefnalegum sjónarmiðum enda taldi héraðsdómari ljóst að hann hafi ekki gætt að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga við ákvörðunina. Uppsögnin var því talin ólögmæt og var íslenska ríkið dæmt til að greiða tæpar níu milljónir í bætur vegna uppsagnarinnar. Arnór borinn þungum sökum Arnór hefur vægast sagt verið óvinsæll meðal starfsmanna stofnunarinnar, sem kölluðu í fyrradag eftir afsögn hans í bréfi til menntamálaráðuneytsins. Það gerðu þeir eftir nýlegt áhættumat, sem mannauðsfyrirtækið Auðna framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins, en þar er dregin upp afar slæm mynd af Arnóri og hans stjórnarháttum. Almenn óánægja með hann og hans störf hefur verið viðvarandi meðal undirmanna hans í dágóðan tíma. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í sumar segir til dæmis að kvartað hafi verið yfir eineltismálum þar allt frá stofnun Menntamálastofnunar, árið 2015. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru það mál þar sem Arnór er sakaður um einelti. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Dómsmál Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Starfsmaðurinn var 59 ára gamall þegar hann missti starfið og hafði unnið sem tölvunarfræðingur í 20 ár. Hann sótti árangurslaust um áttatíu störf í kjölfar uppsagnarinnar. Maðurinn var ráðinn í starf forritara hjá Menntamálastofnun en sagt upp störfum vegna meintrar tilfærslu verkefna. Forritarinn taldi hafa verið brotið á sér með ólögmætum hætti, enda hafi honum verið vikið fyrirvaralaust úr starfi, án þess að gætt hafi verið að ákvæðum stjórnsýslulaga. Gerður að blóraböggli Starfsmaðurinn taldi enn fremur að raunveruleg ástæða uppsagnarinnar hafi tengst kerfishruni sem varð hjá hýsingarfyrirtækinu 1984. Hann hafi verið gerður að blóraböggli í kjölfar uppsagnarinnar og að forstjóri Menntamálastofnunar, Arnór Guðmundsson, hafi kennt honum um tjónið sem kunni að hafa orðið í kjölfar hruns hýsingarþjónustunnar. Arnór boðaði starfsmanninn á fund á föstudegi 17. nóvember, til að ræða kerfishrunið, en sagði honum upp fyrirvaralaust upp störfum beint eftir helgi, eða á mánudeginum 20. nóvember. Í málinu lá fyrir að forritaranum hafi ekki verið veittur andmælaréttur eins og almennt er áskilið þegar um uppsagnir ríkisstarfsmanna er að ræða. Ljóst að stjórnsýslulög hafi verið brotin Arnór bar fyrir sig að málefnalegar forsendur hafi legið til grundvallar uppsögninni. Þá væri engin skylda að upplýsa starfsfólk um rekstur stofnunarinnar, eða hvort það væri til skoðunar að hagræða til í rekstri. Arnór sagði einnig málefnalegt að þeir starfsmenn sem ynnu við svo viðkvæma starfsemi, eins og rekstur tölvukerfa, yrðu beðnir um að láta af störfum án tafar. Héraðsdómari taldi ljóst að ákveðið hafi verið að reka starfsmanninn í beinu framhaldi af kerfishruni hýsingarfyrirtækisins, án þess að önnur úrræði hafi verið tekin til skoðunar. Það benti ekkert til þess að brottvikningin hafi verið liður í tilfærslu stofnunarinnar heldur hafi hann þvert á móti verið rekinn vegna kerfishrunsins. Arnór var ekki talinn hafa byggt ákvörðunina á málefnalegum sjónarmiðum enda taldi héraðsdómari ljóst að hann hafi ekki gætt að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga við ákvörðunina. Uppsögnin var því talin ólögmæt og var íslenska ríkið dæmt til að greiða tæpar níu milljónir í bætur vegna uppsagnarinnar. Arnór borinn þungum sökum Arnór hefur vægast sagt verið óvinsæll meðal starfsmanna stofnunarinnar, sem kölluðu í fyrradag eftir afsögn hans í bréfi til menntamálaráðuneytsins. Það gerðu þeir eftir nýlegt áhættumat, sem mannauðsfyrirtækið Auðna framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins, en þar er dregin upp afar slæm mynd af Arnóri og hans stjórnarháttum. Almenn óánægja með hann og hans störf hefur verið viðvarandi meðal undirmanna hans í dágóðan tíma. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í sumar segir til dæmis að kvartað hafi verið yfir eineltismálum þar allt frá stofnun Menntamálastofnunar, árið 2015. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru það mál þar sem Arnór er sakaður um einelti.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Dómsmál Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira